Tíminn Sunnudagsblað - 11.12.1966, Side 8
< <■!< »‘< I' «'■<-''< < < ! « «•< <'• <■<•'< < <• •< t X t .< <- • <■ l ♦. < •< < ..« . ,< ,< > t.< v,< <..< *, t < < <
Sigurður Þórarinsson:
Va/c/í'm aria
Þá tel ég stunda iðju ærið ljóta,
sem eru stöðugt smjörfjallinu að blóta.
Um hagfræðingarökin þeir hirða ekki par,
er horfðu á Smjörfjöll ungir, sem ég og Valdimar.
En um hann óður minn skal fjaSla,
um þann mann, afreksmanninn snjalla,
um þann mann.
Hann gerðist snemma sinnar sveitar prýði
svo sögur af því munu enn við lýði,
og Vopnfirðingar allir báru elskn til þess manns
enda var víst obbinn af þeim alsystkini hans.
Víst er: Þar var að allra dómi
Valdimar Vopnafjarðar sómi, C
Valdimar
Með ambisjón, sem ekki tjáði að stoppa,
til útlandsins hann fór að temja kroppa,
og síðan gerðist iðjan sú aðalstarf vors manns,
og einkutn hafa menntskælingar notið krafta hans.
Margan hann meyran gerði skrokkinn,
margur mann varð þar svitastokkinn,
margur mann.
í útlöndum við íþrótt hafði hann dunað,
sem okkar skóli síðan hefur stundað
og haft af skemmtan marga og helzt, er það bar við
hvert ár, að börðust nemendur við kennaranna lið.
Handbolta hylling viljum bringa.
Handbolti er íþrótt menntskælinga,
handbolti.
ÖIl afrek mannsins unnt er vart að telja
úr ypparlega mörgu þar að velja,
en fimmtubekkjarferðir oss eru hugstæðar.
Þar oft hann fer á kostum, sá góði Valdimar.
Gerzt þá gat gott margt ævintýri,
er hann sat undir Grána stýri,
er hann sat.
Ég man það enn, þótt minni taki að skeika,
að maðurinn fór á ólympíuleika,
og hörð og tvísýn keppni var háð mörg suður þar,
og heim kom margur sleginn, en ekki Valdimar.
Sagt var mér sigur væri alger.
Hraustur ver hljóp hvern kappa af sér.
Hraustur ver.
Að ýmsra dómi er ypparlegust gjörðin,
er ók hann fyrstur bil í Vopnafjörðinn.
í þoku er ósköp auðvelt að álpast burt frá leið,
en okkar klári maður hann villtist þá á leið,
sem að enn eina telja færa
ökumenn oní fjörðinn kæra,
ökumenn.
Já, satt er það, að margs er kært að minnast
og mikil gæfa Valdimar að kynnast,
og víst var okkur öllum svo vel til þessa manns,
að Valdimar við líka nefndum eftirmanninn hans.
Annað nafn — ekki er því að leyna —
annað nafn kom ei þar til greina,
annað nafn.
Nú lem ég botn í bragarsmíð að vanda
og bið svo alla með mér upp að standa
og hrópa ferfalt húrra fyrir honum Valdimar,
því heiðurskempur slíkar þær munu sjaldgæfar.
Lifi hann! Lífsins taki gríni.
Lifi hann — með lögg af brennivíni.
Lifi hann!
Valdimar Svelnbjörnsson, flmleikakennari mennfaskólans við Lækjar-
götu, lét af störfum fyrir aldurs sakir á þessu ári. Nú fyrlr skömmu
kvöddu menntaskólakennarar hann með hófi miklu og góðu og þökkuðu
honum samstarfið. Orti Slgurður jarðfræðingur Þórarinsson drápu elna,
sem sungin var i hófinu, og hefur svo samizt, að Sunnudagsblaðið blrtl
skemmtlkvæði þetta.
1064
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ