Tíminn Sunnudagsblað - 06.08.1967, Blaðsíða 14
töluvert af eyjatöðu, ef nytjað er.
Upp af norðurströnd Eiríksvogs
rísa Klakkarnir, eins og fyrr er
sagt: Stóri-Klakkur innar, en Litli-
Klakkur utan með voginum. Frá
ströndinni gengur aflíðandi brekka
upp undir Stóra-Klakk, alþakin
brotnum stuðlum, sem hrunið hafa
úr Klakknum og myndað urð í
hlíðinni, svo að gróður verður þar
lítill. En ofan við hlíðina rís upp
hár, lóðréttur stuðlaveggur, sem
nær langleiðina upp Klakkinn, en
hann rís 71 metra yfir sjávarmál.
Að austan, gegnt Bæjareynni, er
Klakkurinn með stöilum, grasi
vöxnum á köflum, og líka að norð-
an, en þar er á báðum Klökkun-
um hátt standberg í sjó niður og
mikið aðdýpi. Efst endar Stóri-
Klakkur í strýtu, og uppi á henni
er varla rúm fyrir meira en fáeina.
menn. Ganga má á Klakkinn víðar
en á einum stað, og getur gangan
ekki kallazt erfið, en betra er, að
göngumönnum sé ekki hætt við
svima.
Milli Kiakkanna er skarð, sem
auðvelt er að ganga upp í frá vog-
inum, en niður að sjó að norðan-
verðu er skarðið líkast gjá eða gili
og þó vel fært.
Litli-Klakkur er 58 metrar yfir
sjó eða 13 metrum lægri en
hinn. Hann er miklu reglulegri en
sá stóri, einnig gerður úr stuðlum
eins og hann, en meira bunguvax-
inn, nema að norðan og
vestan, þar sem neðri hlut-
inn er standberg í sjó
niður. Víðast hvar að sunnan og
austan er því hægt að ganga á
Litla-Klakk. Úr honum hefur lítið
hrunið, og er aðeins mjó fjara frá
honum niður að firðinum. .Þó er
hægt að komast meðfram honum
rétt út fyrir voginn, þegar út fell-
ur. Þar sitja stundum ígulker í
röð undir berginu, hreyfinga-
laus og bíða eftir því, að sjór falli
yfir þau á ný. í bjarginu norðan
í Klakknum er nokkurt fýlavarp.
Eins og ég tók fram áðan, er
fremur auðvelt og áhættulítið að
ganga á Klakkana, svo að þangað
fara menn ekki eingöngu klifurs-
ins vegna. Menn klífa Klakkana til
þess að njóta útsýnis, sem er dá-
samlegt, þegar gott er skyggni.
Hvert sem litið er blasa við eyjar,
hólmar og sker, nær og fjær. Og
ofan af Klakknum að sjá skerast
eyjarnar í sundur, sundin milli
þeirra verða víðast hvar greinileg.
í vestur sér langt á haf út, í norð-
ur má grilla í Látrabjarg, en Skor
kemur greinilega fram og síðan
múlarnir milli fjarðanna við norð-
anverðan Breiðafjörð inn að
Reykjanesi, en síðan skyggir Klofn
ingsfjallið á. Það er í næsta ná-
grenni, fallegt, reglulegt fjali með
sléttar brúnir. Þá sér í austur inn
allan Hv^nmsfjörð og inn í Dali.
Þá er í suðri allur Snæfellsnes-
fjallgarðurinn með Sátu, Hesti og
Skyrtunnum og lengst í vestri
hinn bígulegi Ssiæfellsjökull.
Úr Bæjareynni séð re;ina eyj-
arnar saman í eitt, og í logni og
kvöldkyrrð er því líkast sem eyjan
sé í stöðuvatni uppi á hásléttu,
sem girt er í fjarska hrikalegum
randfjöllum. Hvergi getur aðra
eins ró og frið.
Vestur af Stekkjarey er djúpt
sund en ekki ýkja breitt yfir að
Skerblu, sem er minnsta eyjan.
Hún er að mestu leyti hömrum
girt en grösug að ofan. í hömr-
unum verpa fýlar, en uppi í hömr-
unum er grassvörðurinn sundur-
grafinn af lunda.
Annað sund skilur Skertlu og
Skörðu, mjótt og miklu grynnra
en hitt sundið. Skarða er löng og
mjó og liggur frá suðaustri til
norðvesturs. Suðurendinn er
aðeins skammt norður af Hrapps-
ey, og skilur þær mjótt sund. Þar
er Skörðustraumur. Suðausturendi
Skörðu er hömrum girtur, en hún
lækkar til vesturs og endar
í Skörðuhólmum. Hún er grasgef-
in, og fyrir nokkrum árum gengu
þar 15—20 kindur algerlega sjálf-
ala árlangt og komust vel af.
Við getum ekki skilið svo við
eyjarnar, að ekki sé rétt minnzt
á dýralífið. Selir eru þar oft við-
loða á skerjum og flúðum og
skjóta upp kollinum á sundunum,
en ekki eru þeir margir. Önnur
spendýr eru þar ekki að staðaldri
nema hagamýs, en alltaf er dálítið
slangur af þeim, þó að sagnir
gangi um það, að mýs geti ekki
þrifizt í varpeyjum. Einstaka sinn-
um komast refir í Klakkeyjar,
um vetur á ísum, og að vorlagi
kemur það fyrir, að þeir syndi út
í eyjar og skyggnist um í varp-
inu. En sjaldan er það nema einn
og einn refur, sem fljótt verður
vart við, og er þá ekki að sök-
um að spyrja.
Á seinni árum hefur það stund-
um borið við, að minkur hafi lagt
leið sína í Klakkeyjar, en Jón
bóndi í Purkey fylgist með ferð-
um hans um þessar slóðir og er
ekki lengi að koma þessum óboðnu
gestum fyrir kattarnef, enda á
hann góða veiðihunda.
Mestan svip setja fuglarnir á
dýralífið í eyjunum. Fyrst skal
6'
XÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ