Tíminn Sunnudagsblað - 06.08.1967, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 06.08.1967, Blaðsíða 18
landsk. 8 vættir skreiðar, Hof, landsk. 20 vœttir skreiðar, Haf- steinsstaðir, landsk. ekki tilgreind, Ferjuhamar, landsk. 2 hundruð og fóður 3 geldneyta, Kárastaðir, landsk. 3 hundruð og fóður 3 geldneyta, Hróarsdalur, landsk. 2 hundruð og fóður 3 geldneyta, Keldudalur, landsk. 2 hundruð og eitt mælihlass töðu, Bakki, landsk. 2 hundruð. Systurnar voru því þegar í upp- hafi ekki á flæðiskeri staddar með kost og klæði. Andlega forsjá þéirra hafði sjálfur Hólabiskup, sem var ábóti klaustursins og skipaði ráðsmann þess. Systur kusu sér abbadís til forystu. Var kjörið staðfest af Hólabiskupi eða um- boðsmanni hans og abbadísin síðan vígð. Systur voru einnig vígðar, sem kunnugt er, eftir mislanga veru í klaustrinu. Voru þær jafnan nefndar ungsystur, meðan þær voru óvígðar á reynsluskeiði sínu. En hætt er við, að margar blóð- heitar konur hafi helzt úr lest- inni á því skeiði. Systur hafa fyrst kosið sér til abbadísar, eða Hólabiskup skipað, systur Katrínu, sem hafði verið nunna á Munkaþverá. Virðist manni það alleinkennilegt, að nunna skyldi dvelja á Þverá, sem var munkaklaustur, en það mun þó hafa verið algengt, að nunnu- klaustur og munkaklaustur væru í nábýll Má vera, að vísir að nunnuklaustri hafi risið á Þveiá, eða þá að systir Katrín hafi verið þar í einsetu. í þessu sambandi er vert að nefna, að getið er Úlí- rúnar nunnu á Þingeyrum í byrj- un 12. aldar. Katrín var vígð til abbadísar 1298. Er hennar getið í jarteinabók Þorláks biskups í sambandi við augnverk, sem hún þjáðist af og hinn helgi biskup læknaði. Árið 1299 er frú Hallbera Þor- steinsdóttií vígð abbadís til Reyni- staðar. Hún var höfðingskona mikil, stofnandi klaustursins með Jörundi biskupi, ættstór og guð- rækin. Foreldrar hennar voru Þorsteinn, bóndi á Stórólfshvoli og mikili höfðingi, Halldórssonar, prests í Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd, Dálkssonar. En móðir henn ar var Ingigerður Filippusdóttir, Sæmundssonar í Odda, Jónssonar í Odda, Lotcssonar. Hallbera hefur tekið að erfðum glæsileik og menntaáhuga Oddverja. Allt bend- ir til þess, að Hallbera hafi verið gift ríkum norðlenzkum höfðingja, líklega öðrum hvorum syni Brands Kolbeinssonar á Stað, Þorgeiri eða Kálfi. Mun hún hafa orðið ekkja og lagt stórfé til klaustursins. Annars virðast ættfræðingar lítt hafa velt þessu efni fyrir sér. Auðunn rauði Hólabiskup stað- festi stofnskrá klaustursins árið 1315. Fer hann í því bréfi lof- legum orðum um frú Hallberu og fleiri ríkar konur, er gáfu til klaustursins og styrktu það í fögrum lifnaði. Lárentíus Kálfsson, síðar Hólabiskup, sem mjög kem- ur við sögu klaustra í landinu um sína daga, diktaði latínuvers um Hallberu abbadís og las fyrir erki- biskupi í Niðarósi. í því kvæði lofaði hann mannkosti hennar. Nefndir eru rekar fyrir Hvalsnes- landi, sem klaustrið eignaðist á árum Hallberu abbadísar. Hún hefur mótað klausturbrag allan og gefið gott fordæmi, slík mann- kostakona, sem hún var talin vera. Frú Hallbera andaðist árið 1330 og hafði þá verið abbadís í 31 ár. Annálar segja, að sýstir Katrín hafi verið kosin til abbadísar. Gæti verið um sömu konu að ræða og áður getur. í Lárentíusar sögu er sagt, að um 1332 hafi Guðný Helgadóttir verið kjörin abbadís og vígð af Agli biskupi Eyjólfssyni. Líklega hefur hún dáið skömmu síðar eða lagt niður embætti einhverra hluta vegna. Katrín hefur trúlega verið abba- dís 1330 og andazt það ár, ef til vill óvígð. Kristín er svo tilnefnd og vígð árið 1332. Hafa því tvær abbadísir verið vígðar það ár, ef marka má heimildir. Benedikt Kolbeinsson frá Auðkúlu, merkur höfðingi og fyrirmaður um sína daga, sonur Guðrúnar, systur Hallberu abba- dísar, gaf klaustrinu svonefnda Ólafarparta, rekaítök um Skaga. Galt hann þá með dóttur sinni, Ingibjörgu, sem skyldi ganga í klaustrið. Voru partarnir metnir á 20 hundruð, og auk þess fylgdu Ingibjörgu önnur 20 hundruð í fríðu og ófríðu. Gerði Egill biskup samning þennan fyrir klaustrið, og sýnir það, að biskup gat ráðið öllum samningsgerðum klausturs- ins. Björn Þorsteinsson ábóti á Þingeyrum vottaði. Síðar er svo að skilja á bréfi einu, að Ólafs- partar hafi verið keyptir til klaust- ursins. Urðu af þessu öllu mála- stefnur, og runnu partarnir að lokum til Hólastóls. Um þetta leyti, í tíð Kristínar abbadísar, var séra Páll prestur nefndur ráðs- maður á Reynistað. Næsta abba- d£s, sem nefnd er, hét Guðný, dó um 1368. Ef til vill er þetta sama Guðný og fyrr var nefnd. Þá, árið 1369, verður abbadís Oddbjörg, áður systir í Kirkjubæ. Var hún vígð af Jóni skalla Eiríks- syni, Hólabiskupi. Á hennar dög- um gekk Ingibjörg Örnólfsdóttir, rík höfðingjadóttir, í klaustrið. Faðir hennar var Örnólfur, bóndi á Staðarfelli á Fellsströnd í Dala- sýslu. Lagði hann með dóttur sinni 40 hundruð, að mestu í fríðu. Ráðsmenn í klaustrinu voru um þetta leyti Brynjólfur ríki Bjarna- son á Ökrum og séra Þorleifur Bergþórsson, merkisprestur ætt- stór, um 1380, og árið 1386 Jón prestur Þórðarson, sá er ritaði fyrri hluta Flateyjarbókar. Hinn 16. desember 1380 gerðust Jón prestur Bjarnason og Guðrún, syst- ir hans, próventufólk að Reynistað. Lögðu þau með sér mikið fé og gáfu fátækum ölmusu af próventu sinni með leyfi klaustursins. Odd- björg abbadís dó árið 1389. Eftir hana varð Ingibjörg Örn- ólfsdóttir abbadls, og var hún vígð árið 1390. Loðinn Skeggjason, gildur bóndi, gerði próventusamn- ing við klaustrið árið 1394, og árið 1399 gerði Arnór pnestur Jónsson á Flugumýri próventu- samning við abbadís og klaustur. En Hólabiskup þurfti ávallt að samþykkja allar gerðir abbadísar. Ingibjörg abbadís mun hafa dáið í svartadauða árið 1402. Björgólfur prestur Illugason var ráðsmaður á klaustrinu 1394-1408. Hann var prestur í Hvammi í Lax- árdal um 1386 og að Hrafnagili árið 1389. Ættmenn Björgólfs koma mjög við sögu Reynistaðar- klausturs, og af honum er svo- nefnd Vellingsætt. Hefur Björg- ólfur verið meiri háttar klerkur. Þarf ekki að efa, að hann hefur átt við ærinn vanda að stríða, er plágan gekk yfir. Afhendingarskrá séra Björgólfs, er hann sleppti ráðsmennsku, er gerð 26. apríl 1408, og hans er síðast getið árið 1413. Eftir Björgolf tóku við staðnum systir Þórunn Ormsdóttir og systir Þuríður Halldórsdóttir. Varð Þór- unn príorinna. Árið 1413 tekur hún í klaustrið Steinunni, dóttur Björgólfs Illugasonar og Sigríði 666 TÍDINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.