Tíminn Sunnudagsblað - 11.12.1966, Side 14
og hennar maður yrðu að flytja bú-
ferlum svona fyrirvaralaust og and-
mælti því eitthvað við hann. Ég
sagði, að ég skyldi dvelja í eyjunni
yfir veturinn, sem er hættulegasti
tíminn, og vera systur minni og henn
ar manni til aðstoðar, unz þeim tæk-
izt að útvega sér annað húsnæði. Það
var ekki svo hægt fyrir fjölskyldu
að hlaupa upp alt í einu. Og þetta
varð að samkomulagi hjá okkur. Nú,
svo er ég hér í skammdeginu. Ég
kom hingað i nóvember þrjátíu og
eitt. Gamli vitinn var þá mjög óör-
uggur. Það var gasviti með gömlum
Iampa, eða að minnsta kosti mjög
slitnum, og drap yfirleitt á sér, þeg-
ar komin voru sjö til átta vindstig.
Enda var sjórinn búinn að grafa svo
í kringum hann, að hann stóð eig-
inlega ofan á sandbing, og hann
hristi jafnvel af sér íogann, því
hann titraði svo í roki. Þá varð mað-
ur að standa tilbúinn með eldspýtu-
stokkinn til þess að kveikja, og það
gat komið fyrir, að stormurinn æddi
svo lengi, að maður varð að standa
frá því klukkan fjögur að deginum
þangað til klukkan tíu að morgni
Ég man sérstaklega eftir einni
törn, sem ég fékk þannig. Það var,
þegar Pourqoi Pas fórst. Það var
óskaplegt veður. Þá stóð ég við lamp
ann og ætlaði heim eftir miðnætti.
En þegar óg opna hurðina á varð-
klefanum, flæddi sjórinn inn, og ég
stóð í hné í hvelli. Ég lokaði hurð-
inni og fór aftur upp í ljósker. Ég
lagði svo ekki af stað heim, fyrr en
fór að falla út. Vegna sjávarins hefði
ég komist fyrr heim, en það slokkn-
aði svo ört á vitanum, og svo voru
tveir enskir togarar, sem héldu sig
hérna við vitann og létu reka. Þeir
stefndu á Ijósið og voru stundum al-
veg komnir undir kletta, því sjórok-
ið var svo mikið, að það var fleiri
metra vfir eyjuna-
— Hvenær var gamli vitinn reist-
ur?
| — Það var kveikt á honum átján
| hundruð níutíu og sjö. Hano var
byggður ofan á gamla vörðu, sem
sjómenn notuðu sem mið úti á Svið-
inu. Hann var átta metra hár.
— Hvenær rís þessi viti?
— Það er ekki, fyrr en fjörutíu og
sjö, og þá var ég að tína saman
pjönkur mínar og fara héðan. Ég
var orðinn alveg uppgefinn á hin-
um. Ég var búinn að vera með lampa,
sem verksmiðjan hafði ábyrgzt i
fimm ár, og átti svo að senda henni
hann, því enginn mátti snerta á hon-
um nema Svíar. Þáverandi vitaverk-
fræðingur þverskalaðist að senda
lampann út og sagði, að bezt væri
að láta lampann ganga sér til húð-
ar og hann réði. Við ientum í hári
saman út af þessum lampa, en hann
var stóri kali og lét lampann ganga,
' þangað til ég sprakk á þessu og tók
mér vökumann. Ég gat að sjálflsögðu
ekki vakað nótt eftir nótt og unnið
á daginn í sjógarðabyggingunni. Þeg
ar ég kem svo með reikning til vita-
málastjóra, segir hann, að hann
skuli greiða þennan reikning, en
muni aldrei gera það aftur. Ég hét
því á móti, að ég skyldi aldrei fram-
ar vaka fimm nætur í röð, og ég
bætti við, að enginn gæti haldið lamp
anum lifandi nema þá heizt ég. Þá
kom vitaverkfræðingurinn og reyndi
lampann, en hann gat ekki kveikt
á honum. Hann var ekki einu sinni
kominn inn á túnið hérna, þegar
dautt var á vitanum, og þó var blíðu-
veður. Þá tók ég til vitnis eftirlits-
mann vitanna, sem nú er. Jú, jú,
hann sá, að vitinn var dauður.
En þegar þessi heiðursverkfræðing
ur er kominn niður á skrifstofur vita
málastjóra, segir hann, að lampinn
sé í ágætu lagi, það logi á honum, og
sé eitthvað athugavert, þá sé það við
mig. Þetta var afleit skýrsla að fá
á bakið á sér og vita það ekki, fyrr
en mörgum árum seinna.
Nema, — svo kom Axel heitinn
Sveinsson, sem síðar varð vitamála-
stjóri, og hann tjasiaði við lampann,
svo ég hékk við þetta til vorsins. En
svo fór ég að tína mig saman og
reyna að losna við þetta allt, en þá
kemur alf í einu hópur vitahygg-
ingarmanna með verkfæri.
— Og það er f jörutdu og sjö?
— Já, og ég er dálítið montinn af
því, að ég valdi þessum vita stað.
Þessi verkfræðingur, sem ég
hef minnzt á, hann sagði:
Að sjálfsögðu reisum við vit-
ann á sama stað. Fyrir ut-
an sjógarðinn og út í sjó. En vita-
málastjórinn, Axel, hann var þarna
viðstaddur. „Bfvað segir þú um það,
Albert,“ segir hann. „Mér finnst það
fjarstæða alra hluta vegna,“ segi ég,
og taldi svo upp ókostina. Meðal
annars þyrfti að gera nýjan veg yf-
ir túnið fyrir þungaflutning, og sá
vegur mundi verða dýr, þvi túnið væri
meyrt að neðanverðunni. Þá yrði
einnig þörf á að steypa Óhemju mann
virki í kringum vitann til varnar sjó-
gangi. En það væri til annar staður
á eyjunni, og það væri norðvestur
af húsinu. Þar væri hálfur annar
metri niður á fasta klöpp, en þrjár
mannhæðir á gamla staðnum, og þar
fyrir utan væri svo há, föst klöpp,
að sjórinn ynni ekkert á um ófyrir-
sjáanlega tíma. Þar teldi ég vitann
ömggan.
Svo göngum við þangað.
„Hvar eigum við að setja miðpunkt
inn,“ segir Axel heitinn, og dregur
upp hæl, sem hafði verið notaður við
signalstöngina til að festa flagglín-
una.
„Og hérna,“ svara ég, og þá stakk
hann hælnum niður í smáþúfu og
miðpunkturinn var gefinn.
Af þessu varð ég svolítið montinn,
því ég hef ekki hitt einn einasta
mann, sem telur, að vitinn sé ekki
á góðum stað eða bezta stað.
Albert snýtir sér í rauðan klút.
— Nú-nú, síðan hef ég ekki þurft
að vaka eina nótt yfir vitanum, sök-
um ljósaútbúnaðar, en ég hef þurft að
vaka eina jólanótt, vegna þess að
snjóaði og klessti á rúðurnar. Það
getur altaf komið fyrir, að slyddu-
bylur á suðvestan loki fyrir mikið
af ljóshringnum á útsíðuna, og þá
er vitinn jafnvel verri en dauður.
Þessa jólanótt gekk hann á með
éljum, og þetta var andskoti þreyt-
andi. Ég þaut upp í vitann og skóf
af ljóshjálminum eða rúðunum, en
þegar ég er nýkominn niður aftur
skellur á annað él og klessti jafn-
harðan á rúðurnar. Um miðnættið
er mér ljóst, að svona muni þetta
ganga jafnlengi og veðrið breytist
ekkert, og þá fór ég inn og skipti
um föt. Fór úr sparifötunum. Ég
var að setjast við að borða, þegar
ég fór út í fynsta skipti, og hafði
af gömlum vana farið í sparifötin og
ætlaði að halda jólamáltíð eins og í
gamla daga, þegar fleiri voru saman
komnir.
Eii þetta er eina jólanóttin, sem
ég hef orðið að vaka yfir vitanum.
— Annars verð ég aMtaf að fylgjast
með veðurlaginu.
— Eru þetta ekki örugg tæki, nýju
vitarnir?
— Jú, þeir eru það, en — þegar
peran springur, þá er kveikt í
skyndi á gaslampa, sem ex I vitan-
um tl vara, og þegar armurinn fellur
yifir, peran fer tl hliðar og glóðar-
netið kemur upp, þá kemur stund-
um fyrir ,að glóðametið falli af og
gasið streymi út. Þá getur vitinn
einungig sótað og er líka verri en
dauður. Þetta hefur komið fyrir, að
því er mig minnir, þriSvar sinnum,
síðan fjörutíu og sjö.
— Hvað er vitinn hár?
— Mér hefur hann mælzt tuttugu
og fimm metrar í ljóshæð, en á
skýnslum vitamálastjórnar er hann
talinn átján metrar, að ég held. Þetta
er víst annar stærsti viti á landinu.
Garðskagavitinn er hærri.
— Er þetta ekki töluverð leið upp
að hlaupa?
Jæja, mér hefur kannski þótt það
í fyrsta skipti, en svo venst maður
því fljótlega. Nú, að fara beint nið-
ur, þá lætur maður sig bara fljúga,
rétt lætur hælana snerta þrepin og
þeytist þetta á ofsahraða. Mér þótti
þetta sérsaMega gaman, þegar ég
var á leðurstígvélum með trébotn-
um, að fara hratt niður og láta hæl-
ana rétt snerta tröppurnar, þvi þá
var hávaðinn svo mikill, sökum berg-
máls í vitanum, að allt virtist ætla
að hrynja.
— Og þú hefur verið hér í. .
1070
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ