Tíminn Sunnudagsblað - 30.10.1966, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 30.10.1966, Blaðsíða 9
æpandi, en héldu sig annars mest 1 Nórastofu. Knútur í Reyðardal stóð kyrr á miðju hlaði með fiðluna undir hendi. Hann Nóri var sennilega farinn að þreytast á spilamennskunni- Björn í Skor steig upp á þröskuld- inn og þrumaði: — Hér sjáið þið Skorar-kempuna! Þá var hrópað úr Sveinungsstofu: — Knútur! Hann Björn hefur stungið hann Nóra með hníf! Og nú kom stúlka hlaupandi frá Nórastofu. — Knútur í Reyðardal! Þú verður að koma! Þeir eru að drepa hann Gunnar á Hliðarlandi. Knútur brosti: — Ég get nú ekki verið bæði í Sveinungsstofu og Nórastofu samtím is. Hann fór á eftir stúlkunni. Hinir hlupu á eftir þeim yfir hlaðið. Brúðurin sat uppi á lofti og horfði út í bláinn. Hún heyrði, að gengið var hægt upp stigann, stuttum og jöfnum skrefum. Þetta var Sveinung- ur. Fótatak hans var alltaf svo fjör- laust. — Hér er ekki mönnum vært leng ur, sagði hann daufur í dálkinn. Þeir haga sér alveg eins og skepnur. Hún stóð upp og fór ofan með honum. — Nú getið þið étið og drukkið, meðan nokkuð er eftir, sagði hann við frammistöðumanninn niðri í and- dyrinu og gekk síðan út á hlaðið. — Æ, ég gleymdi axlaborðanum mínum, sagði Gunnhildur og brá sér inn aftur í stofuna. Hún gekk inn að rúminu. Nóri lá þar enn. Hún leysti snöggt hneppsl- urnar á hvíta undirpitsinu og lét það detta, steig síðan upp úr því og lagði það ofan á Nóra. — Sárasóttin, sagði hún aðeins. Nóri rétti henni það aftur og brosti dauft: — Ég er nú engin kerling, sagði hann. Sveinungur leit inn um hurðargátt- ina: — Neyttu nú tækifærisins meðan þeir eru í Nórastofu. Hesturinn bíður fyrir neðan barðið. Hún gekk út með honum. Þau óku út í vornóttina — yfir ísinn heim að Móum. Uppi í Nórastofu hélt slarkið áfram. Þar inni höfðu ráðizt á Gunn- ar Hlíðlending báðir bræður stúlk- unnar, sem hann hafði vanrækt og svikið. Þeir brugðu fótum fyrir hann og felldu hann í gólfið, og síðan spyrntu þeir í hann og spörkuðu með járnslegnum skónum, hvar sém við varð komið. Þeir, sem umhverfis stóðu, bættust í hópinn og réðust á Gunnar, börðu hann með hnúum og hnefum og spörkuðu og slitu stuttu leðursilana úr vaðmálsbuxunum hans. Engum þeirra varð orð á munni, en allir börðu hann og þjörmuðu að honum fyrir hið sama: Þeim varð öllum hugsað til hennar, sem ráfaði vitskert um túnið á Hlíðarlandi. Gömul, kengbogin kerling, með skeyttan reykpípustúf í munni, kom nú að. Hún var móðir bræðranna tveggja. Hún þreif í handlegg bjartleita bróðurins: — Farðu inn í klefann og hali- aðu þér út af, Brósi. Hann hélt áfram að sparka í Gunn- ar. Kerling steytti hnefann, og rödd hennar varð sem skrjáf í ryðguðu járni: — Farirðu ekki tafarlaust inn í klefa, skal ég hýða þig rækilega, með an nokkurt vandarefni finnst í skógi. Þá hætti pilturinn. Hún ýtti hon- um á undan sér inn í klefann og breiddi ofan á hann. En hann var svo ölvaður, að hann hrotu-sofandi á svipstundu, fenginn að komast und an vandarhöggum móður sinnar. En svarti bróðirinn vildi ekki linna látum. — Knútur i Reyðardal, æpti Gunn ar. Hvarvetna varð hljótt, er Knútur ruddist gegnum þvöguna. — Það er víst skemmtilegra að svíkja heldur en að skríkja, Gunn- ar, sagði Knútur. Nú sljákkaði í þeim æstustu. Sum- ir stundu. Gunnar sat grafkyrr á miðju gólfi. Knútur gekk fram hjá svarta bróðurnum, sem ekki vildi hætta, og brosti góðlátlega: — Já, það finnst okkur nú öllum. Gunnar stóð upp. Síðbrókin seig niður um hann, silalausan. Hann þreif eftir henni í mesta írafári, en náði ekki í hana og stóð nú nak- inn neðan beltis. Strákarnir skellihlógu og hæddust að Gunnari. Hann steig skref áfram, en flæktist í buxunum og steyptist á hausinn. Og hláturinn magnaðist um allan helming. Gunnar laumaðist út í myrkrið með buxurnar í hendinni. Á þröskuldin- um stóð Björn í Skor með tunnu- sponsið að vopni. Hann gekk rak- leitt til Gunnars: — Hver var það, sem sló? öskr- aði hann. Gunnar misskildi hann og benti í áttina til klefans, þar sem Brósi svaf. Björn smaug þangað inn eins og ormur, velti sér upp í rúmið ofan á piltinn og barði, reif og beit —'ánn- að eyrað tættist sundur og nefbrodd- urinn. Andlitið var eins og blóðugt kjötflykki, þegar Björn skreiddist aftur fram úr rúminu. En Brósi svaf. Þetta bar brátt að, og leið nokkur stund, þar til móðir bræðranna átt- aði sig á þessu. Þá hrópaði hún hátt og hryssingslega: — Knútur! Hann Björn hefur bit- / ið og klórað hann Brósa og stórslas- > að hann! Stúlkurnar hljóðuðu upp yfir sig. ■ Knútur gekk þangað inn. Hann 1 beygði sig undir súðina og fyllti nær allan klefann. Hann gekk fram hjá Birni, leit upp í rúmið og tók tunnu sponsið á rúmábreiðunni. Allt var kyrrt og hljótt í svip. Knútur gekk aftur fram hjá Birni. Munnur hans var dálitið undinn, og var sem háðs- bros væri að búa um sig inni fyrir. Hann settist á rúmstokkinn, dró upp slíðruhníf sinn og fór að tálga blóð- ið af tunnusponsinu. Loks leit hann upp á Björn og sagði með undrun í röddinni: —Ert það þú, sem kallar þig Skor arkempuna, Björn? — Hélt síðan áfram að tálga sponsið. Björn svaraði ekki. Hann dró djúpt andann eins og hefði hann steypzt í kalt vatn. Ungur piltur reik- aði umhverfis Björn og leit á hann: — Mér sýnist síga bjarnarrassinn, sagði hann. Enn svaraði Björn engu. Það var sem 'fjallið sjálft sæti þarna á rúm- stokknum andspænis honum — brjóstvit alls dalsins. Og hann brosti eins og væri allt þetta aðeins barna- leikur. Það var brjálsemi að byrja ófrið, þótt maður væri nú sjálfur harla sterkur. Knútur tók fiðluna. — Nú verðið þið að dansa úr ylclc- ur allan gustinn! Pörin þyrptust nú fram á gólfið, tvö og tvö saman. Knútur lék svo hratt og ærslaþrungið sem honum var frekast unnt. Hann vildi spila úr þeim allar deilur, illhug og erjur. Tveir menn tóku Nóra á Skeiði á milli sín og leiddu hann út í sleð- ann. Hnífstungan hafði hitt hann í kviðinn. Ungur piltur skreið upp í rúmið til Brósa, sem svaf enn, og hristi hann: — Heyrðu, heyrðu! Rístu upp, við ætluni til læknisins. Augun opnuðust sem snöggvast í blóðugu andlitinu: — Há? Er nokkur sjúkur? Svo sofnaði hann aftur. Þeir báru hann líka út í sleðann. Síðan var ek- ið af stað til Dælalæknisins. Gunnar Hlíðlendingur var þegar kominn út á ísinn. Hann var á heim- leið. Knútur Iék enn á fiðluna. Hann þreytti slagina, unz dansararnir sofn- uðu i rúmunum. Loks voru aðeins þrír ungir piltar eftir á gólfinu og virtust orðnir hálfruglaðir. Þá gerði hann hlé á leiknum. Einn piltanna gekk til Knúts, hellti brennivíni í krús og rétti honum . . . Það væri skolli gaman að lumbra á honum, sem enginn hefði unnið á til þessa. Ef þeir helltu í hann nægu brennivíni — og réðust á hann allii þrír? Framhald á 933. síðu. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 92!

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.