Tíminn Sunnudagsblað - 06.08.1967, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 06.08.1967, Blaðsíða 17
Reynistaður. Ljósmynd: Páll Jónsson. JÓNAS GUÐLAUGSSON: REYftlSSTAÐARKLAUSTUR Gizur jarl Þorvaldsson gaf jörS- ina Reynistaö í Reynisnesi, eins og hún var stundum kölluð, til klaust urstofnunar. En sjálfur ætlaði hann að klæðast kanokabúningi í Viðey, því klaustrí, sem faðir hans hafði staðið að, að reist væri. En Gizur andaðist, áður en af þessu yrði, eða 12. janúar 1268. Jör- undur Þorsteinsson var um þetta leyti nýorðinn biskup á Hólum, og tók hann Reynistað í sína um- sjá og stólsins. Af klausturstofn- un á Stað í Reynisnesi varð ekki fyrr en árið 1295, er Jörundur ásamt frú Hallberu Þorsteinsdóttur setti systraklaustur af Benedikts- reglu á staðinn. Sama ár setti Jör- undur kanokaklaustur af Ágústín- usarreglu á Möðruvelli í Hörgár- dal. Annálar sumir telja klaustra- stofnanir þessar til ánsins 1296, en fyrrnefnt stofnár er þó talið réttara. Það var eðlilegur gangur í klausturmálum landsins, að á Stað væri reist nunnuklaustur, þar sem aðeins eitt nunnuklaustur var fyrir í landinu, að Kirkjubæ á Síðu. Konur í Hólabiskupsdæmi og nærlendis fengu nú sitt trúar- lega hæli í nýstofnuðu klaustri á einhverri beztu jörð norðanlands. Hér áttu trúkonur, aldraðar höfð- ingskonur og gjaforðslausar höfð- ingjadætur vísan samastað og einnig þær konur, sem vildu fá betri menntun en almennt var. Ingunn á Hólum, fyrsta íslenzka konan, sem vitað er til, að hafi aflað sér góðrar menntunar í bók- legum fræðum, og leiðrétti bækur manna, var einmitt ættuð úr Skaga firði. KLAUSTURÞÆTTIR III Mikið fé þurfti jafnan til klaust- ursstofnunar. Ríflega var lagt til systraklausturs á Stað, og er mér ekki kunnugt um, að nokkurt klaustur hérlendis hafi byrjað með jafn vænan skerf af jarðnesku gózi. Auk jarðarinnar Reynistaðar, en honum fylgdu Holtsmúli &g Hvammur, eru klaustrinu taldar 23 jarðir og jarðapartar. En þær voru þessar: Gröf hin ytri, land- skuld 2 hundruð, Gröf hin syðri, landsk. 2 hundruð og kýreldi, Páfastaðir, landsk. 4 hundruð, Vermslaland hálft (nú Varmaland), landsk. 1 hundrað, Fjallsland, landsk. 2 hundruð, Skarðsá, landsk. 1 hundrað og 14 aurar, Hóll, landsk. 2 hundruð, Stöpull, la'ndsk. 2 hundruð, Daðastaðir, landsk. 3 hundruð, Hólar, landsk. 9 vættir skreiðar, Skörðugil syðra, landsk. 3 hundruð og 3 lambeldi, Skörðu- gil ytra, landsk. 2 hundruð, Foss hálfur, landsk. 6 vættir skreiðar, Brókarlækur, hálf jörðin. lajidsk. 4 vættir skreiðar, Hnúðnes, landsk. 12 vættir skreiðar, Selá hálf T 1 M I N N — SUNNUÐAGSBLAÐ 665

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.