Tíminn Sunnudagsblað - 06.08.1967, Blaðsíða 7
4uga skal, ef dýrmætur fróðleik-
ur á ekki að fara í glatkistuna.
Enginn þáttur Islandssögunnar
getur heitið sæmilega kannaður,
Ymsir fræðimenn vinna nú mjög
merkilegt starf á þessu sviði, en
framlag þeirra getur ekki orðið
nema dropi í hafið, eins og mál-
um er nú háttað. Við getum nefnt,
að prófessor Magnús Már Lárus-
son hefur ritað mjög vel um ís-
lenzka miðaldasögu í Kulturhist
orisk fleksikon for nordisk midd
elalder, og má segja, að hann
hafi íekið upp merki Þorkels Jó-
hannessonar í rannsókn íslenzkrar
hagsögu. En í þessu sambandi má
geta þess til dæmis um vinnu-
brögð þau, sem tíðkast hér á landi,
að ritgerðasafni Þorkels, Lýðum og
Landshögum, sem út kom að hon-
um látnum, fylgdi engin fræðileg
inngangsritgerð um gildi rann-
sókna Þorkels fyrir núfcímann,
en margar niðurstöður hans eru
orðnar úreltar.
Svo að við vikjum að einstökum
þáttum sögunnar, þá höfum við
státað af persónusögu okkar. En
þetta er reginmisskilningur og staf
ar kannski af því, að margir halda
persónusögu vera eitthvert þurrt
staðreyndahröngl um fólk. Auð-
vitað eru staðreyndir nauðsynlegar,
en í þeim felst nauðalítil persónu
lýsing. í raun og veru eru það af-
skaplega fáir menn, sem fást við
persónusögu hér og reyna að
skyggnast á bak við hinn þurra
fróðleik. í þeim hópi er Gunnar
Benediktsson og fleiri rithöfund-
ar. Hér hættir flestum til þess að
skrifa um menn í einhverjum lík-
ræðustíl, og er ljótt til þess að vita
hver afturför hefur orðið á sviði
mannlýsinga síðan í kaþólskum
sið. Jón Aðils gerði ýmislegt gott
að þessu leyti, til dæmis lýsti hann
Skúla fógeta dável, en verk hans
heyrir til undantekninga. Þeim,
sem skrifa persónusögu, hættir til
þess að búa til hálfgerða brons-
karla, og á þetta jafnvel við um
sjálfan Jón Sigurðsson. — Þá er
ættfræði okkar í molum, og er ef
til vlll dálítið lærdómsríkt, að sá
maður, sem er að leggja grundvöll
að vísindalegri ættfræði íslenzkri,
Einar Bjarnason, ríkisendurskoð
andi, skuli vera lögfræðingur að
mennt og aðalstarfi.
— í sambandi við persónusögu
er ekkl úr vegi að spyrja, hvert
sé álit þitt á bókaflokkunum. Menn
i öndvegi, sem þú lentir í ritdeilu
út af á síðastliðnum vetri.
— Sú hugmynd, sem liggur að
baki útgáfu bókaflokksins — að
kynna unglingum íslandssögu með
því að kynna þeim ævi merkra
manna, er góðra gjalda verð. Það
er til fjöldi slíkra rita hjá ná-
grannaþjóðum okkar, en hér virð
lst mönnum það ekki lengur lagið
að skrifa skiijanlega um íslenzkar
söguhetjur. Það þarf bæði að svið-
setja söguhetjurnar og bregða upp
myndum af þeim.
— Tökum þá upp þráðinn, þar
sem frá var horfið.
Kirkjusaga okkar er að miklu
leyti menningarsaga um leið,
til að mynda hvað helgi-
siði snertir, og þáttur kirkj-
unnar í samfélaginu, hlutur henn-
ar sem auðveldis i íslenzkri hag-
sögu, er einnig merkilegt rann-
sóknarefni. Prófessor Magnús Már
Lárusson hefur kannað íslenzka
kirkjusögu fyrr og siðar allræki-
lega, en hér vantar okkur yfirlits
rit — ekkert slikt hefur komið
út í fjörutíu ár. Það hefur viljað
brenna við eftir siðaskipti, að lútih-
erskur áróður læddist inn I rit um
kirkjusögu, en nú ætti að vera
unnt að líta á málin af meira hlut-
leysi en nokkru sinni fyrr, og því
ætti að vera hægt að bregða upp
sannferðugri mynd af kirkjusög-
unni en áður var.
Jónas Kristjánsson, starfsmaður Hand-
ritastofnunarinnar. Auk þess að gefa
út íslenzk miðaldarit, þá er hann af-
burðasnjall þýðandi og hefur meðal
annars snarað Rómaveldi Durants á
fslenzku. „Það er eln af óskiljanlegum
ráðstöfunum þeirrar stofnunar að sóa
þannig fé og dýrmaetum starfskrafti.“
Einar Bjarnascn, lögfræðingur og rík-
isendurskoðandl, er einhver glögg-
skyggnasti ættfræðingur, sem nú er
uppi hérlendls. Hann hefur treyst vfe-
Indalegan grunn fslenzkrar ættfræðl.
Ségja má, að réttarsögu hafi ver-
ið töluvert sinnt hér á landi, og
ber þar hæst Einar Arnórs-
son, ólaf Lárusson og Konrad
Maurer hinn þýzka. En gott yfir-
litsrit skortir einnig á þessu sviði.
Sögufélagið hefur á prjónunum að
ljúka útgáfu alþingisbóka og lög-
bóka fram að 1800 fyrir 1974, og
á þetta að vera framlag félagsins
til þjóðhátíðarinnar. Verður mik-
ill fengur að þessari útgáfu. Rétt
arsaga okkar er býsna merkileg,
það er mikið samræmi í íslenzkri
réttarhefð, og lögfræði er elzta vís
indagrein hér álandi. Og elzta koll
egíum í lögfræði, sem um getur,
var alþingi við Öxará — það var
í senn löggjafar- og rannsóknar-
stofnun.
Ekki er færra ógert í hagsögu,
en segja má, að allra verst sé
ástandið á ýmsum sviðum þjóðfé
lagssögu (social history). Þjóðfélags
vísindi eru í bern9ku hér á landi
sem fræðigreinar við æðri mennta
stofnanir, og Hagstofa íslands hef-
ur ekki staðið sig sem skyldi í
þvi að matreiða fyrir sagnfræð-
inga og þjóðfélagsfræðinga. Hér
eru, til dæmis, ekki gefnar út
neinar sakferlisskýrslur, þar sem
fjallað ér um tíðni og tegundir
glæpa, stöðu þeirra, sem af sér
brjóta, og annað slíkt. Skýrslur af
þessu tagi er fcwáðnauðsynlegar fyr
TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ
655