Tíminn Sunnudagsblað - 06.08.1967, Blaðsíða 11
Bráðum
Bráðum mun ég fara.
Það mun vera kvöld,
báran sogast hægt út frá sandinum,
lengra og lengra,
fjaran koma upp úr sjónum,
vot,
kannske þakin ígulkerjum,
kannske full af rafi,
það mun ekki sjást í myrkrinu.
Það mun vera haust,
lágt gnauð í giljunum,
saltur vindurinn reka á undan sér þokumekki,
hreinsa rakt loftið;
himinninn mun ekki sjást fyrir skýjunum,
engar stjörnur fyrir dimmunnk
Ljósin rnunu slokkna bak við rúðurnar,
hvert af öðru,
garðarnir liggja í skugga,
aðeins eitt mun lifa bak við gluggatjöldin.
Útrænan mun raula lagið sitt lága,
hafið víða, óþekkta leika undir.
Þá mun ég vera farinn.
J. J.
stofuskápnum, leitaði að lykli í
gvuntuvasanum, opnaði skápihurðina
hátíðlega, seildist í konfektöskju, og
hann fékk sér einn mola . . . beið
, . . en hún sagði aldrei, viltu ekki
fá þér annan. Þannig var það.
En það breyttist.
Dag nokkurn þegar hann var tíu
ára, lék hann að fótknetti með vin-
um sfnum. Einn drengjanna spyrnti
knettinum í gluggarúðu gömlu kon-
Unnar og knjasklingklang knötturinn
hafnaði á eldhúsgólfinu. Allir dreng-
Irnir hurfu fyrir leiti nema hann.
Ííann stóð einn og beið þess að
gamla konan kæmi út, því hann og
hún voru vinir. En sem hann beið,
brast hann kjark, og hann hljóp
hvað af tók, hljóp hljóp hljóp og
á hlaupunum heyrði hann gömlu
konuna kalla nafn hans . . . ANDRI
Én hræðslan knúði hann til að
hlaupa áfram, hlaupa hlaupa hlaupa
og hann hljóp þar til hann hné nið-
ur örmagna. Hann heimsótti gömlu
konuna aldrei eftir þetta. Yrði hún
á vegi hans, vék hann úr vegi, sæi
hann hana álengdar, tók hann á sig
brók, og hann forðaðist alltaf að
horfast í augu við hana. Að kvöldi
óhappadagsins grét hann í koddann,
og næstu daga mátti hann ekki um
annað hugsa; að ári hafði hann
gleymt. Aðeins eitt var óbreytt,
hann forðaðist alltaf að mæta gömlu
konunni, og leit undan þegar hann
mætti henni. Hann hugleiddi aldrei
af hverju, mundi að hann hafði gert
á hluta hennar, og sniðgekk hana.
Þannig var það . .
Hún stóð í dyrunum og dustaði
mottur. Hann hraðaði sér'* fram
hjá. ANDRI! Hann nam ekki stað-
ar alveg strax, en gekk nokkur
skref. ANDRI MINN! Guð minn
góður . . . hún var að ávarpa hann.
Hann snerist á hæli og gekk hik-
andi í átt til hennar.
Leiðrétting
Grein um Kirkjubæjarklaustur I
26. tbl.
Bls. 612, miðdálkur, 6. l|na að neð-
an: Guðbjörgu, les Guðríðt.
Bls. 612, miðdálkur, 4. lína a. n.:
Guðrúnu, les Úlfrúnu.
Bls. 615, miðdáikur, 5. lina að ofan:
Reynlstað, les Kirkiubae.
Bls. 616, fremsti dálkur, 10. Iína a.
o.: 1440, les 1340.
Grein um Viðeyjarklaustur í 27.
tbl.
BIs. 631, annað orð í fremsta dáiki:
Lundikin, les Ludikin.
„Já.“
„Eigum við ekki að gleyma
þessu.“
„Ha . . . gleyma?“ (hann vildi
fyrir alla muni ekki rifja upp tíu
ára gamla orsök vinslita þeirra, og
flýtti sér að segja) „Jú, auðvitað
. . . auðvitað."
Hún stóð fyrir framan hann,
gömul og aum, og í fyrsta skipti
í tíu ár horfðust þau í augu. í
augnkróknum voru tvær litlar
perlur, sem færðust hægt niður
eftir andliti hennar. Hann tók
eftir því hvað hún'var lítil. Hann
náði henni í öxl, þegar hann var
tíu ára, nú náði hún honum vart
í geirvörtur. Þau tókust í hendur,
og hún sagði elsku drengurinn.
„Jamm . . . ég verð víst að flýta
mér í strætisvagninn,“ sagði hann
hikandi.
„Jæja, já ... . ég ætla bara að
biðja þig fyrir boltann.“
„Boltann?" sagði hann og skildi
ekki alveg.
„Já . . . þið náðuð aldrei í bolt-
ann.“
Þau gengu inn í eldhúsið, og
hún rétti honum vindlítinn bolta.
Hann ætlaði að kveðja, en hún
var byrjuð að teygja sig í stamp-
inn. Andskotinn . . . hann yrði af
vagninum. Hún rétti stampinn op-
inn að honum, og hann fékk sér
eina.
„Viltu ekki fá þér aðra?“
„Nei takk, nú verð ég að þjóta.“
Þau kvöddust við dyrnar og
hann hljóp af stjð. Þegar hann
var fcominn í hvarf henti hann
boltanum inn í garð, og hraðaði
sér á fund elskunnar sinnar. Það
var vor.
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
659