Tíminn Sunnudagsblað - 30.10.1966, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 30.10.1966, Blaðsíða 2
STEFAN ASBJARNARSON: ' • \ jt • • BREF TIL Anna! Mynd þinni s-kaut ailt í einu upp í huga mínum á kaldri þorra- nótt í vetur. Hvers vegna nú, eftir rúm þrjátíu ár? Hafðir þú blundað svona lengi í vitund minni án þess að bæra á þér, utan einu sinni, að- eins einu sinni. En nú var hafmeyjan stigin upp úr djúpi sálar minnar. Þú Lorelei komin úr ölduróti minning- anna á minn fund eins og forðum. Það var um vetur i kaupstað ein um austan lands. Ég var þ".r gest komandi um tíma, ungur að árum. Allt var svo ungt á þeim dögum. Ég sá þig á hverjum degi. Þú varst fjórtán ára. Ég veitti þér iitla eftir- tekt í fyrstu. Kaupstaðurinn var full- ur af fallegum stúlkum. Það voru heitir dagar um hávetur. Svo fórum við að mætast á förnum vegi af tilviljun, en ekki af ásetningi. Þú vannst í húsi hjá heldra fólki, en ég var bara að slæpast og skemmta mér. En var það missýning, að ég þættist' sjá sem blóðroðinni slæðu væri brugðið um þig miðja. Þessi slæða tijúpaði lendar þínar og skaut, og gegnum þennan huliðshjúp birtist mér þin stutta ævisaga, sem var alit umhverfis þig, þar sem þú fórst með fölt andlitið og vökul augun, sem töluðu í óræðri þögn tungu og v'ara máli ungu stúlkunnar, sem var ný- orðin kona. Því mér hafði ekki mis- sýnizt. — Kunningi minn sagði mér það sjálfur. Hann var fríðasti piítnr bæjarins, háskólagenginn, einn af geðslegustu mönnum, sem sáat á götum höfuðstaðarins, að dómi þelrra sem byggðu þá" borg. Þú varst ein meðal allra þeirra, sem hann þekkti, aðeins fjórtán ára. En þú óskaðir þér ástarinnar sjálf, og þetta varð aldrei meira en bros á dimmri vetrar nótt. En þú eignaðist brátt þinn draumaprins, frænda og fósturson eins af mætustu borgurum bæjarins. Það var annars konar kynning, hrifn- ing æskunnar og heilshugar vinátta. Vorið var komið. Við vorum orðin það málkunnug, að ég kvaddi þig, er ég hélt heim. Fáum árum seinna fór ég suður. Þá varst þú komin til höfuð staðarins og orðin átján ára. Ég mætti þér í Austurstræti og þú þekkt- ir mig um leið og við heilsuðumst. Þú vannst hjá ungum hjónum, sem voru þegar orðin landskunn og áttu seinna eftir að gegna virðulegu emb- ætti meðal erlendra þjóða. Þú sagðir þau umgangist þig sem værirðu úr þeirra fjölskyldu. Svo bauðstu mér ONNU heim, ásamt frænku minni að austan, sem var vinkona þín. Boðið var að kvöldi fyrsta desember. Aldrei hefir neinn komið fljótar til dyra en þú í nýjum kjól með hvita svuntu að loknum uppþvotti eftir kvöldverðinn. Blikið í dökkum augum sendi geisla beint í augu mér Vinur þinn fyrir austan var svo fjarlægur þetta kvöld. í fylgd með þér til dyranna var á að giska átta til níu vetra gömul stúlka, óvenju yndislegt barn með spyrjandi augu og bjart enni undir dökkjörpu hári í öllu fasi, viðmóti og mjúkum hrevf- ingum þessarar smámeyjar bjó ódul- inn, hljóðlátur yndisþokki, sem é° skynjaði í einni svipan. Telpan var dóttir hjónanna í þessu húsi og átti seinna eftir að hljóta fyrsta sæti í fegurðarsamkeppni í fjarlægu landi og nokkru síðar að mæta þav örlögum sínum og ótímabærum dauða á morgni lífsins. Andrúmsloftið í húsinu var i fylgd með henni, hlýtt og hljótt, og geymist mér enn í minni frá þessu kvöldi. Öll herbergi hússins stóðu opin eins og þau byðu gestina velkomna. Það er einkunn góðra húsráðenda að hafa sem fæst að fela- Aðrir geyma sín híbýli bak við lás og slá. Tortryggni í garð náungans er aldrei vegurinn til vin- sælda og góðra eftirmæla. Hjónin, sem höfðu skroppið að heiman, höfðu látið svo um mælt, að Anna mætti taka á móti gestum sínum eins og væri hún sjálf hús- móðirin í húsinu. Lengi lifir íslenzk gestrisni þessara hjóna, sem höfðu opið hús í erlendu ríki og tóku opn- um örmum móti gestum og gangandi frá heimalandinu, sem að garði þeirra bar. Hjónin og systir húsmóðurinnar voru nýfarin í stúdentafagnað á Ifótel Borg, þegar við komum. Syst- urnar voru uppfæddar í heimahéraði mínu, og húsbóndinn var fyrinmaður í stúdentagleðinni. Systir húsfreyj- unnar hafði klæðzt dýrum, hvítum kjól, nýsaumuðum. Sú varð saga hvíta kjólsins á þessu kvöldi, að borð- nautur systurinnar, sá sem hún vildi eiga að ævifélaga, hellti úr vínglasi sínu yfir kjólinn, sem eyðilagðist, en systirin fékk ekki manninn. En þei, þei- Þögnin í húsinu er rofin af fótataki manns á loftinu beint uppi af höfði okkar, — yfir stofunni, sem við sitjum í. Við hlust- um. Maðurinn gengur í sífellu aftur á bak og áfram, eirðarlaus maður, sem á eitthvað bágt. Ég lít til Önnu, en þarf ekki að spyrja. Hún segir: „Það er leigjándinn hérna, lög- fræðineminn ungi, hann er fullur og drekkur sína fuHveldisskál aleinn." Ég þekkti hann frá skólaárunum fyrir norðan, ágætan pilt í alla staði. Hann var umsjónarmaður í skólan- um, drengilegur til orðs, æðis og alira athafna, en þarna í skólanum varð hann „dassaður" og geldur þess máske síðan ævilangt, að minnsta kosti varð hann aldrei sá mæringur meðal manna, sem vonir og efni stóðu til. Það var illa farið, að hin unga seiðkona skyldi óviljandi verða örlagadís í lífi þessa ágæta drengs. Nú var hann fyrir skömmu kvænt- ur, og unga konan hans og litli son- urinn í vetrardvöl hjá mömmu hennar austur á landi. AHt í einu heyrist hann hrópa, og Anna hleyp- ur upp á loft. Hún kemur fljótiega ofan aftur. En sú umbreyting á ör- skotsstund: í augum Önnu er villtur glampi. Annar helmingurinn af and- liti hennar er hvítur sem brúðariín, en hinn rauður sem blóð, allt ofan frá hársrótum og niður á háls. Slíka litaskiptingu hef ég jddrei séð. hvorki fyrr né síðar. Hún gefur sjálf enga skýringu á þessum litbrigðum og nær brátt jafn vægi í fasi, en umhverfan í andliti hennar varir langt fram á kvö’d, og fótatakið uppi yfir okkur heldur áfram enn hraðar en fyrr. Kvöldið er liðið. Anna fylgir okk- ur til dyra. Þetta kvöld kemur ekki aftur, en ég býð henni á Hótel Borg næsta kvöld. Þá koma þar ýmsir, sem hefðu máski viljað vera með í stúd- entagleðinni kvöldið áður. Ég sæki hana svo næsta kvöld. Anna er þegar búin, blædd í svart- an kjól, sem skiptir vel litum við fölt andlitið og mjallhvítan hálsinn. Blik ið í augum hennar logar enn skærar en í gærkvöldi. Við göngum í salinn og setjumst við smáborð á miðju gólfi. Hingað hefur Anna ekki komið áður, og hún litast um eins og barn, sem kemur til kirkju í fyrsta sinn. Hér liggur einhver hljóð sefjan í loftinu í kvöld, líkt og allir, sem eru sam- ankomnir innan þessara veggja, séu heima hjá sér og bíði einhvers með eftirvæntingu. Okkur Önnu líður veí. Hún er sem í leiðslu þess draums, sem bíður fram undan. Ég sé hvar hljómsveitin, sem er skipuð útlendum mönnum, mundar tónkvíslar sínar og taktsprota, án þess þó að snerta nokkurn streng. Það er alger þögn. Ekikert skvaldur, enginn glasaglaumur. Allra augu beinast að hinum dökkleitu mönnum, sem virðast bíða átekta, allir með san> stilltan svip, sem einn maður væri. Og allt í einu er þögnin rofin. Leiftursnöggt og hvellt sem byssu- Framhald á 929. síSu. 914 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.