Tíminn Sunnudagsblað - 11.12.1966, Blaðsíða 1
V. ÁR. 45. TBL. SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1966
SUNNUDAGSBLAÐ
* II r X; * í * *': •••■:
BreiSdalsvík er minnsti kaupstaðurinn á Austf jörðum, þó að upp af víkinni gangi lengsti og breið-
asti dalurinn ,sem inn í landið skerst frá Austf jörðum. Þar hófst ekki verzlun fyrr en í lok síð-
ustu aldar og raunar varð hún ekki föst í sessi á Breiðdalsvík fyrr en á síðustu áratugum, svo að
þess er ekki að vænta, að þar hafi risið upp fjölmennt byggðarlag. En nú eru uppgangstímar um
alla Austfirði, og síldarskip við hverja bryggju að kalla. Og þó að önnur byggðarlög njóti fremur
síldargróðans en Breiðdalsvík. er þar einnig reynt að láta hann ekki fara með öllu hjá. Því miður
er myndin ekki alveg ný. Hún sýnir Breiðdalsvík, eins og þar var umhorfs fyrir nokkrum árum.
Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson.
Árni í Botni, kvæði — 1053
Horft til horfinna kynslóða — 1060
EFNI 1 Kveðjudrápa, flutt Valdimar Sveinbjörnssyni — 1064
Hettumávur — landnemi á tuttugustu öld — 1065
Atómöld í úlfakreppu — 1066
BLAÐINU Spjallað við Albert í Gróttu Vorleysing á Barðaströnd — 1068 — 1073
Augu — þýdd smásaga — 1075