Tíminn Sunnudagsblað - 30.10.1966, Side 17

Tíminn Sunnudagsblað - 30.10.1966, Side 17
að tefja sig, til þess að koma burtu skrDkknum, en andskotinn sendir átján djöfla til þess að sækja sálina. Líksöng syngja djöflarnir, það liggur vel á þeim, greyjunum." Þessa sögu lék Kristján eins og aðrar, til dæmis málróm og hreyf- ingar Boggu, þegar hún var að kasta diskunum á borðið. Margt fleira mætti segja frá Kristj áni, sögum hans og ræðum, en hér skal staðar numið, nema sagt verður frá síðustu dögum hans. VI. Kristján kom síðast að Yztafelji á túnaslætti 1912. Hann kom frá Akur- eyri, einn saman ríðandi á Kempu sinni í glaðaþurrki og sólskini. Fólk- ið var að koma heir.i til að drekka síðdegiskaffið, er hann bar að garði, og drekkur hann með fólkinu. Hann var vel drukkinn og kátur og sagði vel frá að venju, og dvaldist fólkinu með lengra móti í bænum. Ennþá dvaldist Kristján inni, eftir að hey- skaparfólk var út farið. Loks kemur hann og teymir hrossið niður á tún, þar sem fólkið var að taka saman hey. Hann kvaddi alla með kossi, vel og innilega, en þó klökkvalaust. En um leið og hann hverfur, þá kallar hann: „Asmundur, þú veizt hvar leiðið mitt er. Jón, þú sérð um, að vel fari unr skrokkinn á mér.“ Ásmundur Iíristjánsson frá Ófeigs- stöðum var þá vinnumaður í Felli og hafði verið við, þegar tekin var gröf Þuríðar, konu Kristjáns, í Þór- oddsstaðargarði. Engum datt í hug þar á túninu, að feigð sækti að Kristjáni, enda sýndist hann vel hress. En skömmu síðar lagðist hann í rúmið. Sjúkdómurinn var krabba- mein í maga og gerði fljótt að. Hann andaðist 22. desember um veturinn og var jarðsunginn 2. janúar 1913. Hann hefði beðið þess, að hann yrði jarðsettur við hlið konu sinnar. Þeg- ar farið var að athuga, kom í Ijós, að enginn vissi, hvar leiði Þuríðar var, nema Ásmundur K/istjánsson. Hann var því fenginn út eftir, til þess að taka gröfina með öðrum. Nóttina fyrir jarðarförina dreymdi mig, að ég þóttist koma upp á pilta- loftið heima. Þar sá ég Kristján sitja á sínu gamla rúmi með sálmabók sina í höndum og skyggnishúfu sína á höfði, hressan svo sem í fyrri daga. Hann bendir mér bak við ofninn austan við dyrnar og segir: „Jón, arna liggur Skrokkurinn á mér, sjáðu um það, að húfan og sálmabókin fái að fylgja honum“. Undir ofninum sá ég lík, upptært og skinhorað, en þannig var hann orðinn síðast, þegar ég sá hann fyrir andlátið. Húskveðja var haldin á Gvendar- stöðum snemma dags. Ég hraðaði mér þangað og sagði Rannveigu h'ís- IHflllT'ITlMlflmrlBi. parnmMT—W——— u» n -i» Vögguljóð í vertíðarlok Það hvílir friður yfir engi og borg; aldan sefur hljóð við fjörusteina; brimið dottar bláa út við hleina; blærinn þegir, gleymd er hver hans sorg. \ Uppi á túni sóleyjarnar sofa sætt og blítt, þær drúpa höfðum smáum. Værð er yfir öllum leiðum lágum, Ijúfust gælir ró við hús og kofa. Og úti í heimi alein liggja torg, anda svo stillt í hlýjum næturskuggum; rúðurnar blunda í öllum, öllum gluggum. Það hvílir friður yfir engi og borg. J. J. BréftilÖnnu - Framhald af 914. sí3u. skot er slegið á diskana, og hljóm- sveitin er sett í gang á augabragði. Það er líkast því, sem þrumuguð- inn háfi skroppið hingað inn og komið öllum á óvart í einu vetfangi. Anna kippist við, hrekkur upp úr draumnum og horfir á mig. Merkið er gefið. Ég rís á fætur, við döns- um. í skjótri svipan fyllist salurinn af fjöri og lífi. Hljómsveitin leikur þannig, að blóðið funar í æðum og leysir bældar gleðikenndir úr læð- ingi. Svo fá suðrænir menn, sem kunna til sinna verka, seiðmagnað íbúana norður við Dumbshaf, sem annars eru fremur þungir í vöfum að jafnaði. Fólk dansar á milli borð- anna, rennir sér á röng gegnum þröngar smugurnar, svo borðin riða til falls, en ná jafnvægi aftur án þess að nokkur dropi skvettist upp úr fullum glösunum, sem bíða þar yfirgefin eigendanna um stund. Fim- astur allra í þessum milliborða- dansi er frændi Önnu, ungur maður, ættaður að austan, svartur á brún og brá. Að kvöldinu liðnu komum freyju frá draumi mínum. Lét hún opna kistuna og fara að bæn gamla mannsins. Síðar um daginn var Kristján lagður hjá konu sinni. í upphafi þessarar frásagnar er þess getið, hve skáldblóðið er ríkt í ætt Kristjáns. Sannariega fylgdi skáldleg andagift sögum hans og ræð um, þótt þær missi lit og hljóm í frásögn minni. við út í stjörnubjarta nóttina. Anna vill ganga eitthvað lengra heldur en fara beinustu leið heim í háttin. Hún vill kæla blóðið eftir hringiðu Borgarglaumsins. Nýfallin mjöllin og dansroðinn á vöngum hennar orkar á mig eins og helgimynd af Maríu guðsmóður á jólakorti, sem ég eignaðist í bernsku. Þannig göngum við áfram hlið við hlið. Borgin er hljóð og engir sjást hér á ferli. Anna staðnæmist og horfir á mig. í augum hennar les ég þakklæti og það, sem hún óskar sér nú. Hér stönd um við, tvö austfirzk ungmenni, líkt og Adam og Eva fyrrum í Paradís. Höggormurinn er víðs fjarri, en syndafallið í nánd. Daginn eftir hélt ég heimleiðis aust ur á land. Ég hef ekki séð Önnu síðan, en frétti seinna, að hún hefði gifzt æskuvini sínum. Fegurstu draumarnir rætast stundum. Fyrsti ástardraumur hennar hafði þar með rætzt. Anna var góð stúlka og átti það fyllilega skilið. Svo liðu rúm tuttugu ár. Frænka mín starfaði við eitt stærsta sjúkrahús landsins. Einn daginn kom ung hjúkrunarkona til hennar og spurði hana að heiti. Hún sagði sem var. Þá mælti hin: „Hún mamma þekkti hann Stefán, frænda þinn, í eina tíð.“ Þetta var kveðjan frá Önnu. Ung dóttir hennar var hingað komin til þess að hjúkra og líkna sjúkum og hjálpa þeim, sem með þurfa — María frá Magdölum, sem ber smyrsl á sár- in. Anna! Var það kannslki ég, en ekki hann? T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 929

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.