Tíminn Sunnudagsblað - 30.10.1966, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 30.10.1966, Blaðsíða 7
— Nú skal ég svei mér hræða nýjm lækninn laglega! Síðan hleypti hann ofan á ísinn og stefndi yfir um. Ungur piltur sá til hans og hljóp þegar inn í Skeiðsnestihúsið. Nú skyldi hann svo sannarlega sýna Birni í Skor, að Sveinungsfolinn væri sprækastur allra í dalnum. Pilturinn var slompaður. Inni í stofunni héldu þeir áfram að bisa við Láka gamla. Hann var enn kaldur og stirður. — Við ökum yfir um með hann Láka, hrópaði einhver. Það var sá, sem verið hafði alveg frá sér af hræðslu. Síðan báru þeir Láka út í rúm- ábreiðu og lögðu hann í sleða. Sá hræddi stökk þegar upp í: — Maðurinn getur gefið upp önd- ina á minna en einni mínútu, svo að hver stundin væri dýrmæt, sagði hann. Annar stökk upp í: — Hann Björn í Skor er vís til að kála nýja lækninum, ef ekki er gengið á milli í tæka tíð! En engum þessara þriggja var fyllilega ljóst, hvað þeir eiginlega vildu og ætluðu sér. Ungi pilturinn keyrði hestinn. Björn væri sennilega þegar kominn langt ále'iðis. Hinir tveir sátu niðri í sleðanum hjá niðursetningnum og nudduðu hann í sífellu. Stúlkurnar sátu nú einar eftir í Nórastofu og störðu á tómt rúmið: — Var hann dauður, eða var hann ekki dauður? Einstaka kona dró manninn sinn með sér heimleiðis um nóttina. Þær höfðu orðið smeykar þegar fyrsta kvöldið. En Gunnhildur sat kyrr uppi við gluggann. Hún sá einstaka furu- blys berast hratt frá Nórastofu heim yfir hlaðið. — Meira brennivín! æpti einn, og fleiri tóku undir. Hún heyrði frammistöðumanninn þramma yfir í skemmuna. Og fiðlan hans Nóra tók nú að ymja með nýju strengjunum sínum. Gunnhildi varð stundum litið á brúðarpilsin. Það var víst aðeins Láki gamli, sem hafði fengið nóg gaman í kvöld. Henni var enn ekki fyllilega ljóst, hvað gerzt hefði.... II. Bjöm í Skor sló bylmingshögg með hnefanum í vegginn á læknissetrinu, svo að glumdi í timburþilinu. Hestur- inn stóð löðrandi sveittur og skjálf andi fyrir sleðanum. Gluggi var opn- aður uppi. — Nú kemurðu með mér, !ækn- ir, í hábölvuðum, hvínandi hvelli, var öskrað úti fyrir. — Maður hefur drukkið sig dauðan á Skeiði í kvöld! Glugginn var opnaður til hálfs. — Hefur meður drukkið sig til dauðs, segirðu? — Hann liggur stirðnaður og stif- ur, heyrirðu það. — Stirðnaður? — Stífur eins og trjádrumbur. — Ég vek ekki upp frá dauðum, Björn. — Opnaður dyrnar, læknir. Annars sparka ég upp hurðinni! Hann beið ekki með það, heldur setti hælinn á hurðina, svo að hún skall inn í ganginn. í stiganum stóð læknirinn ungi með kertaljós í hendi. f stiganum stóð læknirinn ungi með kertaljós í hendi. — Við erum ekkert smeykir við ytokur, burgeisana, skal ég segja þér. Meira en einn prestinn höfum við stungið hérna í dalnum. Björn barði í borðið og hreykti sér í herðum. — Nú kemurðu með mér, læknir! Læknirinn setti frá sér kertið, færði sig rólega í loðkápuna, gekk fram hjá stofunni og inn í skrifstofu sína og tók þar fram pappírsörk. — Mér liggur á, drundi í Birni — hann varð ekki nógu smeykur, lækn- irinn sá arni! Læknirinn las það, sem hann hafði hrip^að á blaðið: „Ég undirritaður, Björn Björns- son í Skor, skuldbind mig hér með til að greiða fyrir skoðun á niður- setningnum Láka gamla á Skeiði, er þangað kemur, í peningum 10 — tíu ríkisdali." Læknirinn lagði blaðið á borðið. Björn hikaði við og leit upp íhug- ulum augum . . . Skjal! . . . Því var hann ekki vanur. Hann var skolli snjall skrifari, ungi læknirinn! Þeir voru það ef til vill allir, þessir burgeis ar. Sjálfur gat hann aðeins skrifað nafnið sitt, væri haldið um hönd- ina á honum. Nú var eins og hann hefði misst fótanna. Hann settist niður. — Tíu dalir? Hann stafaði hægt orðin á blaðinu. — En — en það, er þetta ekki fjandi dýrt, læknir? Læknirinn brosti og rétti honum pennann. — Ég tek aldrei minna fyrir lík- skoðun. — En — ég meina, læknir, það væri harla drjúgt . . . sko . . .? Hann varð þá ekki reiður heldur, læknirinn sá arni! — Ég er tilbúinn, Bjöm. Björn tók ekki enn við pennan- um. Hann stafaði sig ofan eftir blað- inu. Þá heyrðist skyndilega sleðamarr fyrir utan. Fyrst heyrðist sleði rek- ast á hliðstólpann, en síðan kom hestur á harða spretti inn á hlaðið. Björn leit út. Ungur piltur kom slag- andi inn i ganginn og annar á eftir. Þeir báru eitthvað á milli sín. Björn sá, að það var líkið. Hann stóð u'pp og þreif pennann. — Heldurðu, að ég eigi ekki tíu dali? drundi í honv m. Hinir tveir steyplust inn í stof- una. — I-Iérna er hann Láki gamli! sagði pilturinn hátt. Þeir lögðu hann á gólfið. Sá hræddi stóð náfölur fyrir aftan þá. Læknirinn þreifaði á líkinu. Láki gamli var harðstirðnaður. — Hann er þá dauður, æpti piltur- inn. — Já, eins dauður og frekast er unnt. Þeir tóku Láka á milli sin og slöguðu út með' hann og veltu upp í sleðann. Síðan skröngluðust þeir út um læknishliðið með lík niðursetn- ingsins. Ungi pilturinn bölvaði sér upp á það, að þeir skyldu að minnsta kosti verða komnir heim að Skeiði á undan Birni í Skor. Björn steig einnig upp í sleða sinn. Nærri var runnið af honum. Hann var alveg hissa. Þetta var svei mér furðulegt. Það var nú meira stál ið þessum nýja Dalalækni! Bjöm fár aftur upp úr sleðanum og inn til læknisins: — Þú verður að bragða á þessu, læknir. Enn rumdi að visu í honum, en samt var beiðni í málrómnum. Hann dró flösku upp úr vasa sínum og rétti lækninum hana. Björn settist aftur í sleðann og ók út um hliðið. Niði'i á þjóðveginum nam hann staðar og sneri hestinum snöggt við. Hann varð að skreppa enn upp til læknisins. Hurðin var ekki læst, því að hann hafði sprengt skrána. Hann skrölti upp stigann og inn í svefnherbergi læknisins og settist á rúmstokkinn: — Þú verður að bragða meira, læknir, sagði hann grátklökkur og tók um hálsinn á honum. Og læknirinn settist upp og saup aftur á flöskunni. — Hef ég verið nokkuð skömm- óttur við þig? sagði hann auðmjúkur. — Efcki minnist ég þess, var svarið. Síðan ók Björn enn út um hliðið og ofan á ísinn. Og nú keyrði hann hestinn eins hart og hann gat farið á eftir líksleðanum. En það var eitthvað', sem hann gat ekki áttað sig á við lækninn þann arna, og hann gat ekki látið vera að hugsa um það. Hann vissi ekki, livað það var. En það var eins og hann hefði rifið sig á þyrnum. Skrít- ið þetta, að læknirinn varð ekkert smeykur. Og ekki heldur reiður. III. Komið var sunnudagskvöld. Veizlu- gestirnir á Skeiði voru. teknir að rísa upp frá borðum. T f M I N N — SUNNUDAÍISBLAÐ 919

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.