Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 11.12.1966, Qupperneq 6

Tíminn Sunnudagsblað - 11.12.1966, Qupperneq 6
kviknuðu af hæfileikum þeirra og djúpri þrá eftir því að geta lagt við þá rækt. Ég leyfi mér að tilfæra hér þrjár vísur, er lýsa hinni þrotlausu innri togstreitu, sem þessir menn áttu við að búa: Því eitt eru draumar og útþrá og sýnir og annað skyldur og stönf — og fátækir heimahagar þínir hrópuðu í knýjandi þörf. Sem góður sonur þú sinntir því katli og svar þitt var iðja þín. Og búverkin heima við hús og á fjalii þig heimtuðu allan til sín- En samt var sem ailtaf þér brynni í blóði þín bernska og knýði á dyr, svo andvökuþreytan í logandi Ijóði fékk )íf, eins og aldrei fyrr. Orðið andvökuþreyta leiðir hug- ann að stórskáldinu og bóndanum Stephani G. Stephanssyni og And- vökum hans. Þeir menn, sem hefja sig til flugs yfir amstur daganna, sorgir, stríð, og sjúkdóma og „móta hið dýra feðra gull,“ eru ekki aðeins gæddir skáld- skaparhæfileikum heldur hafa þeir til að bera vilja, seiglu og ósér- hlífni, sem varla verður öðrum skilj- anlegt en þeim, sem likt hafa reynt. Enginn skyldi ætla, að alþýðufólk njóti uppörvunar og stuðnings til listsköpunar, fyrr en það hefur ótví- rætt sýnf, að það býr yfir miklu afli til slíkra hluta, og varla þá held- ur, ef brýnni þörf þykir fyrir það til hversdagslegri starfa. En sé þessu fólki gefin náðargáfa eigingirninnar, fer það sínu fram í þrássi við mann- legar skyldur. Þeim er þá komið á aðra. í sambandi við listhneigt fólk ætt- ar minnar get ég að síðustu þeirra systkina, Halldórs og Helgu frá Lax- nesi í Mosfellssveit. Hann Nóbels- skáld, hún gædd tónlistarhæfileikum og búin menntun á sínu sviði, en hlédræg og lengi skyldum bundin við heimili sitt og umönnun móður sinn- ar á efri árum hennar. Móðir mín, þá ung stúlka í Reykja- vík, aðstoðaði við undirbúning og gekk um beina í skírnarveizlu Hall- dórs. Mikill fögnuður var yfir einka syninum. Var hann alla tíð í miklu eftirlæti og fór í flestu sínu fram. Hann var friður drengur, skýr og ekemmtilegur, hefur móðir mfn -sagt mér, að foreldrar okkar Halldór* bjuggu í sama húsi við Laugaveginn. Var það löngu áður en ég slysaðist lnn í vemldina. IfaHdór bjó við svo mikið sjálfræði i bernsku, að hann mun hafa skort þá ögun, er til þunfti að ljúka námi við menntaskólann í Reykjavík. Um námshæfileika hans er ekki leyfilegt að efast. í frávikum frá náminu skrifaðí hann fyrstu skáldsögu sína, Börn náttúrunnar. Þótti mér mikið til um þá sögu, þegar ég var krakki. Hún var svo rómantísk og langt fjarri því lífi og fólki, sem ég þekkti í sveit- um. Hugsa sér aðalpersónuna, Huldu, uppeldi hennar eða uppeldis- og aga- leysi, hennar, heimilisauð og þægindi og ríka Ameríkumanninn, sem sner- ist til dýrkunar á móður jörð og þeirri stefnu að neyta brauðst síns í sveita síns andlitis. Slíkt fólk, slíkar ástir og stefnusveifíur óðu ekki uppi í kringum mig norður í Öxanfirði. Frásagnir móður minnar um Iista- fólk, hagleiksmenn og embættis- menn, auk þeirra, sem ólærðir lögðu stund á margt, sem þjóðfélaginu var mikils virði, svo sem lækningar og líknarstönf — þessar frásagnir um ætt okkar leiddu huga minn að þeim grúa, sem átti sér hæfileika og drauma, en féfek aldrei notið sín, sak- ár óblíðra ævikjara eða sfeorts á stefnufestu og sjálfshörku. Þessir þegnar þagnarinhar hverfa í skuggá skrautblómanna, sem breiða út krón- ur sínar og skína við sól. Svo er hinn smágervi gróður, sem eftir er tekið, en aldrei nær að fullu þeim þroska, er hæfileikar standa til, og valda þar mestu ytri aðstæður. IV- Borgfirzkir gestir. Heimili fósturforeldra minna fyrir norðan var í þjóðbraut og við ferju- stað. Þar var þvj gestkvæmt mjiig óg þingeyskum gestum fylgir mikið skraf og glaðværð, og oft farið með skáldskap, talað um bókmenntir og stjórnmál — og náungann. Allt frétt- ist, fátl er látið liggja í þagnargildi og „hent að mörgu gaman.“ Þingeyskir ættingjar, vinir og kunn ingjar og kunningjar þéirra, heim- sóttu okkur hvenær sem leið þeirra lá til Reykjavíkur, og þeir höfðu þangað margt að sækja: Atvinnu, nám, lækningar, erindrekstur ýmiss konar og upplyftingu. Þingeyingar voru alls staðar eins og heima hjá sér og alltaf í essinu sínu. En eftir að heimili okkar fluttist til Reykjavíkur, komu Borgfirðing- ar til sögunnar. Heldur voru þeir hægari i fasi en Þingeyingar, en glað- ir samt, létu fjúka í kviðlingum og vom sagnamenn góðir, en sumir ágæt ir, minnugir á gamlan fróðleik, ætt- ræknir og áttbagabundnir, þó að at- vikin hefðu hagað því svo til, að þeir höfðu flutzt að heima, sótt hing að lærdóm eða vinnu — setzt síðan að hér. Magnús móðurbróðir minn var steinsmiður og hlaut því að búa þar, sem atvinnuskilyrði voru bezt. Móðir mín lærði sauma, bæði karl- mannafatasaum og léreftasaum, og vann hér ung og fram eftir búskap- arárum að saumum og kennslu i saum. Guðríður var rjómabústýra, en settist hér að búi með manni sinum, sem var umsvifamaður, nokkuð breyt- ingagjarn. Blómaskeið þeirra hjór.a var, er þau bjuggu á Undralandi við Reykjavík með fallegu börnin sín, þar var tvilyft steinhús, aUstórt og slétt tún, og þar átti Eyjólfur hæg- ast með að sinna um hesta sína, en hann var hestamaður góður Þannig lágu ýmis atvik til þess, að Borgfirðingar fluttust frá sínum ógleymanlegu átthögum til hins hrað- vaxandi bæjar, borgar í reifum við sundin blá. Þegar ég var barn fyrir norðan, hlýddi ég oft á frásagnir mömmu unt skyldfólk sitt og vini syðra og heyrði hana rekja mmningar sínar frá Horni 1 SkorradaL Á unglingsárum hennar fluttust foreldrar hennar að Ytri- Skeljabrekku í Andakíl. Hún talaði um Teita og Símona og Tótu á Bám stöðum, fólkið á þeim bæ og Grím- arsstöðum var henni mjög kært. Ekki man ég lengur nöfn þeirra Borgfirðinga, er komu sjaldan eða kannski bara einu sinni eða tvisvar til okkar, en utan míns allra nán- asta skyldfólks, sem hafði mikil samskipti við heimilið, man ég eiima bezt eftir frænkum og fornvinum mönnum, sem endurnýjuðu kynni sín við hana, er hún var endurheimt að norðan. Margréti Bjömsdóttur nefni ég fyrsta, hún var í mörg ár nágrannj okkar, og mikill samgangur milli 'heim ilanna. Hún var frá Akranesi, en ein af niðjum Teits vefara og þvi skyld okkur mömmu. Maður hennar, Guð- mundur, var Húnvetningur. Bæði voru þau hjón einkar aðiaðandi, glöð og þýð í viðmóti. Synir þeirra voru Björn, eigandi verzlunarinnar Brynju í Reykjavík, og Brynjólfur, sem dó á unglingsaldri, ágætlega gefinn | alla staði, efnilegur íþróttamaður. Hann kom oft heim, því að mamma las með honum dönsku. Skyndilegt fráfall hans varð öllum, sem hann þekktu, mikið harmsefni. Þá nefni ég systurnar, Kristínu og Jónínu Erlendsdætur, Magn-ússonar frá Neðra-Hreppi. Jónjna kom miklu oftar en systir hennar, og að því skapi kynntist ég henni betur. Mér fannst Jónína alltaf prúðbúin. Hún var fríðleiks- og gerðarkona í sjón, frjálsleg og létt í viðmóti, enda þótt hún hefði reynt margt um dagana. Dreng hafði hún misst ungan og tregaði mikið. Iiún var kona Eggerts Brandssonar fisksala. Þeirra börn voru þrjú, Ásta Stefánsdóttir, stjúp- dóttir, Eggerts, en hin systkinin heita Fjóla og Leó. Öll eru þessi systkini búsett í Reykjavík og gegna störfum í apinbrri þjónlustu. Auk banka- starfs hefur Ásta kennt írönsku. Þá tilneM ég hér eina af þeim borgfirzku konum, sem sjaldnar komu og ég kynntist því minna, Sigriði frá 1062 tlMINN - SUNNUDAG8BLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.