Tíminn Sunnudagsblað - 11.12.1966, Side 20

Tíminn Sunnudagsblað - 11.12.1966, Side 20
Alex. Reymr þú að i'ifja það upp, koma hótanix hans, hattabúðin eða hárgreiðslustofan fram í hugann. Hvað er orðið af þessum fimmtán árum? Jú, reyndar, — þú manst vel eftir söguþráðnum í bókunum, sem þú last, en hefur gleymt, við hvaða aðstæður þú last þær, skælandi á kvöldin, á leið í vinnuna, í matar- tímunum, á hárgreiðslustofunni. —“ „Ég veit ekki hver Alex er, veit ekki einu sinni, hvernig hann lítur út. í rauninni hef ég aldrei þekkt hann, — stundum finnst mér hann aldrei hafa verið til nema í draum- unum, sem ásækja mig á nóttunni líkt og martröð. Ég geng í svefni og vakna stundum við hljóðin í sjálfri mér. Hafið þið tekið eftir þvi, hve tárin þurrka húðina? Þess vegna verð ég að bera á mig feitt krem á hverju kvöldi. En það kemur ekki málinu við. — Hið eina , sem nú skiptir máli, er það, að ég er í vafa um, hvort Alex hafi nokkurn tíma verið til. — En hver var þá á stjái í herberginu á nóttunni, opnaði skúff ur og skápa, reif fram fatnað og rúmföt og tætti sundur drauma mína? Hver var það?“ „Hver er Alex? Skuggi? Draumur með sterka arma? Giftist ég hugar- fóstri, sem breyttist í andvökunæt- ur, draumstola nótt? Nei, — Aléx hefur aldrei verið til, — eða hefur hann það?“ Út um galopinn gluggann sást borgin' að kvöldlagi. Glitrandi ljósin voru eins og draumsýn, og konan starði á þau um stund. Niðri, fyrir framan húsið stóð hjólastóll. „Nú ætlarðu að yfirgefa Alex, sem liggur í næsta herbergi. í fyrra sótti hann um skilnað og játaði á sig hjú- skaparbrot. Viku seinna missti hann báðar fætur upp að hnjám, — stökk af sporvagni og lenti undir honum, . . . máttd þakka fyrir að halda lif- inu. Nú vinnur hann hjá styrktar- félagi fatlaðra. Hann er hættur að drekka, en framkoma hans gagnvart þér hefur ekki breytzt vitundarögn. Þetta var fyrir ári. Ekkert gerðist í skilnaðarmálinu. Fyrsta tilkynning- in frá réttinum virtist ætla að verða sú siðasta. Þú hirtir ekki um að kynna þér, hvort Alex hefði dregið umsókn sína til baka, en bjóst þig undir að fara. í gær sagðirðu upp vinnunni, — taldir víst, að þú feng- ir nóg að gera í Prag, þótt ekki væri að ncinu sérstöku að hverfa. Þú ert til í hvað sem er og átt næstum fimm þúsund í sparisjóðn- um- Það er aðeins eitt, sem þú hefur gleymt í öllum þessum flótta fyrir- ætlunum, og bað eru sjúku augun þín, þau falla ekki inn j ferðaáætl- unina, þótt þú hafir látið niður vönd- uð gleraugu til vara í fallegu hulstri." „Mig langar til að gleyma." „Og samt sem áður ertu sífellt að hugsa. — hugsa um Alex þarna inni í rúminu. Hann er í náttfötum með ábreiðu ofan á sér, og þú getur far- ið inn og setzt hjá honum, þar sem fæturnir ættu að vera. Hann er að reykja og bíður þess, að þú komir aftur, þótt þú sért ekki farin frá honum. Þú hefur ekki sagt, að þú ætlaðir að fara, en hann finnur, að þú ert að flýta þér.“ „Ég reyni alltaf að sitja þannig, að hann finni ekki til fótamissins." „Hann skynjar brottför þína á sloppnum, sem þú klæðist aðeins á morgnana, þegar þú ferð fram að þvo þér í náttfötunum eða ætlar í bað, þvo á þér hárið eða snyrta þig, áður en þú ferð eitthvað út.“ „Hann skynjar brottför þína á hönzkunum, sem þú varst sá klaufi að skilja eftir á stól í stofunni, því að hann veit, að þeir eiga að vera í skúffunni, þax sem þú geymir mynd ir, sparisjóðsbækur, slörið og brúðar- kransinn vafinn j silkibréf með silf- urbandi utan um eins og jólapakki. Þú notar þessa hanzka ekki virka daga, aðeins á sunnudögum og stund um á laugardagskvöldum. Hvers vegna skildirðu þá þarna eftir? Þú varst í þann veginn að gægjast inn til Alex til að vita, hvort hann svæfi, þegar þú sást einhverja pöddu á gólf- inu. Þú fleygðir hönzkunum á stól, hikaðir og steigst svo ofan á pödd- una. Þegar þú leizt upp, mættirðu augum Alex, sem horfði á þig úr rúm- ihu fyrir innan. Það var spurn í svip hans. Hann hlaut að hafa séð hanzk- ana.“ „Hann finnur á sér, að þú ert að fara, af því að þú ert búin að færa honum mjólkurglasið, sem hann fær venjulega ekki fyrr en um tíu, þegar hann fer að sofa. í hvert sinn sem þú ferð út að ganga eða í bíó, segirðu honum frá því og gefur hon- um mjólkina, þegar þú kemur aftur. En núna hefurðu ekkert sagt, og Alex hefur ekki spurt, hvert þú ætl- ir.“ „Já, og hvað um það? Vill það segja, að ég eigi að vera kyr?“ „Þú ert að yfirgefa Alex fyrir fullt og allt. Þú hefur tekið upp lyklana — heldur fast utan um þá gengur nokkur skref, opnar varlega dyrnar með öndina í hálsinum, því að nú hlýtur Alex að kalla. Þögn ... „Það marraði ekki í hurðinni. Þú ferð úr skónum, óttast hælaskellina. Þú ert komin fram með aðra tösk- una og ferð aftur inn og sækir minni tösku og veskið. Silkislæðan liggur á hillunni, en þú lætur hana eiga sig og lokar hurðinni. Lykiarn- ir verða eftk fyrir innan." „Strætisvagninn er næstum tómur og þú sérð enn fyrir þér augnaráð Alex. Sjö viðkomustaðir að flugstöð- inni —" Flugvélin ók eftir brautinni, jók hraðann og sleit sig lausa frá steiu- steypunni með hægð. Konan með grænu sólgleraugun, sat með Iokuð augu líkt og hún svæfi. „Þú ert staðráin í því að byrja upp á nýtt — vongóð og full eftír- væntingar —“ „Ég vil vera ákveðin — ég vil vera bjartsýn — Eiginkona Alex býr nokkra daga hjá frænku sinni í Prag, sem heldur, að hún sé í leyfi. Frændi hennar, sem er læknir, býður henni með sér ( næturklúbb, og hún daðrar við starfs bróður hans. Þau fara öll í parti á vinnustofu myndhöggvara nokkurs. Ókunnur maður gengur til hennar og fitjar upp á samræðum. „Það er svo loftlaust hérna,“ sagði hann og bætti svo við eftk andar- taks hik: „Við skulum koma út á svalirnar. Hafið þér verið þar.?“ „Nei, það hef ég ekki.“ Konan og gesturinn gengu út á svalirnar. Þar var svalt og kyrrt, og fótatak þeirra var hið eina sem heyrð ist. Rödd mannsins var hrjúfari í myrkrinu, er hann spurði: „Hvað kom fyrir yður?“ „Ég skil ekki —“ „Hvað hefur komið fyrk augun í yður?“ ,Augun—?“ „Komið á spítalann til mín - á morgun, — á mánudaginn á ég við. Hvað segið þér um það? Mánudag, önnur hæð, fyrstu dyr fyrir innan slökkvidæluna. Ég skal skrifa niður heimilisfangið á eftir, — við verðum að athuga, hvað hægt er að gera.“ Síðan varð alger þögn. Þau horfðu upp í himininn. „En sá aragrúi af stjömum," sagði,, maðurinn. „Margar eru eflaust kulnaðar," svaraði konan út í bláinn. ,Ég þekkti einu sinni boxara, — hann var líka kulnuð stjarna. Hann kvæntist daufdumbri konu, og þau voru mjög hamingjusöm, þó að þau gætu ekki skipzt á orðum. Þau brostu alltaf hvort til annars og það segir ekki svo lítið,“ sagði rödd við hlið þeirra og hló. „Ég sá ykkur koma,“ hélt rödd- in áfram glaðlega, svo að ég taldi réttara að gera vart við mig. Ég hef setið hér í hálf tíma og horft á stjörnurnar. Ég veit ekki, hvernig á því stendur, en mér finnst ég skilja allt betur, þegar ég horfi þannig út í geyminn. Okkur hættir til að halda, að lífið sé ráðgáta, eintóm vandamál, sem krefjast úrlausnar. En það er misskilningur. Lífið hefur svör við öllu, þótt þau séu raunar flest á dul- máli. En það gerir ekkert til. Sú staðreynd, að við þrjú erum stödd hér á þessu augnabliki kann að hafa mikla þýðingu, — já, meira að segja mjög mikla." Maðurinn þagnaði og konan virti hann fyrir sér. Henni fannst hún sjá 1076 T f M I N N — SUNNUDAGS BLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.