Tíminn Sunnudagsblað - 06.08.1967, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 06.08.1967, Blaðsíða 5
fiundrti aÖ skoð.áuir óð týndist á sjöttu öld, og etjg- > spftniii’ íóru gf helmi í þím ár efíir það, Qk fœ efeki Bino.d&ts kunn- ; a fníhs frá Iíoftoigi á þessu ! s|n roistar á tradstari grunni, rað þá áú kenning ftutherfords, Jiftgar géu af'komendur jenjamjhsættkvíslarinnar. Bg legg >etta aíit að jðfnu. Svona lagað |étur verið ágsett tómstundadutl, |ji fræðimennska eða sagnfræði er það ekki. Það verður eítthvað á- þreifanlegt að finnast, ef færa á Jví stað, að ísland eigi sér for- Sögu. — Áður en lengra er haldið, væri gott, að þú gerðir grein fyr- ir helztu þáttum í sögu íslenzkrar sagnaritunar — þeim grundvelli, sem sagnfræði nútímans hvílir að nokkru leyti á — og þá um leið ýmsum heimildum frá fyrri öld- um. — Við verðum að gera greinar- mun á eiginlegum sagnaritum og öðrum sagnfræðilegum heimild- um. Margir halda, að við íslending ar eigum tiltölulega miklar heim- ildir um sögu okkar. Þetta er ekki rétt, heimildir okkar eru sérkenni legar, en geta á engan hátt talizt miklar að vöxtum. Miðað við höfða tölu eiga Englendingar, svo að dæmi sé tekið, sennilega langtum meira og traustara magn sagn- fræðilegra heimilda en við frá síðustu 1000 árum. Þeir eiga til að mynda sakferilsskýrslur sam- felldar allar götur frá því um 1200 og yfirleitt geysimiklar heimildir frá miðöldum. Við eigum engar samtímaheim- ildir um fyrstu hálfa aðra öld íslandsbyggðar. En þegar á þjóð- veldisöld tekur sagnaritun og fróð leikssöfnun að togast á. Ari fróði og Snorri voru báðir mjög góðir sagnfræðingar á mælikvarða sinn- ar tíðar. Þeir kunnu vel til verka og haf>a ugglaust þekkt alþjóðlega hefð í sagnritun — sennilega hafa þeir meðal annars lesið Kirkju- sögu Beda prests hins fróða. Enginn algildur mælikvarði verður lagður á heimildagildi ís- lendingasagna, meta verður hverja sögu fyrir sig, en þótt þær hafi lítinn sögulegan kjarna, sumar hverjar, gefa þær alltaf nokkra mynd af þeim tíma, sem þær voru ritaðar á. Töluvert er til af kirkju- legum ritum, til dæmis helgisögur, sem bera svipmót alþjóðlegra mennta. Ég held, að það, sem feglað þefur verið heiðið raunsæi, væri rétíara kehnt tii krlstlnnar i^hyggju, og kristin áhrif á höf- Éia íslendingasagna hafa yfir ;t verj$ vanmetfn. Rit Ágústínus ar klrkjuföðuir, De Öivitate Dei, er að mörgu leyti góður inngang- ur að íslendingasögum. Það leikur ekki á tveim tungúm, að kaþólsk- ir miðaídaklerkar höfðu mikla sálfræðilega þekkingu til að bera, og slíkum mönnum er ætlandi að háfa dregið hinar snjöllu mann- í^singar íslendingasagna. Sturlunga er mikil fróðleiks- náma, og ekki vildum við vera án neins, sem þar stendur, þótt nafna þulur geri sögur ritsins stundum Grikkinn Herodotus, sem uppi var á fimmtu öld f. Kr., er kallaöur faSir sagnfræðinnar. Hann skrifað) sögu Persastríðanna á öndverðri fimmtu öld og kallaði verk sitt Historia. Það- an er runnið alþjóðaorðið um sagn- fræði. fremur torveldar aflestrar. Við eigum til annála og lagasöfn, sem mikil stoð er að. Ekki er vitað, hvenær farið var að rita annála, en sjálfur trúi ég því, að Ari fróði hafi verið annálsritari. Um 1350 er hætt að skrifa Biskupasög- ur, og þá eru annálar einu sam- tímaheimildirnar auk alls kyns gerninga. Þessar heimildir eru talsvert yfirgripsmiklar, en mynd sú, sem við fáum af sögu landsins á þessu tímabili, verður mjög tætingsleg, persónusögu vantar til dæmis að mestu eftir 1350. Ekki bætir úr skák, að um 1430 leggst annálaritun niður um sinn. Stend- ur svo fram um siðaskipti, en þá verður gagnger breyting á. Eftir það þarf naumast að kvarta um skort á heimildum, enda hefst sagnaritun nú að nýju. En vert er að geta þess, að bruni handrita- safns Árna Magnússeuar gera þessi skil sýnu gleggri en ella. Arngrímur lærði ber höfuð og herðar yfir samtímamenn sína hér sem sagnfræðingur. Starfsaðferð ir hans eru vísindalegar, hann þekkir vel til erlendra rita og hefur tileinkað sér viðhorf er- lendra sagnfræðinga, en vitaskuld er hann barn síns tíma, hvað heim- ildakönnun snertir. Á átjándu öld ber hæst þrjá niðja Halldórs Jóns- sonar prófasts í Þverárþingum: Jón, Finn Jónsson og Hannes Finnsson. Kirkjusaga Finns, sem hann reit á latínu, er gagnmerkt verk og hefur mikið gildi fyrir almenna sögu. En merkast er þó rit Hannesar, Mannfækkun af hall ærum, sem er einstaklega vel unn- ið á sínum tíma. Þá ritar Skúli fógeti merkilega um íslenzka hag- sögu. Það þyrfti rækilegri rann- sókna við en gerðar hafa verið. Jón sýslumaður Espólín vann mik- ið afreksverk með samningu Ár- bóka sinna, en þær eru eitt hið merkasta rit um sagnfræðileg efni, sem við eigum frá nítjándu öld. Sjónhringur Espólíns er víður, ótrúlega víður, liggur mér við að segja. Þegar kemur fram undir miðja nítjándu öld, er sjálfstæðisbarátt- unnar tekið að gæta á þessu sviði. Jón Sigurðsson og fleiri sóttu sér vopn til liðins tíma, og fyrir vik- ið sat hlutlæg sagnritun á hak- anum. En á öldinni, sem leið, var afar vel unnið að útgáfustarfsemi, hlutfallslega miklu betur en á tuttugustu öld. Jón Sigurðsson var einstakur afreksmaður á þessu sviði, og margir fleiri lögðu hönd á plóginn. Hafin var útgáfa Forn- brófasafns og Safns til sögu ís- lands og íslenzkra bókmennta, og safn íslenzkra laga var gefið út. í sambandi við nítjándu öld- ina, má geta þess, að þá samdi Páll Melsted fyrstu raunverulegu mannkynssöguna á íslenzku. Þetta var stórvel rituð bók, en nær ein- göngu helguð styrjöldum og þjóð- höfðingjum, eins og þá var tátt — Þorvaldur Thoroddsen er frægastur fyrir rannsóknir sínar á náttúru íslands, en leggur einnig mikið af mörkum til ranUsókna á landssögunni, einkvtm hagsög- unni. Það hefur frá hans dögum verið aðall íslenzku náttúrufræð- inga að vera rithöfunder góðir og TÍMINN— SUNNUÐ AGSBLAÐ 653

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.