Tíminn Sunnudagsblað - 30.10.1966, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 30.10.1966, Blaðsíða 6
| stamaði og þvoglaði. Andlitið var íiilt og smáskorið og aíit á kafi í skegg- flóka. — Gunnhildur, Gunnhildur; — Gamanið koma, gamanið koma! Hann benti í allar áttir og kom ekki upp orði fyrir skjálfandi ákafa, sneri síðan við og fór út aftur, skreidd ist ofan stigann og datt um þrep í ganginum, reis upp og kallaði í sífellu: Gunnhildur, gaman, Gunn- hildur. — Haltraði síðan út á hlaðið. ií hálfan mánuð hafði hann í sí- fellu spurt um kaupstaðarferðina og hlakkað til brennivínsins. Og í dag hafði Gunnhildur heitið honum því, að hann skyldi fá að bragða á því. Hún leit út. Kaupstaðarækin tvö mjökuðust nú upp á hlaðið. Og Nóri spurði, hvort þeir hefðu nú munað eftir að kaupa fiðlustrengina í borg- inni. Láki gamli glápti upp í lofts- gluggann. Gunnhildur kallaði ofan: ' — Sveinungur, þú verður líka að, skenkja honum Láka. Og Láki fékk sitt. Hinir hlógu allir og hrópuðu: — Já, gefðu honum Láka gamla í staupinu. Það reyndist satt, sem sagt var: Hér voru tvær brennivínstunn- ur komnar. Síðan komu göngumennirnir hehn í hlaðið. Og allir fengu dálítið bragð. Þarna stóð Gunnar Hlíðlending- ur. Ilann var léttlyndur dalbúi, stutt- ur vexti og kubbslegur og hló hátt og gjallandi. Hann sneri hnött- óttum kollinum ótt og títt á gildum svira. Hann vat stöðugt með stríðn- isglettur og gamanyrði við stúlkurn- ar, svo að þær þyrptust utan ura hann til þess að standa betur að vígi. Hlátur og piskur fylgdi honum í hverju spori, því að hann sóttist alltal eftir glensi og góðri hressingu. Bnginn var annar eins dansari og hann. Að vísu hlógu ekki allir, sem á hans vegi urðu. Eitt var það, sem sífellt loddi við hann: Hann leit ekki við stúlkunni, sem beðið hafði eftir honum árum saman. Nú -ráfaði hún vitskert um heima á Hlíðarlandi. Meðal gestanna á hlaðinu voru bræður hennar tveir, annar lítiil kubb ur og svartur, þögull og þungbú- inn, hinn bjartur á brún og brá, létt ur í skapi. Hann hló út undan sér að glensi og gaspri Gunnars Hlíðlend- ings -En skeð gæti nú, að honuin Gunnari yrði fullskemmt, áður en brúðkaupinu á Skeiði lyki. Þarna var einnig hann Knútur frá Reyðardal, föngulegasti maður dals- ins, dökkur yfirlitum og afrenndur að afli. Hann hafði fiðluna með sér og átti að skiptast á við Nóra á Skeiði. Hann hafði þekkt Myllu-Þor- geir, fiðlarann fræga, og töldu sum- ir, sem báða höfðu heyrt, að hann Knútur væri engu lakari fiðlari en Þorgéir. Hann var jafnan lítið eitt skakkmynntur, eins og léki hæðnis- bros á vörum hans, en næði sjaldan að spretta upp. Úti á hlaðinu stóð einnig Björn í Skor, sem öll stórbrúðkaup sótti, hvort sem boðinn var eða boðflenna. Hann var reglulegt illmenni og leitaði jafnan á aðra að tilefnislausu. Brúðguminn hafði búizt við hon um sem boðflennu og hafði þess vegna kappkostað að ná í Knút í Reyð ardal, því að hann var manna sterk- astur í dalnum. Björn í Skor var stórleitur og fölur í andliti, augun dökkblá og hvöss með breiðum, hvítum hringum. Hann var stórmynntur, og munnurinn þver skorinn og granir þykkar eins og á skepnu, svipbreytingar engar. Rödd- in var köld, hryssingsleg og hljóm- laus. Enn á ný var bragðað á brenni- víninu. Síðan fylgdust gestirnir að inn í stofuna niðri. Frammistöðumað- urinn og brúðgumiim veltu tunnun um inn í skemmuna. Gunnhildur sat við gluggann fram eftir kvöldinu. Láki gamli hélt áfram að rjátla milli hennar og skemmunn ar um hríð. Fiðla Nóra hljómaði niðri í stof- unni. Þar var kveikt á furublysi á ofn inum. Frammistöðumaðurinn varð alltaf öðru hverju að bregða sér út í skemmuna. Himinninn dökknaði brátt eftir sólsetrið, og leysingar- fannirnar uppi undir ufsunum frusu á ný. Öðru hverju heyrðust hróp og köll utan af hlaðinu. Stúlka hrópaði hástöfum handan við fjósið. Önnur tók undir: — Það liggur maður á grúfu 1 dyr- unum. Kveikt var á furublysi og gengið þangað. — Það er bara Láki gamli, sem hefur sigið þarna niður, sagði ein- hver hlæjandi. Fleiri komu handan af hlaðinu og lyftu honum upp. — Stattu upp, hrópuðu þeir. Þeir komu hlaupandi hver á fæt- ur öðrum. En þeir gátu ekki vakið hann. Svo báru þeir hann inn í skemmu, lögðu hann þversum á öl- tunnu og veltu henni fram og aftur. — Hann hefur ekki legið lengi hérna, sagði einhver, og hinir áttuðu sig. — Nei, það hefur hann ekki, sögðu þeir. Bjöm í Skor ruddist inn til þeirra. — Hann hefur fengið nóg gaman, hann Láki gamli, drundi í honum, og allir hinir þögnuðu. Þeir báru Láka gamla ofan í Nóra- stofu og vöfðu hann hlýjum fötum. Þeir helltu heitri mjólk ofan í hann, og sumir nudduðu hann fast með hnefunum. Allir töluðu í einu: — Er hann dauður, eða er henn ekki dauður? Og stúlkurnar hnipruðu sig með- fram veggnum og horfðu skelkaðar á aðfarirnar og drógu þungt and- ann. — Hvað á nú að taka til bragðs? sagði skelkaður náungi inni við rúm- ið. Björn í Skor rétti úr sér: — Ég skrepp eftir lækninum okk- ar. Folinn minn er sprækur. Hann eigraði út og fram í viðar- skálann og fann þar hestinn hálf- sofandi ,sparkaði í hann og fceymdi hann síðan út og beitti honum fyrir sleðann, benti sér upp í hann og hrópaði: 918 T í M'l N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.