Tíminn Sunnudagsblað - 06.08.1967, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 06.08.1967, Blaðsíða 20
I Skarðsdúkur. Hanri er kenndur við Skarð á Skarðsströnd, var varð- veittur ( kirkju þar. í dúkinn eru saumaðar myndir dýrlinganna Þorláks, Ólafs konungs, Magnúsar eyjajarls, Hallvarðs, Benedikts og Egidiusar. 'Fyrir ofan er letrað: abbadis Sólveig Brandsdóttir á Reynisnesi. þær, sem ekki eru taldar 1 stofnskrá, voru þessar: Fjall á Skagaströnd, Hraun á SJffga, Nes á Skaga, Malland, SkefiÆstagir., Skíðastaðir, Heiði, Veðramót, Tunga í Skörð- um, Hryggir, Brúarland í Skörð- um, Brúarland í Deildardal, Ham- ar, Keta á Skaga, Kjartansstaðir, Reykjarhóll, íbishóll. Daufá, Reykjavellir, Rugludalur, Leifs- staðir, Dæli, Dúkur, Þröm, Melur, Geirmundarstaðir. Búfjáreign klaustúrsins var þá 206 nautgripir, sauðfé 598 og hross 47, og hefur þetta verið álitlegt bú. Ráðsmaður var þetta ár séra Gamli Björnsson. Talið er, að Barbara abbadís hafi andazt 1460. Við klaustursstjórn tók þá systir Agnes, dóttir Jóns á Móbergi í Langadal, Jónssonar, en systir Ás- gríms, ábóta á Þingeyrum, og Þor- valds á Móbergi, föður Bjargar, konu Jóns lögmanns Sigmundsson ar. Var Agnes fyrst príorinna, en síðan vígð abbadís. Agnes hefur ætlað að gerast nokkuð sjálfráð í klaustursstjórn, að því er virðist. Hún hafði til að mynda í hyggju að ráða ráðsmann, Þorleif Árnason í Glauonbæ, á móti vilja Ólafs Rögnvaldssonar Hólabiskups. Gerði biskup abbadís áminningu og lét hana og systur heita sér hlýðni og hollustu. Ráðsmaður á Reynistað varð síðar séra Jón Þorvaldsson, bróðursonur Agnes ar, síðar ábóti á Þingeyrum. Hinn 4. febrúar árið 1493 gekk til systra lags í klaustrið merk kona, er síð- ar átti eftir að verða seinasta abba- dís þess, Sólyeig Hrafnsdóttir, lög- manns á Rauðuskriðu (þess sem átti í Hvassafellsmáli við Ólaf biskup Rögnvaldsson, svo sem al- þjóð er kunnugt), Brandssonar. Sólveig gaf með sér jörðina Skarð í Fnjóskadal. Bróðir Sól- veigar var Brandur, príor á Skriðuklaustri, og bróðursonur hennar Hrafn yngri, lögmaður í Giaumbæ, tengdasonur Jóns bisk- ups Arasonar. Þessar eru taldar nunnur í klaustrinu um aldamótin 1500: Guðbjörg Pálsdóttir, Helga Þorkelsdóttir, Steinvör Guðólfs- dóttir, Þorgerður Jónsdóttir, Þór- dís, systurdóttir Agnesar, Sólveig Hrafnsdóttir og sjálf abbadisin Agnes, alls sjö talsins. En tíu nunnur voru í klarœstrinu árið 1430. Agnes mun hafa dáið há- öldruð árið 1507. Gottskálk Nikuláswon biskupt- vigði Sólveigu Hrafnsdóttur til abbadísar heima á Hólum hinn áttunda dag jóla 1508. Merkasta mál klaustursins um daga Sólveig- ar var svonefndur lambadómur, sem klerkar Gottskálks biskups ásamt Einari ábóta á Þverá og Nikulási príor kváðu upp 28. marz 1514. Dæmdu þeir „hvern bónda sem búa á milli Hrauns á Skaga og Hofs í Dali, með Hólmi og Hegra- nesi, eða um hálfan Skaga- fjörð, skyldan til að ala lamb fyrir Reynistaðaklaustur, en gjalda 3 marka sekt sá er neitaði.“ Sól- veig átti í ýmsum málaferlum, til dæmis við Brand Ólafsson, lög- réttumann í Húnaþingi og Jón nokkurn Guðmundsson, sem hélt klausturjörðina Hof á Skagaströnd, og hélt vel á rétti sínum og klaust- ursins. Sólveig var mjög frænd- rækin, og gaf hún Hrafni lög manni, frænda sínum, jörð þá, sem hún lagði með sér til klaustursins með samþykki klaustursystra og Jóns biskups, tengdaföður Hrafns. og var bréf um gjöfina gert 23. marz 1527. Vart hefur þó gjöf þessi verið í samræmi við almenn kirkjulög. í tíð Solveigar, árið 1525 voru taldar eignir klaustursins. Voru þá jarðir í byggð 42 og í eyði 7 jarðir. Búfjáreignin var 114 nautgripir, sauðfé 520 og hross 33. Sólveig abbadís hefur verið nafnkennd höfðingskona á' sinni 668 T I M I M N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.