Tíminn Sunnudagsblað - 30.10.1966, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 30.10.1966, Blaðsíða 5
Aldarfarslysing frá Setisda! í Noregi um miðja nítjándu öld hana. |>eir þyrptust utan um hana, hvar sem hún kom. Hún var snör í spoyi, og stuttstíg, rnatur hehnar martur og bli| í augum hennar, ||hs og sólargeisli á vorgljáandi birki láufi. Þá gátii augnalokin, sem voru lilítið of þykk, þrútíiað af eintóm- Um hlátri. í dag voru augu hennar dimm og þung og hláturinn hljóðnaður. Og hún áttaði sig ekki fyllilega á því, sem fram fór, því að á morgun átti hún að giftast Sveinunga á Skeiði, sem hún vildi ekki eiga. Úti var vor í lofti, sólgljá á snæ, og furuskógurinn rétt aðeins bærð- ist, dimmur og svipþungur. Meðfram landi var vatn á ísnum, og græn tæna, þar sem þiðnað hafði og losn- að frá landi, en utar lá snjórinn enn alhvítur með' einstaka grænum blett um hingað og þangað. Snjóflóð féllu niður í dalinn öðru hverju. Uppi í ufsunum fyrir sunnan Skeið losn- aði fannferj'an og dyngjan hrapaði með dunum og dynkjum, skóf niður á kletta og klappir og nam að lok um staðar í túnjaðrinum. Veizlugestir stóðu úti á túni og hlaði. Búizt var við kaupstaðar- æki á ísnum um kvöídið. Nóri á Skeiði með mjúku varirnar og þunnu var kominn út á túnið og horfði yfir að Móum. Hann bjóst við að fá fiðlu- strengi með kaupstaðarækinu. Hann dró snöggklipptan hnakkann ofan undir uppbrettan treyjukragann. Hann var fölur í andliti, og hann leit ekkl upp í loftsgluggann. Nóri á Skeiði var sá, sem Gunn- hildur vildi eiga. Hann hafði komið til hennar í fyrrahaust, og það var í fyrsta sinn, að nokkur piltur hafði komið til hennar að næturlagi. Hann hafði fleytt sér yfir fjörðinn á tveim timburstokkum og róið með skóflu. Hann hafði ekki sagt neitt. Hann hafði fyllt síðbuxur sínar af næpum og bundið sokkabönd sín utan um þær um hnéð til þess að missa þær ekki. Hann hafði gefið henni næpur og verið kátur og hress, eins og hann væri bara að fara þetta að gamni sínu um nóttina með næp- ur handa Kverri stelpu í Móasókn. En Gunnhildur skildi hann vel. Hann hafði ekki hætt lífi sinu að gamni sínu eingöngu. Vatnið hafði runnið úr fötum hans. Þess höfðu foreldr- ar hennar orðið varir um morgun- inn, og er Gunnhildur þóttist ekk- ert vita, skildist þeim, hvernig í öllu lá. Og þá fóru þau að ýta undir Sveinung á Skeiði, þótt hann væri aðeins seytján ára. En hann var miklu ríkari. Og nú átti Nóri að þreyta fiðlu- slaginn í brúðkaupi Ghlnnniidar. Nú var tveim sleðum ekið fram á isinn hinu megih. Þar kpip kaupstað- afvarniitginn. tíéítá'niir hikuðu við að léggja út í auða vatnslæn- una inni við land, en voru knúðir áfram, og nú komu þeir á harða spretti yfir ísinn. Síðan bættust við sleðar úr ýmsum áttum og óku hrað- ifari á eiftir kaupstaðarförunum tveimur. Þeir kappóku og fóru hver fram úr öðrum. Graðhestarnir hneggjuðu hátt. Þeir hentust áfram á stökki og náðu þeim, sem á undan fóru, en fóru aldrei fram úr kaup- staðarsleðunum. Þar var líka brúð- kaupsbrennivínið á ferðinni. Gangandi fólk kom einnig fram á ísinn og stefndi yfir um. Öllum var kunnugt, að brennivinskútarnir voru undir háfermi sleðanna. Sagt var, að Skeiðshjónin hefðu pantað tvær brennivínstunnur. Og heima fyrir höfðu verið bruggaðar sex öltunnur. Liðnir voru nú fullir tveir mánuðir frá jólum, er dalbúar fengu sopann síðast. Það var oft langt á milli, að þeir fengju bragðið, og þeim mun þyrstari voru þeir. Göngufólkið kom í langri röð eftir mjóum troðningnum á ísnum. Flest voru þetta ungmenni, grábrúnir vað- málspiltar í skrautsaumuðum, leður- botnuðum síðbuxum. Þeir gengu með hendur á brjósti, stungu þeim undir brjóstspeldi buxnanna, sem náði alveg upp í háls, og innan und- ir þvi hékk slíðurhnífurinn, falinn í skrautlegu slíðri. Olnbogarnir féllu inn að síðunum og hlýjuðu beran skyrtubolinn, þar sem stutttreyjan náði ekki að skýla, en hún náði rétt aðeins ofan í armkrikann. En að aftan náði hár, stinnur kraginn upp á hnakka. Á höfði báru þeir háa vaðmálshatta með dálitlu barði, og var oftast silfurfestum margvafið ut an um hattkollinn. Þarna komu einnig ungar stúlk- ur í stuttu svörtu vaðmálspilsi utan ýfjr því hvita, bééði með djúpum fell- illgum að framan, sem vðgguðust ðífis og smábylgjur um ber hnén. ttér voru í skrautsaumuðum klæðis- treyjum, og á hofði báru þær stór- an og glæsilegan silkiklút, sem hreykti sér hátt yfir enninu í borða- lykkjuhnýti. Yfir vinstri ðxl hékk röndótt breiðbelti, og mættust end- arnir að framanverðu neðan við brjóst og var þar haldið saman fast að pilsinu. Þær gengu hratt, þvi , að þeim varð kalt á ísnum — þær voru berar undir pilsunum. Gunnhildur stóð og horfði á Nóra og hlustaði á snjóflóðin, sem hvert á eftir öðru hrnndu ofan úr ufsum, flæddu í hendingskasti ofan undir tún og gáfust þar upp að lokum. — Heyrirðu snjóflóðin, manjma? Þau ná víst ekki hingað, sagði hún. — Sennilega ekki, svaraði móðir- in og hló við. Annars tækju þau bæinn þinn. Gunnhildur settist við gluggann og horfði á göngufólkið á ísnum í sömu áttina og Nóri: Silfurhnapp- ar, silfurfestar, silfurspennur á skóm og sokkaböndum, brjóstnælur, rósa- saumur. Komið var sólarlag, og kvöld | sólin blikaði og roðaði allt þetta i þarna á ísnum. Og nú féll frostblátt 1 rökkrið yfir ís og hlíðar. ! — Hvers vegna á ég að giftast hon- i um Sveinungi, mamma? sagði Gunn- hildur. — Hvers vegna ættirðu ekki að eiga hann? — Ég má ekki til þess hugsa, víst aldrei á ævinni. Hún virtist svo fávís og utan við sig, er hún sagði þetta. — Þetta batnar eflaust allt með tímanum, sagði móðir hennar. Gunnhildur hrökk við. Niðursetn- ingurinn á Skeiði, Láki gamli hálf- viti, reif upp hurðina og stundi og T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 917

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.