Tíminn Sunnudagsblað - 30.10.1966, Page 19

Tíminn Sunnudagsblað - 30.10.1966, Page 19
Steindór Björnsson frá Gröf: Ornefnabrengl í blöð- um og mæltu máli Vi'ö einteyming ríður ekki sú ár- átta manna að fara oftast í algeru hugsunarleysi með örnefni, svo að oft verður úr alger vitleysa. Hefur þetta Iíklega brunnið við æðilengi hér á landi og trúlegar víðar. Ef ske kynni, að einhverjir — eins líklegt þó, að fáir verði — gætu vaknað eða vildu valkna til að hugleiða þetta svolítið og reyna að bæta dálítið um á þessu sviði máls- ins okkar, þá rita ég þetta. Einkum vil ég beina orðum mínum til blaða- manna og fréttaritara blaðanna, því að ég veit, að þeir geta gert stórvirki á þessu sviði, ef þeir vilja, og ég trúi ekki öðru en þeir vilji gera þar betur en gert hefur verið. Ekki fyrir mjög löngu benti ég á — í lítilli blaðagrein —, hvílík regin- vitleysa væri að tala og rita um Skóg arhóla hestamannafélaganna sem væru þeir á Þingvöllum. Mig minnir, að ig benti þá á, að þessir Skógar- hólar væru 514 km norður frá Þing- vallabæ og um 414 km norður frá Köst ulunum, sem má telja, að séu (að- eins sunnan við skógræktarblettinn þarna) á norðurmörkum þess svæðis, sem telja má til Þingvalla — saman- ber Árbók Ferðafélags fslands 1930 — kortið, sem er innan á kápunni. Þar er svæðið einnig markað í aðrar áttir. Lesið þar og formálann. Þessir Skógarhólar eru Skógarhól- ar undir Ármannsfelli. Það er nóg og eina. rétta staðarkynningin á þeim. Er' rétt um leið að endurtaka og minna á, að aðrir Skógarhólar eru innan þjóðgarðsgirðingarinnar, skammt frá fyrrverandi bænum Skóg arkoti. Þessu má ekki gleyma. Fyrir skömmu — ég held á þessu ári -f— sá ég þessa fyrirsögn á grein, frétt, í einhverju Reykjavíkurblað- anna: „SÍBS gefinn sumarbústaður á Þingvöllum.“ Inni í greininni stóð: „ . . . og færði SÍBS sumarbústað sinn á Þingvöllum, en hann stendur í Lyngdalsheiði ofan Hrafnagjár. Er þetta fallegt. . .“ Og nú er að athuga notkun ör- nefnanna þarna. Þessi umræddi sum- arbústaður er alls ekki á Þingvöllum því að á Þingvöllum er enginn sum- arbústaður, hversu svo sem reynt væri að teygja vellina — samanber fyrrnefnda Árbók Ferðafélagsins og kortið þar. Það kort nær aðeins suð- ur um veitingaskálann Valhöll og Iíonungshúsið, sem auðvitað voru ekki sett á Þingvöll, hvað þá annað. Svo virðist, eftir framangreindum orðum, sem að sumarbústaður þessi standi fyrir austan Hrafnagjá og þá líklega í landi jarðarinnar Gjábakka. En frá Þingvallabæ austur að Hrafnagjá í stefnu að Gjábakka — eru 4% km. og að Gjábakka 514 km. — Er þess þó að gæta, að allar vegalengdir, sem hér eru nefndar, eru sjónhendingar, loftlínur, því að þær eru mun lengri eftir vegi. Og þjóð- garðsgirðingin nær aðeins yfir lönd jarðanna Þingvalla, Skógarkots og Hrauntúns og ekki vestur fyrir Al- mannagjá né austur fyrir Hrafnagjá. Nú er þarna sagt, að sumarbústaður- inn standi „í Lyngdalsheiði," svo að enn lengist bilið fráÞingvöllum,því að loftlínan frá Þingvallabæ í Þrasa- borgir, hjá Lyngdalsheiði, er 1614 km., en að lægstu og næstu rótum heiðarinnar eru í sömu stefnu 1214 lím, hvað þá eftir vegum þeim, er þiggja þarna í áttina frá Þingvöllum til Lyngdalsheiðar. Sú vitleysa, að vegurinn frá Þingvöllum austur að Laugaryatni liggi um Lyngdalsheiði, er orðin svo rótgróin í notkun, að erfitt verður líklega að kveða þann draug niður. Þetta kemur af því, að vegurinn liggur um svo mörg örnefna svæði: Gjábakkahraun, Barmahraun, Reyðarbarmaskarð, Láugardalsvelli og (næst fyrir vestan Laugarvatn) kjarrbrekkur nokkrar suðvestur af Laugarvatnsfjallinu, sem ég veit ekki nafn á. Þessi vegur kemur aldr- ei á Lyngdalsheiði. Er skemmst um 214 km. frá vegarbeygjunni austan undir Reyðarbarmaskarðinu að nyrztu rótum Lyngdalsheiðar eftir korti að dæma. Þarna ætti að kalla að fara Laugarvatnsvelli, því að vell- irnir eru sérkennilegasti hluti leið- arinnar. Sams konar vitleysa kemur fram í leiðarheiti á Vesturlandsvegi úr Norðurárdal í Mýrasýslu og norðir í Sökkóifsdal í Dalasýslu. Þarna virð- ist vera farið eftir þrem dölum: Bjarnadal, Miðdal og Suðurárdal (samanber kortið). Þarna var kallað, og er enn, „að fara Bröttubrekku," líklega af því, að Brattabrekka, syðst í Suðurárdal, hefur verið sérkenni- legasti (og erfiðasti) hluti leiðarinn- ar áður fyrr. Brattabrekka er að austanverðu i Suðurárdal, syðst. En nú fór svo, þegar akvegur var lagð- ur þarna norður um, að hann var lagður (vegir eru aldrei byggðir, það er alger málleysa i íslenzku) að vest an verðu í dalnum, austan í sandóld- um, sem þar eru. Svo að nú liggur vegurinn um 14 km. þvert frá Bröttu- brekku, kemur aldrei nær, og ekur enginn þá Bröttubrekku. sem leiðin lá áður um, og fáir munu nokkru sinni fara hana t'ramar ríðandi eða gangandi. Eðlilegast væri að kenna þesja leið við sandöldur þessar. pví að har er vegarstæðið sérkennilegast og verður víst alltaf að aka þar/ með sérstakri gætni. En hvað heita þessar háu sandöldur? Það veit ég ekki, en heimafólk í Stökkólfsdal mun vita það. Svona örnefna-vitleysui á vegum ætti vegamálastjórnin að leiðrétta með merkingum beggja vegna. Kost ar ekki mikið en er mikilsvert vegna málsins. Þá er ég kominn að því síðasta, er gaf mér efni til að fara að hripa þetta. Fyrirsögn fréttar var: ,Unn- ið við lagningu hraðbrautar um Svínahraun. Svo segir: „ . unnið af fullum krafti í nýjum vegi um Svínahraun, en hann á að liggja frá Þrengslavegi að Lækjarbotnum.“ ,,. . nú væri hafin vinna við efsta hluta Svjnahraunsvegar, en hann á að liggja frá beygjunni við söluskálann í Svínalirauni.“ „. . . Á vegurinn að liggja nyrzt á Sandskeiði gegnum svonefnd Fóelluvötn. Við Lækjar- botna á vegurinn að liggja yfir gamla veginn og enda í Blesugróf, þar sem Suðurlandsvegurinn mun eiga upp- tök sín í framtíðinni." Svona var sagt frá þessu. Við þetta er að athuga: Fyrir nokkru var lagður vegur upp úr Ölfusinu, rétt fyrir austan (norð- an) Vindheima (Hlíðardalsskóla) vest ur og norður Þrengslin milli Lamba- fells að vestan og hnúkanna vestur af Skálarfelli og austan — Staka- hnúks, Stóra-Meitils, Eldborgar og Litla-Meitils, sem þó enginn er á Hellisheiði, því að hún, heiðin, er norður af öllum þessum fellum og austar. — Vestur og norður af Þrengslavegi var nýr vegur lagður eftir Brunanum, sem einhvern tíma í fyrndinni hefur runnið úr einhverj- um eldgígum suðaustan við Bláfjöll- in norður á Svínahraun, og af Brun- anum á gamla veginn, sem lá um TILRAUN TIL LEIÐRÉTTINGAR T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 931

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.