Tíminn Sunnudagsblað - 11.12.1966, Side 15
— í þrjátíu og fjögur ár. Það er
jafn lengi og faðir minn var hérna
við gamla vitann.
— Þetta gengur í ættir að vera
vitavörður.
— Ætli mín ætt hverfi ekki bráð-
um úr Gróttu.
— En vitinn?
— Hann getur orðið hérna næstu
fjögur til fimm hundruð ár, því —
þó einhver íslenzkur ameríkani segði
fyrir nokkrum árum, að vitar væru
forngripir og ekkerf við þá að gera
lengur, þá hefur samt reynzt svo, að
þeir hafa enn þann dag í dag komið
að gagni, þrátt fyrír ratsjána.
Ég get bara sagt þér, að á stríðs-
árunum, þegar slökkt var af og til á
vitanum, þá strönduðu átta
skip hérna skammt frá, einn
togarí hér á Gróttu og svo var röð-
in alla leið inná Skerjafjörð. Svo
vitinn virðist ekki alveg þýðingarlaus
og það fannst þeim ekki hjá hern-
um.
Þeir í hernum kröfðust þess, að ég
slökkti á vitanum, þegar þeim hent-
aði, og kveikti á honum, jafnskjótt
og flotinn kom upp að landinu.
Það var svolítið skrýtið, sem kom
fyrir í nokkurs konar togstreitu mi'l'H
vitamálastjórnar og herstjórnarinn-
ar. Orsökin var sú, að herstjórnin
og undirsátar hennar á hafnarskrif-
stofunni viidu einir fá að ráða, hve-
nær ætti að slökkva og kveikja á vit-
anum. Ég taldi vitamálastjóra vera
húsbónda minn og fór eftir því, sem
hann sagði. Þá varð árekstur, sem
ég slapp nokkurn veginn við með
hálfgerðum prettum. Ég setti mann
við símann á þeim tíma, sem ég
bjóst við, að herstjórnin mundi
hringja. Hún hringir, og hann seg-
ir, að ég sofi og hann þorí ekki að
vekja mig, því ég sé vís til að rota
sig, ef hann ýti við mér, og þeir séu
ekki ábyrgir fyrir því. Hann heldur
þeim svo upp á snakki, unz allt er
komið í óefni. Klukfcan fjögur á að
kveikja á vitanum, en vitamálastjóri
hafði beðið mig að kveikja ekfci nema
hann segði mér það sjálfur. Hann
vildi ekki láta sinn rétt. Með því að
beita þessum prettum tókst að fara
eftir fyrírmælum vitamálastjóra.
Næsta morgun fer ég venju frem-
ur seint á fætur, og þá er hringt
í mig frá herstjórninni og ég spurð-
ur, hvort ég hafi fengið boðin um
að kveikja á vitanum. „Já,“ segi
ég, „en ég hlýði aðeins skipunum
vitamálastjóra." Þeim hefur víst
þótt nóg um þrjóskuna í mér en
eftir þetta var ágætt samkomulag á
milli herstjórnarinnar og mín.
— En Albert. . .
Ég slæ úr pípunni út um opna
gluggann.
— ... hvernig er vitavarðarstarf-
ið?
— Það er þannig starf, að maður
þarf að geta vaknað hvenær sem er,
fylgzt með veðrinu, sem sagt heyrt
það gegnum svefninn.
— Svo þú hefur alveg sérstafct vita
varðaskilningarvit.
— Já, og það er orðið nokkuð
þjálfað hjá mér, skal ég segja þér.
Þegar ég var fonmaður á bátum, korn
ungur, þá varð maður að geta vakn
að hvenær sem manni datt í hug. Oft
lítið sofinn. En þetta er sem sagt
fjölda ára þjálfun. Til dæmis þegar
daginn fer að lengja, þá vakna ég
oft klukkan tvö eða þrjú á nóttunni,
rétt eins og ég ætli i róður eins og
hér áður fyrr. Ef ég vil sofa áfram,
geri ég það, en ætli ég á sjó klukk-
an fjögur, sef ég klukkustund til við-
bótar og skeikar aldrei meira en
fimm mínútum, að ég vakni á til-
settum tíma.
— Er ekki töluvert ónæði að þurfa
sífellt að fylgjast með vitanum?
— Ja, ég er vel settur með það,
því ég gt séð geislann út um svefn-
herbergisgluggann hjá mér. Vitinn
kastar honum hérna vestur fyrir hús-
ið.
Albert snússar sig vendilega, og
ég lít út um gluggann niður að sjáv-
arbakkanum, þar sem bátahús og
Skemma lúra við freðna jörð.
— Hafðirðu í hyggju að vera vita-
vörður al'la þína ævi, þegar þú varst
hér fyrsta árið?
— Nei, mér kom það ahs efcki tii
hugar. En þá skall kreppan yfir. Ég
var með útgerð fyrir norðan, og
vegna kreppunnar tók heldur að
versna hagurinn. Eftir því sem ég
fiskaði meira, því færri komu krón-
urnar í vasann. Og þá datt mér I
hug að flytja mína útgerð hingað suð
ur, ef ske kynni, að hún gengi betur
hérna, og þess vegna hef ég ílenzt í
Gróttu og þar með ekki losnað úr
vitavarðarstöðunni. En útgerð varð
ég að hafa, því vitavarðarlaunin hafa
aldrei verið beysin. Fyrsta árið lét
ég systur mína fá þau, en síðan hafa
þau að litlu gagni komið. Ég hef far-
ið í bæinn og hirt peningana, og þeir
síðan horfið samdægurs í kostnað við
bílferðir. Ég gat ebkert gert við þá
nema scinga þeim í vasann. Það var
enginn liður í útgerð, áttatíu krónur.
—Borga vitayfirvöldin illa?
\0V.N !
Albvrt i tkraff vi8 aSarkodu. Albert or maSur raClnn, og fuglinn kann þvi vel. Hann hefur ymli af attgutn,
V 1 N i N N — SUNNUDAGSBLAÐ
1071