Tíminn Sunnudagsblað - 06.08.1967, Blaðsíða 21
tíð, stjórnsöm og virðukg. Hún
varð háöldruð og dó árið 1568 á
níræðisaldri. Lifði hún umhreyt-
ingar siðaskiptanna og komu
nýrra herra, bæði á klaustrinu og
biskupsstólnum á Hólum. Einn er
sá hlutur, sem til er ,hér á Þjóð-
minjasafni og kallaður er Skarðs
dúkur og ber nafn Sólveigar abba-
dísar. Sjálfsagt hefur hún saumað
hann, líklega í samvinnu við aðrar
systur í klaustrinu. Bendir dúkur-
inn til þess, að mikil rækt hafi
verið lögð við hannyrðir í klaustr-
inu. Má vera, að hin merku altaris-
klæði norðlenzk, frá Grenjaðastað,
Reykjahlíð og Draflastöðum, séu
að einhverju leyti eftir systurnar
á Stað. Prestaskóli hefur verið
í klaustrinu. Eru til um það tvær
heimildir, og hefur þegar verið
drepið á aðra þeirra. Hin er í
sambandi við reka, sem getið er
árið 1511, en læring pilts nokkurs
var greidd með rekaítakinu.
Árið 1545 veitti Kristján konung-
ur þriðji klaustrið Pétri Einarssyni
(Gleraugna-Pétri), sem kemur og
við sögu klaustranna í Viðey og
Helgafelli. Átti Pétur að gjalda
6 vættir af smjöri árlega til kon-
ungs, sjá um nunnurnar og halda
vel við staðarhúsum og öllum
kiaustureignum. Voru nunnur hér
ekki reknar á gaddinn. Pétur mun
þc ekki hafa getað nálgazt klaustr-
ið. fyrr en eftir dauða Jóns bisk-
ups árið 1550, og í fyrsta lagi
árið 1551. En það ár var klaustr-
ið tekið undir konung og það
lagt niður sem slí'kt. Voru jarðir
þess þá taldar 42. Sólveig og nokkr
ar nunnur fengu þó að vera þar
til dauðadags. á framfærslu kon-
urigs.
Að lokum skulum við gægjast
inn í Reynistaðarklausturkirkju,
eins og hún var árið 1525, þegar
Sólveig gamla abbadís var enn í
blóma lífsins og stjórnaði með
skörungsskap. Einnig skulum við
hnýsast í bókakistu staðarins. Inn-
an kirkju eru þá 2 krossar með
undirstöðu, Maríulíkneski í hurð-
um, Þorlákslíkneski, Katrínarlíkn-
eski með alabastur, Jóhannesar-
llkneski (líklega af Jóhannesi
skírara), Tómasarlíkneski postula,
ólafslíkneski með alabastur. Altari
með þrennum búningi, altaris-
steinar 3, skrín búið með kopar,
textaspjald með silfur. Maríu-
skrift í hurðum og beitslegið með
silfur (liklega bæði málverk og
upphleypt mynd). Einn kopar-
hjálmur (kertahjálmur?), 4 kopar-
stikur, eitt merki, 2 glóðarker, 2
bríkur, 2 bríkarklæði. Messu-
klæði 7 alfær, nema brestur til
einn serkur, kaleikar 5 með pat-
ínum, propiciatorium með silfur,
8 klukkur, 2 smáklukkur, 7 kistur
í kirkju, 2 kistur í kapitulum, 1
járnkista, 4 fornar stikur. Þessar
bækur auk messubóka og latínu-
bóka annarra, Maríu saga, Biblía:
Baríams saga, Vítas patram,
Martinus saga, Nikulás saga,
Guðmundar saga, Þorláks
saga, Jóns saga, Antoníus
Maríu, Kalla-Magnús saga, er
hér talin með norrænum bókum.
Mætti ef til vill draga af því þá
ályktun, að hún hafi verið til í
þýðingu árið 1525.
(Heimildir: Reynistaðarklaust
ur eftir Margeir Jónsson, Skag-
firzk fræði III, Árbækur
Espólíns, Annálar, íslenzkar
æviskrár, Biskupasögur, Forn-
bréfasafn.
Kameljónið -
Framhaid aí bls. 657. __
ástæður til litbrigðanna. Fyrst má
nefna skapbrigði ýmiss konar, og
má taka hinn svarta illskulit kame-
ljónsins til dæmis í því sambandi.
Tvennt er til með það, hvort allur
likaminn bregður lit af þessum
sökum eða einungis hluti hans.
Augu sumra fugla skipta lit, þegar
þeir kenna ótta eða reiði. Mann-
fól-kið roðnar eða fölnar við ýmiss
konar geðsíhræringar. Kolkrabba
bregður svo við, ef hendi er veifað
yfir fiskabúri, að hann verður
fyrst kolsvartur, ljós andartaki
síðar og loks dröfnóttur. Um það
leyti sem kolkrabbar maka sig,
myndast zebrarendur á karldýr-
inu. Og ýmsar fiskategundir skipta
lit við sterk geðbrigði.
Þá breytist litur ýmissa dýra,
einkum lítt þroskaðra, í samræmi
við Ijósmagn það, sem á
þau fellur. Þau verða litvana í
myrkri líkt og jurtir.
Loks er að geta aðlögunarbreyt-
inga á lit — dýr taka lit af um-
hverfi sínu. Þessi breyting er alla-
jafna seinvirk, eins og sjá má af
því, að það tekur köngulóarteg-
und eina einn til tvo sólarhringa
að laga lit sinn að farfa þess
blóms, sem hún sezt á. Þessi
eiginleiki mun óviða þroskaðri en
hjá kolanum. Iðulega er erfitt að
greina bak hans frá botninum,
sem hann hvílir á.
Þannig komumst við að raun
um það, að kameljónið hefur í
raun réttri ekki neina sérstöðu í
dýraríkinu, hvað litbrigði áhrærir.
En því Kemur mönnum kameljón
fyrst í hug, þegar drepið er á lit-
brigði dýra, að það getur skipt
lit á fleiri en einn hátt og breyt-
ingin er ótrúlega snögg. Það er
haft eftir fræðimanni nokkrum,
að aldrei hafi náðst ljósmynd af
kameljóni með þeim lit, sem það
tekur á sig í mvrkri.
í þessu sambandi er rétt að
geta þess, að sumar kameljóna-
tegundir eru marglitar, til að
mynda sú, sem lifir í Arabíu.
Grunnlitur þess er krómgulur,
en á bakinu skiptast á bláar og
gular rendur, og sama máli gegn
ir um halann. En með . nokkrum
fyrirvara getum við sagt, að kam-
eljón séu yfirleitt dökkleit í dökk-
leitu umhverfi og Ijósleit í Ijós-
leitu umhverfi og þvi dekkri sem
kaldara er og bjartara.
Það eru vissar frumur í innri
húðlögum kameljónsins, sem lita-
breytingunum valda. Frumurnar
hafa að geyma litarkorn, og frá
hverri þeirra liggja taugar upp í
efstu húðlögin. Litur skepnunnar
á einhverri ákveðinni stundu
er undir því kominn, af hvaða
tagi þau litarkorn eru, sem berast
upp í efstu húðlögin, og hvaða
korn eru dregin til baka.
Nánar tiltekið er um fjögur húð
lög að ræða, sem eiga þátt í lita-
breytingum. Er litarefni í tveimur
þeirra, en hin tvö endurkasta ljós-
bylgjum og sía aðrar, ef svo mætti
að orði komast. Neðst eru svartar
frumur og liggja greinar frá þeim
út í yztu húðlögin. Næst er lag af
hvítum smákrystöllum, þá blátt
krystalslag, og efst er lag af gul-
um litfrumum. í þeim tegundum,
þar sem gerð húðarinnar er sú
sem að oían greinir, koma hinir
einstöku litir fram á eftirfarandi
hátt: gult, þegar svarta litarefnið
er dregið til baka og gula
lagið nýtur sín til fulln-
ustu, ljósgrænt, þegar bláa
kryistalslagið skín í gegn-
um það gula, dökkgrænt eins og
Ijósgrænt, nema hvað svarta litar
efnisins gætir einnig, svart, þegar
svarta litarefnð verður alls ráð-
andi, svo að ekki vottar fyrir hin-
um lögunuiíc En hafa ber
í buga í þ»ss7i sambandi,
T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÖ
669