Tíminn Sunnudagsblað - 30.10.1966, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 30.10.1966, Blaðsíða 10
RáShúsið í Kaupmannahöfn. Krist’jánsborgarhöll. Sigurðyr Gunnarsson kennari: KENNARAR í HEIM- SÓKN ÍDANMÖRKU Greinarhöfundur var einn þeirra seytján kennara, sem áttu því láni a'ð fagna að vera gestir Norræna félagsins danska og kennarasamtaka Danmerkur um þriggja vikna skeið í sumar, frá 5. — 27. ágúst. Noklkru fyrr höfðu jafnmargir danskir kenn- arar notið sams konar boðs frá sömu aðilum hér heima á Fróni. Hittum við síðar suma þessa dönsku kennara, sem allir voru einkar ánægðir með ferðina til íslands. Þessi kennaraheimboð milli íslend- inga og Dana hafa nú verið annað hvert ár um sextán ára skeið og notið mikilla vinsælda. Það er heldur engum vafa bundið, að þessi gagn- kvæmu kennaraheimboð hafa marga ágæta kosti og eru vekjandi á ýmsan hátt fyrir alla þátttakendur. Eiga for- vígismenn þessara þörfu og ánægju- legu samskipta miklar þakkir skilið, og ber að vænta þess, að þau vari sem lengst, báðum þjóðunum til blessunar. Segja má, að þessi ánægjulega og lærdómsríka boðsferð hafi skipzt í fjóra meginþætti. Fyrsti þáttur ferðarinnar var viku- dvöl í Kaupmannahöfn. Við héldum til í einu gistihúsi borgarinnar, en nutum alla dagana leiðsagnar hins ágæta skólastjóra og íslandsvinar, Eriks Andersens- Ungur maður hafði Fyrsti þáttur hann dvalizt eitt ár á íslandi og átti þaðan margar hugljúfar minning ar, sem hann vék oft að þessa sam- verudaga. Mun okkur þátttakendum öllum bera saman um, að betri leið- sögumann, hugljúfari, fróðari og skýr- mæltari (sem Dani), hefðum við ekki getað kosið. Við eigum því honum mjög mikið að þakka. Var næsta furðulegt, hve Andersen skólastjóri komst yfir að fræða okkur og sýna okkur margt þessa daga, bæði í Kaup- mannahöfn og víðs vegar um Sjá- land. Verða þau kynni, sem við hlut- um hjá honum af sögu og menningu Danmerkur, vissulega lengi minnis- stæð og mikils virði. Einn af~þessum dögum fyrsta þátt- ar vorum við í boði tveggja sterkra og merkra aðila í lífi borgarbúa og raunar þjóðarinnar allrar: Verzlunar bankans og Berlingske Tidende. Voru það einkar ánægjuleg kynni, sem við höfðum af þessum þjóðkunnu stofn- unum ,og er sú reynsla mikið frá sagnarefni. í öðrum þætti ferðarinnar dvöld- umst við flest fjóra daga, yfirleitt tvö eða þrjú saman, á einkaheimilum kennara á Fjóni og Jótlandi. Þetta voru að sjálfsögðu mjög ánægjulegir og fróðlegir dagar að dómi okkar allra. Þá fengum við að kynnast þess- um kennurum, gestgjöfum okkar, per- sónulega, og fjölskyldum þeirra og njóta margvíslegrar fyrirgreiðslu og vinsemdar. Allt stefndi þar að einu marki: Að kennararnir íslenzku skyldu njóta aUrar þeirrar gestrisni, sem unnt væri að veita, og jafnframt hljóta alla þá fræðslu, sem hægt var að láta í té á svo skömmum tíma, um heimabæ og nágrenni hans. Frá þess- um þætti eiga því allir ógleymanleg- ar minningar og óþrotlegt umræðu- efni. Þriðji þáttur ferðarinnar var átta daga dvöl í lýðháskólanum í Ry á Jótlandi. Gengum við þar inn í fjöl- mennt lýðháskólanámskeið, sem fólk á ýmsum aldri sótti, víðs vegar að úr Danmörku. Eru slík námskeið al- geng á vegum lýðháskólanna, ágæt- lega undirbúin, enda vel metin og fjölsótt. Námsdvöl okkar í Ry var einn allra reynslurikasti þáttur ferðarinn- ar, og bar þar margt til, þótt hér verði aðeins drepið á þrennt, sem mikilvægast var og mest skilur eftir, í fyrsta lagi: Við fengum að vera rúma viku í lýðháskóla sem reglu- legir nemendur og kynnast starfs- háttum hans, anda og markmiði — skóla, sem því miður hefur aldrei náð að festa rætur á íslandi. í öðru lagi: Við fengum að fara BJARNI M. GÍSLASON — mesti baráttumaSur íslendinga ( handritamálinu. 922 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.