Tíminn Sunnudagsblað - 30.10.1966, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 30.10.1966, Blaðsíða 18
Stuttnefjur á bjargbrún í Hafnabergi tneS unga sinn fyrir ofan sig. Ljósmynd: Grétar Eiriksson. Stuttnefjan - bjarg- fuglinn norðlenzki egg, að mæðurnar villast aldrei á' þeim, þótt allt sé í rauninni ein eggjabreiða. Það gegnir líka furðu, að eggin skuli ekki brotna á beru grjótinu, eins og stundum er þar mik- ið um að vera, en að því eru lítil brögð, nema slík» uppnám verði í fuglabyggðinni, að egg velti fram af. En þá segir Sverrir, að ekki sé gott að vera fyrir neðan. Þótt skurnin sýnist auvirðileg, brjóti svartfugls- egg, sem detti úr háu bjargi með mjóa endann niður, gat á bát, sem undir kann að vera. Annars er það lan'gvía, sem er í björgunum fær- eyisku. Svartfuglinn greinist sem kunnugt er í langvíu og stuttnefju. Það er langvían, sem drottnar í Vestmanna- eyjum og Krýsuvíkurbergi, í Látra- bjargi lýstur báðum tegundum sam- an, en á Hornströndum, Drangey og Grímsey ríkir stuttnefjan. Það er fyrst og fremst gegn henni, sem Skag- firðingar hafa syndgað með veiði- flekunum alræmdu. Svo harðgerður fugl er stuttnefjan, að hún á sér miklar byggðir í björgum norður á Svalbarða, Bjarnarey og Norður- Grænlandi. Annars er ekki mikill munur á Iangvíu og stuttnefju. Liturinn er ákaflega líkur og stærðin svipuð. Þó hefur stuttnefjan heldur vinninginn. En nefið á henni er styttra eins og nefnið bendir til. Það er einkennilegt við stuttnefj- una, að hún snýr hvítri bringunni að sjónum á meðan hún liggur á eggi sínu, sem jafnan eitt, en þegar ung- inn er - slcriðinn úr egginu, breytir hún til og snýr bringu að bergi. Á meðan fuglaveiði var stunduð af kappi, veiddust oft sextíu til áttatíu þúsund stuttnefjur á ári, mest norð; an lands. Slíkt var mikið búsílag. í Færeyjum er einn svartfugl virtur að jöfnu og tvær álkur og þrír lundar. Fyrr á tímum var fuglaveiðin líka mikilsverður þáttur í lífsbjargarvið- léitni manna. Nú er öldin önnur, er segja má, að gnægð sé allra hluta. Enginn þarf að fíkjast eftir fuglunum til þess að sjá sér farborða. Sverrir Patursson í Kirkjubæ í Færeyjum var maður vel ritfær. Eink um lét honum •el að lýsa náttúrunni, og með því að hann hafði kynnzt fuglum frá barnæsku, svo sem aðrir Færeyingar, eru sumar snjöllustu frá- sögur hans lýsingar á lífi og háttum fugla. „Úti við hið mikla haf, þar sem torfærast er, björg og hengiflug, býr hinn mikli flokkur fugla, sem menn nefna bjargfugl. Úr bjarginu sér hann vítt yfir hafið, sem aldrei hvíl- ist, og langt fyrir neðan hann skol- ast aldan um rætur bjargsins — gjálfr ar eða þrumar eftir því, hvernig veðri háttar.“ Þannig byrjar Sverrir frásögu um fuglana í bjarginu. Bjargfuglinn, sem hann talar um, er fyrst og fremst svartfugl, sem býr þúsundum saman á sömu syllu og er svo glöggur á 930 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.