Tíminn Sunnudagsblað - 30.10.1966, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 30.10.1966, Blaðsíða 14
hanna yfir áttrætt. Til hinztu stund- ar var ást þeirra og umhyggja hvors fyrir öðru svo sem bjartast er yfir tilhugalífi æskufólks. III. Mest voru kynni mín af Kristjáni Jóhannessyni frá Laxamýri og mun nú frá honum sagt. Kristján Jóhannesson fæddist að Breiðumýri í Reykjadal 10. september 1827. Margir öldvegishöldar þing- eyskrar menningar voru honum næst um jafnaldra, fæddir skömmu fyrir 1830, og má þar á meðal nefna Jón á Gautlöndum og Einar í Nesi, • en allir urðu þeir honum miklu skamm- lífari. Ellefu ára gamall fluttist hann með foreldrum sínum að fcaxamýri og dvaldist þar með þeim um tuttugu ár. Hann kvæntíst heima í föður- , garði Þuríði Bjarnadóttur, en hún i var af þeim ættlegg, sem haldið hafði ■ Laxamýri á undan Jóhannesi. Þau l hjón áttu saman nokkur börn, en i aðeins tvö komust til fullorðins- ára, Hans, bóndi að Hóli i Kinn, og Anna, sem giftist séra Stefáni Jóns- syni á Þóroddsstað. Kristján dvaldist á Laxamýri fyrstu árin eftir kvónfang sitt, og þar voru börn hans, sem lifðu, bæði fædd. Ár- in 1859—1861 bjó hann á eignarjörð föður síns, Fellsseli í Kinn. Jóhann es gamli á Laxamýri missti Sigur- iaugu, konu sína, árið 1858, en kvæntist aftur Hildi Eiríksdóttur, aldr aðri ekkju, sem átti uppkomin börn. Þau fluttust að Fellsseli, en Jóhannes fékk sonum sínum jörðina Laxamýri. Ekki var það sambýli langt. Kristján fluttist að Núpum í Aðaldal og var þar bóndi og ferjumaður frá 1865— 1874. Honum búnaðist aldrei vel. Hann var drykkfelldur og mikill nautnamaður á flestan hátt, stórlátur maður og ekki aðsjáll. Séra Stefán Jónsson frá Mælifelli kvæntist Önnu, dóttur Kristjáns, ár- ið 1877, og hófu þau búskap að Þóroddsstað. Kristján var ráðsmað- ur hjá þeim, en séra Stefán varð úti veturinn 1888. Allur var sá búskapur örðugur, enda var séra Stefán enginn Ibúmaður. Bú hans varð þrotabú. Maddaman á Þóroddsstað var nú al- gerlega eignalaus. Hún hóf búskap með Kristjáni föður sínum, að Garðs- horni og bjó við mikla fátækt , í þrjú ár. Þá var geta þeirra til búskap- ar að þrotum komin. Maddama Anna fór með drengi sína í húsmennsku í Yztafell og var þar með þá fram yfir aldamót. Kristján var fyrst í húsmennsku í Garðshorni, síðan á Hóli hjá Hansi, syni sínum, en þeir áttu aldrei skap saman. Vorið 1902 kom Kristján í húsmennsku í Yzta- fell og var þar sjö ár. Kristján bar nafn afa sinna beggja. Hann hafði mesla líkamsburði þeirra bræðra, og var þeirra fríðastur og mest glæsimenni. Hann var uppalinn á mesta stórbýli héraðsins, sonur þeirra hjóna, sem auðugust voru og nutu mestrar virðingar. En það er annað gæfa en gervileiki. Haún var óhamingjusamur í hjónabandi. Stúlk an, sem hann unni, brást honum, að hans eigin sögn, og hann hvarf til Þuríðar vinnukonu í fásinninu og átti með henni fyrsta barnið fyrir hjónaband þeirrá. Eftir Þuríði er haft: „Einu sinni ætlaði ég mér engan Laxamýrarbræðra." Hjónaband þeirra var ástlaust. Þau misstu börn, sem Kristján minntist jafnan með trega á gamals aldri. Anna Kristjánsdóttir var mjög fríð kona og hugljúf. Hún giftist séra Stefáni Jónssyni, stórættuðu glæsi- menni, ástsælum dáðadreng. Hún varð prestmaddama, sem þá var mesta virðingarstaða í sveitinni. En maður hennar kunni ekki að búa, og ekki að lifa við erfitt bústrit harðinda- ára. Hann verður loks úti, deyr frá ungri konu og þremur drengjum í bernsku. Fátæktin er fylgikona Kristj táns, þessa stólrláta öifðingjasonar, alla ævi. Sjötíu og fimm ára að aldri kom hann á heimili foreldra minna, hár og þrekinn, mikilúðlegur og stór- látur, hversdagslega fáorður og fá- skiptinn. En hann átti sér of óbrigð- ulan vin, sem ef til vill var þó hans mesti bölvaldur. f fylgd með Bakkusi skapaði hann sér hlátraheim ævin- týranna. IV, Timburhúsið í Yztafelli var tíu ára gamalt, er Kristján kom þangað 1907. Á Ioftinu voru tvö svefnherbergi móti suðri, piltaloft að austan og stúlkna- herbergi að vestan. Við austurhlið á piltaiofti voru tvö rúm, og sváfu vinnumenn, sem jafnan voru tveir, ætíð í syðra rúminu, en Kristján í hinu nyrðra og hafði höfðalagið við norðurgafl. Þar sat hann daglega á rúmi sínu við lítið grænmálað borð með læstri skúffu. Hann var 82 ára, er hann fór, og samur, að því er virt- ist, öll árin, nokkuð stirður í gangi, og skrefstuttur, en óboginn, herða- breiður og þykkur undir hönd. Engin störf hafði Kristján fyrir búið, nema hann sá um aðgerðir á reipum og reiðingum. Góða stör varð að.fá í reiðingana. Þeir voru melja úr tunnusekk næst hestinum. Kristján stangaði með segl garni störina fasta í reiðingana með reiðingsnál, sem var um tíu senti- metra löng með breiðri fjöður. Klakkatorfur voru úr hálftunnupoka, og pokinn og störin stungin á sama hátt. Seglgarnsbönd, voru á milli klakkatorfanna og opið upp úr undir klyfberaboga. Þessir reiðingar voru látnir liggja undir fargi áður en þeir voru notaðir og helzt ekki lagðir á nema vel fergðir. Klyfberar voru þrí- gyrtir. Heimaofinn gjarðarborði var undir kviðinn, en ólar úr klyfbera beggja vegna festar við gjarðirnar með litlum hornhögldum eða járn- hringjum. Þessar ólar urðu jafnan að vera mjóar, og nefndust gagntök og móttök. Reipin voru þrenns kon- ar: Hrosshársreipi, kaðalreipi og ólar reipi. Ólarreipin voru jafnan lýsisbor in, svo vel að þau hvorki drykkju í sig vatn eða hörðnuðu í þurrki. Kristján hafði stamp með lýsisgrút, og þar grútaði hann reipin. Stundum vildu reipi slitna, og settu bindings- menn á þau rembihnút. Slíku reidd- ist Kristján, en leysti þá með tönn- unum. Við strákar undruðumst kraft hans að leysa hnútana, en Kristján sagði: „Það er af sem áður var, það var enginn sá helvitis rembihnútur, að ég gæti ekki leyst hann með kjajft- inum.“ Tennur hans voru enn heilar og sterkar. Þessi verk við reipin og reiðing- ana voru hið eina, sem Kristján vann fyrir búið. Ég hef lýst því að gamni mjnu, því að það snertir búgreinir og verknað, sem unga fólkið þekkir varia lengur. Kristján átti engar skepnur nema eina gráa hryssu, sæmilega viljuga og mjög þýða, mesta stólpagrip. Hún hafði einn slæman ókost: Hún hafði það til að vera rammstöð, þegar Kristján var á ferð og ætlaði að fara fram hjá bæjum, þar sem hann var vanur að hafa viðkomu. Hryssuna nefndi hann Kempu. •: Kristján heyjaði sjálfur handa Kempu sinni. Túnið i Yztafelli var þá enn ógirt að sunnan, en varið af kostgæfni dag og nótt á vorin og sumrin. Þá vörðust með því vallend- isblettir og mýrarsund. Þessir blettir voru snöggir en heygóðir, og varla nema baggi eða hestur í stað. Þetta voru kallaðar vallarsköfur, og fékk Kristján þær til heyskapar. Hann sló og rakaði, þurrkaði og setti í sátur. Þegar bindingsdagar voru á búinu, var sátum Kristjáns kippt heim að kveldi. Átti hann sérstakt heystæði fyrír sunnan og ofan bæinn. í það var verið að safna allt sumarið, og að hausti var honum hjálpað að tyrfa og hlaða vel að því. Hann átti tréhurð og gerði sér dyr á heyið. Kempa var jafnan tekin á hús með fyrstu hrossunum og höfð í sérstöku króarhorni. Kristján tók jafnan sjálf ur til heyið handa hrossi sínu, morg- ungjöf og kvöldgjöf, í tvo pokaskjatta og mokaði snjó frá heydyrum með sérstakri tréreku, sem hann átti. Hjín var með mjög stóru blaði og jám- brydd, og enga reku hef eg séð slíka. Jafnan átti Kristján nóg hey handa hrossi sínu og fyrir kom það, að hann miðlaði nokkrum böggum á vorin. Verk Kristjáns voru lítil önnur en nú var nefnt. Varla tók hann í 926 T I M I N N — SUNNUDAGSIÍLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.