Tíminn Sunnudagsblað - 30.10.1966, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 30.10.1966, Blaðsíða 15
verk eða nokkra handavinnu í sæti |inu. Ekki man ég til, að ég sæi íiann taka prjóna í hönd. Við norður stafn á loftinu var lítill ofn og mó- kassi við ofninn, sem var fylltur á morgnana. Skaraði karl niður ösku og bætti á ofninn á daginn. Eftir aldamótin var hætt að skammta hverjum á sinn disk á heim- ili foreldra minna, svo sem víðast var áður siður um sveitir. AUir borð- uðu eftir það við sama borð, nema Kristján gamli — hann heimtaði að fá sinn mat sér á diski og sér í skál, en matarskál sina nefndi hann spil- komu. Hann fór að mat sinum með sérstökum hætti og borðaði jafnan hið bezta síðast, til dæmis feitasta kjötbitann. Kartöflur voru þá minna etnar en síðar, en brauð og smjör aðalátmaturinn. Fyrstu brauðsneið- arnar gerði hann aðeins ígráar af smjöri. En smjörið ofan á síðustu sneiðunum átti helzt að vera þykkara en brauðið. Ekki fór karl á fætur venjulega á veturna fyrr en rétt um morgunverð, sem var borðaður, þegar piltar komu úr fjárhúsum. Hann þvoði sér jafn- an úr köldu vatni og sápulaust mjög vandlega um munn, nef og augu, þeg ar er hann kom niður, gekk síðan út og signdi sig með mestu virktum og fór svo að taka í pokaskjatta sína og bera heim að dyrum. Kristján var mikill munntóbaks- maður og kaffimaður. Hann átti sér stóran bolla, sem hann drakk jafnan úr með öðru fólki. En auk þess hit- aði hann sér sitt eigið kaffi, þegar hann kom inn á morgnana. Eldstóin var gömul kolavél með stórum hringj um yfir eldhólfi og öðru hliðarhólfi minna. Stóra hólfið kallaði hann kaffihólf, en heimilisfólkið matar- hólf. Hann var aðgangsfrekur að komast að stóra hólfinu við kaffi- hitur sínar. Eldakonum líkaði mið- ur. Ekki var rennt á í einni lotu. Fyrst renndi hann mjög litlu á og hellti í sinn eigin bolla. Síðan nokkru meira, en það kaffi fengu foreldrar mínir og > fjármaðurinn, sem gaf Kempu. En loks var rennt miklum mun meira á og fengu þá allir, sem viðstaddir voru. Kaffi sitt, sykur og tóbak fékk hann sent frá Akureyri, og sá Jón Stefánsson, dóttursonur hans, um að hann þryti aldrei þá hluti. Mestan hluta flestra daga sat Kristján inni á rúmi sínu og las guðsorð, mest sálmabókina. Þó gekk hann oft út, einkum ef von var gesta, en þjóðleið lá um blaðið. Er gestir gistu eða töfðu, hafði hann mjög gaman af að spjalla við þá og spyrja tíðinda, og hafði margur gaman af karli, því að hann var orðhnyttinn. Eitt starf fékk Kristján sérstakt á hverju vori: Snjólaug á Laxamýri sendi honum jafnan nokkra poka af Gamla húsið í Yztafelli, sem reist var fyrir síðustu aldamót. í þessu húsi dvaldisf Kristján Jóhannesson þau ár, er var hann hjá Sigurði í Yztafelli. Ljósmynd: Páll Jónsson. óhreinum æðardúni. Þá fékk Kristján ullarþvottapottinn og setti á hlóðir frammi í gamla eldhúsi og hitaði dúninn. Hann átti stóra grind með mörgum snærisstrengjum. Hann tók heitar dúnviskar og urgaði á streng- ina og við það losnaði mikið af mori. En marga daga var karl síðan að tína fisið úr dúninum og þótti dúnn hans vandaður. Þenna dún seldi hann og hafði þannig vasapen- inga, sem mest fóru fyrir brenni- vín. Kristján hélt sig heima á vetrum, en eftir að vegir urðu færir, var hann oft á ferðalögum á Kempu sinni, bæði til kunningja innan sveitar, en þó sérstaklega til Akureyrar og Húsa víkur. Á Akureyri hitti hann dóttur sína og dóttursyni, sem voru honum kærstir allra. Á Húsavjk hélt hann til hjá Árna Sigurðssyni frá Hálsi í Kinn, sem verið hafði vinnumaður hjá Sigur- jóni á Laxamýri og var í miklu vin- fengi við allt Laxamýrarfólkið. Jafn- an kom hann í Laxamýri á Húsavík- urferð. Aldrei samdi þeim vel bræðr- unum, Sigurjóni og Kristjáni. Báðir voru þeir drykkjumenn miklir á yngri áirum, en Sigurjón hætti drykkju snemma og þoldi ekki drykkju Kristjáns. Snjólaug á Laxa- mýri lét aldrei tækifæri hjá líða að gleðja Kristján. Kristján kom jafnan drukkinn heim úr kaupstaðarferðum og svo vel nestaður, að entist eina til tvær nætur. Árni Sigurðsson mun hafa útvegað honum vín á Húsavík, en Jón Stefánsson á Akureyri. Margoft sendi Jón honum flösku, þegar ferðir féllu til. V. Kristján var hæglátur og fámáli hversdagslega. En drukkinn var hann ofsakátur og fjörugur, hélt langar ræð ur og sagði miklar sögur, sumar af- burðasnjallar. Málfar hans var sér- stætt og áherzlur miklar og lék hann frásagnir sínar með svipmóti og snöggum brigðum á málrómi og hreyf ingum. Nokkuð skal sagt frá ræðum hans og sögum, sem þó njóta sín lítt í rituðu máli. Er Kristján fékk fékk flösku að kvöldi, varð sjaldap svefnsamt á loftinu. En furðulega var hægt að una við ræður hans og sögur og festa í minni. Aldrei sá ég hann reikulan á fótum, þó að drukk- inn væri, og jafnhress var hann næsta dag. Kristján elskaði vín af öllu hjarta og taldi það allra meina bót. Enga hataði hann svo sem góðtemplara. Einu sinni kom þessi saga: „Það vildi ég, að andskotinn í hel- víti kæmi nú og setti upp rá frá Húsavíkurfjalli á Víknafjöll, þvert yfir flóann, og tæki svo alla sítí| góðtemplara og spyrti þá samn, tvo og tvo, og hengdi á rána. |>ao væfi gaman að sjá þá dingla, litlú greý- in, si svona.“ Síðan lék hann mann, sem var |ð hengjast, lygndi auguhúm með tung una lafandi, teygði hálsinn upp Og 927 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.