Tíminn Sunnudagsblað - 30.10.1966, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 30.10.1966, Blaðsíða 16
aftur og lét korra í sér og kippi fara um limi. Áður en laxakistur voru notaðar - á Laxamýri, var mest veitt á laxa- krók undir fossunumv Ekki kann- ast nútímamenn við þá veiðiaðferð, né vita, hvernig krókurinn var. En Kristján taldi veiðar með laxakrók hina göfugustu veiðiaðferð og mestu íþrótt og sagði margar sögur af við- ureign sinni við stórlaxa. Árni Sigurðsson á Húsavik kunni margar gamansögur af þeim bræðr um, Kristjáni og Sigurjóni, og lék þá báða. Eitt sinn lék hann Sigur- jón í viðurvist Kristjáns. Þá varð Kristjáni að orði: „Slcammast máttu þín, Árni — Sig urjón, sem tók þig upp af götu sinni og gerði úr þér íðilbezta krókmann." Sigurjón var eigi síður fyndinn en Kristján. Þegar Árni fór úr Laxamýri, gaf Sigurjón honum góða mjólkurkú. Árni byggði sér hús á Húsavík, en hafði engin tök á að eiga þar kúna. Hann seldi hana, en eignaðist orgel um sömu mundir. Ekki fannst Sigur jóni þetta búmannlegt. Eitt sinn kom Sigurjón til Árna á Húsavík og var Árni þá að spila á orgelið. „Fallega baular hún nú, kusa, ‘ sagði Sigurjón. Þetta er síðan orðið að orðtaki i Þingeyjarsýslu. Davíð frá Fagraskógi var náfrændi þeirra Laxamýrarmanna. Ekki veit ég, hvort hann hefur heyrt stytztu útgáfuna af Gullna hliðinu, en hún er ættuð frá Kristjáni Jóhannessyni. Hér eru tildrögin: Efalítið hefur Kristjáni fundizt hann beittur misrétti af forlögunum, sem settu Sigurjón á höfuðbólið og gerðu hann að ríkasta bónda í hér- aði, en sjálfur varð hann að lifa sem ölmusumaður. Gaf Sigurjón með hon um í YztafelU, en aldrei neitt meira til annarra þarfa. Hann sagðist ekki vilja láta hann hafa peninga fyrir brennivíni. Snjólaug á Laxamýri skildi betur þarfir Kristjáns og vék honum margoft. . Eitt sinn hittust þeir bræður, og var Kristján drukkinn, en Sigur- jón tók að deila á hann fyrir drykkju skapinn. Þá varð Kristjáni að orði: „Sigurjón, bölvaður. Ekki kemst þú í himnaríki, nema ef vera kynni, að Snjólaug gæti' laumað þér í pils- vasa sinn og smeygt sér inn um gætt- ina með þig, svo að guð og Sankti Pétur tækju ekki eftir.“ Kristján lék Snjólaugu, er hann sagði frá, og smaug inn um hálfa gátt til næsta herbergis. Kristján virtist vera mikill trúmað- ur. Að vísu fór hann sjaldan til . messu. En hann las guðsorð lon og don, sitjandi á rúmi sínu, einkum sálma. Han signdi sig á hverjum morgni og las bænir að kvöldi. Þó gat hann gert gaman af eilífðarmál- um, eins og þessi saga vottar: „Þegar ég var á Núpum, kom ég einu sinni frá Húsavík með hest og sleða í bezta veðri að kveldlagi, en í sótsvarta helvítis myrkri. Ég reið á sleðahestinum og fór ísskarir með Laxá, en á miðri ánni voru álar og vakir. Á eftir mér komu margir Mý- vetningar með hesta og sleða. Gráni minn var viljugur og fór langt á und- an. Allt í einu brast skörin og ækið dró mig og hestinn á kolsvarta hel- vítis kaf. (Nú stóð Kristján upp, fórn aði höndum og sveigði ásjónu sína til himins og andlitssvipurinn varð snögglega bjartur og sem upphafinn). Ég sá guðs dýrðarhimin uppljómað- an af skínandi englaásjónum, sem sungu almættinu lof og dýrð og buðu mig velkominn inn í sitt ríki. Ég sá hið gullna hlið himnarikis og hurð þess og vildi grípa í snerilinn og ganga inn. (Nú formyrkvaðist svipur Kristjáns, hann seig saman og stapp- aði niður fótunum). O-o, ho-ho-ho“ sagði hann sínum dimmasta rómi. „Djöfull, þetta var þá stertur- inn á Grána. Bölvaður ég. Ég reif hausinn upp úr vatninu. Svo komu andskotans Mývetningarnir og drógu mig upp úr, Grána o" ækið. Síðan hef ég oft séð inn í eilífðina og aldrei nema kolsvarta helvítis myrkur.“ Kristján hataði mjög dragsúg í hús um. Hann var mjög hneykslaður yfir hinum nýju timburhúsum, sem risu víða um aldamótin. Beztu íveru- húsin taldi hann vera þiljaðar bað- stofur með skarsúð, en þær voru ný tízka í æsku hans.- Piltaloftið í Felli var mjög hlýtt, upphituð stofa og ofn við dyr, en þar var frekar lágt undir loft. Hægt var að opna glugga yfir rúmi pilta, og gerðu þeir það, þegar þeim sýnd- ist. Þvi reiddist Kristján og kallaði gluggann „súggat". Af þessu reis mik il deila, og mun það hafa verið ein orsök þess, að Kristján fluttist í Gvendarstaði vorið 1909. Bændaför var farin 1910. Þrjátíu norðlenzkir bændur fóru ríðandi suð- ur um sveitir til Borgarfjarðar og Suðurlands, en síðan norður Kjöl. Ég var einn í þeim hópi. Við Geysi slóst Þorsteinn skáld Erlingsson í förina, ásamt Guðrúnu, konu sinni, og urðu okkur samferða norður. Þau fylgdust með mér alla leið norð- ur í Köldukinn, og gistu þau hjón þá í Yztafelli. Síðla dags héldum við sem leið lá norður frá Krossi. Þegar við komum neðan við Landamót, er þar fyrir Kristján Jóhannesson á Kempu sinni. Hryssan var stöð og vildi heim á bæinn, en Kristján viidi halda leið sína norður. Hvorugt lét undan, fyrr en Kempa sá hest minn, sem hún heilsaði nú, því að þau voru hagvön saman. Leiðin lá þá frá Landamóti yfir Fellið. Kristj- án. var nú að koma frá Akureyri, glaður og vel drukkinn. Þegar við héldum norður Fellið, blöstu við framhús með miklum, hvítmáluðum þiljum á bæjunum á móti — Hall- dórsstöðum, Finnsstöðum og Fells- seli. Kristján og Þorsteinn riðu sam- síða og ræddust við. „Hér er vel hýst og reisulega" mælti Þorsteinn. „0-o-ho-ho,“ sagði Kristján dimm- um rómi, þrungnum fyrirlitningu. „Segðu þetta ekki. Fólkið hefur hrófl að þessu upp, af því það vill losna við foreldra sína, gamla og vesala. Ég var sjö ár á loftinu í Felli. Þar var alltaf djöfuls súgur og trekkur, og Sigurður vinnari reif alltaf opið súggatið. Svo fór ég út í Gvendar- staði, af því að ég vissi, að þar var súðarbaðstofa. En það var þá hurðar- laust helvíti. Vondur er Helgi, verri Ragnar, en verstur helvítis köttur- inn að rífa alltaf úr súggatinu." Margt fór þeim á milli fleira, Þor- steini og Kristjáni, og hafði Þor- steinn gaman af karii. Kempa fékk að ráða því, að Kristján fór í Fells- sei og gisti þar. Um morguninn eftir leit Þorsteinn út um gluggann í Yztafelli, þegar Kristján reið í hlað. Þorsteini varð að orði: Kristján minn er komin hér með krummanef úr stáli. Guðrún botnaði: Ég held ég megi hraða mér að hitta karl að máli. Tókust enn viðræður þeirra hjóna við Kristján, og þóttust þau ekki hafa hitt fyrir sérkennilegri öldung. Aðalbjörg Björnsdóttir frá Barna- felli var vinnukona í Yztafelli sam- tíða Kristjáni. Það kom í hennar hlut að bera Kristjáni mat og sækja til hans matarílát. Bogga var þá um tvítugt, hnellin og mjúkholda eins og títt er um stúlkur á þeim aldri. Oft voru glettur í góðu á milli þeirra Kristjáns. Kristján nefndi hana „þrif- leg sína.“ Einhvern tíma sagði Bogga, að mikið væri ■ fyrir honum haft og um hann hugsað. Þá kom þessi saga: „Um mig hugsað! Það tæki eng- inn eftir'því, þó að ég dræpist. Hún mundi koma með matinn og henda honum á borðið dag eftir dag: Kristján, Kristján, hérna er matur- inn þinn. Loks þegar diskastaflinn er kominn upp í loft og ekki kemst meira fyrir, fer hún að gá í rúmið: Kristján, Kristján, þvi étur þú ekki? — Nú hann er dauður, karlskratt- inn! — Svo er ekki sinnt meira um það. Loksins þegar maðkarnir, tólf álna langir helvítis dólpungar, eru farnir að skríða niður stigann, kem- ur þó Sigurður greyið inn að skák- inni, þó a.ð honum þyki ekki gott 928 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.