Tíminn Sunnudagsblað - 06.08.1967, Blaðsíða 16
ar þessir standa hvor hjá öðrum
úr sjó, djupt, lítið sund milli
þeirra.“ Einhver hefur svo bent
klerki á þessa villu, því að við
djúpa sundið er vísað niður og
stendur þar neðan við lesmálið:
Sundið er fyrir utan Klakkana.
Ég tel útilokað, að nokkurn
Mma hafi nokkur skógur verið við
Eiríksvog, en hitt er ekki ósenni-
legt, að Eirikur hafi getað leynzt
i voginum, meðan hann bjó skip
sitt að lokum, því að lítt sér inn
á voginn, nema farið sé sundið
milli Stekkjareyjar og Skertlu. En
þá leið fara fáir aðrir en þeir, sem
ætla að koma við í Klakkeyjum.
Þetta var hið sögulega sigurljóð,
en auk þess bera eyjarnar með sér
önnur sigurljóð, þar sem er fall-
egt og margbreytilegt Iandslag,
fagurt útsýni, skemmtilegt dýra-
lif og friðsæld. Þegar þessu slepp-
ir taka við raunabögur kotsins.
f jarðabók Árna Magnússonar
1703-1705 stendur um Klakkseyj-
ar:
„Dímonarklakkar.
Eyðiey, hefur áður byggð verið.
Jarðardýrleiki IIII hundruð.
Jarðeigandi Helga Eggertsdóttir
að Skarði.
Þessa eyðiey hefur með til gagn-
semda Einar Bjarnarson að Skál
ey.
Landskuld V aurar.
Betalast með einum fjórðungi
dúns til jarðeiganda.
Kúgildi ekkert, áður hefur fylgt
I kúgildi, þegar byggzt hefur.
Eggver og dúfnatekja er þar að
nokkru gagni.
En slægjur litlar, beit nokkur.
Hlunnindi ekki önnur nefnandi.
Heimræði hefur þar verið fyrr-
um, nú ekkert.
Kann ómögulegt að byggjast, fyr
ir heyskapar- og grasleysi11.
Af jarðabókinni er ljóst, að um
1700 hefur jörðin verið í eyði, og
orðalagið „þegar byggzt hefur“ gef
ur til kynna, að áður muni ábúð
á eyjunum hafa verið slitrótt. Ó-
víst er og jafnvel ósennilegt, að
bóndinn þar hafi nokkurn tíma
átt þar kú. Þó mun hafa verið
hægt að ná þar upp kýrfóðri, en
erfiðara að afla heyja fyrir tudd-
ann líka, en tuddalaus stendur
kýrin geld og undir hælinn lagt,
að hægt yrði að koma kúnni á
smákænu til næstu bæja, í eyjum
eða á landi, þegar þörf krefði.
Sauðfé hefur verið aðalbústofn
inn, svo að mjólk hefur verið næg
um sumarmánuðina og hægt hef-
ur verið að leggja upp smjör og
skyr til vetrarins. Sauðbeit hefur
verið nægileg og slægjur fyrir
kindurnar, sem oftast hafa getað
gengið úti fram undir hátíðir og
Lundabyggð f Klakkeyi-
um.
stundum lengur, nema vetur hafi
verið fcöluvert harðari en nú ger-
ist.
Ekki er ólíklegt, að oftast hafi
setið þarna leigúliðar. Heimræðl
hefur verið þar fyrrum, nú ekkerfc,
segir jarðabókin. Húsbóndinn hef*
ur þá róið undir Jökli á vetrar-
verfcíð, á útvegi jarðeiganda, fyrir
hálfdrætti eða minna, og komið
hefur það fyrir, að húsbóndinn
kæmi ekki heim að vertíð lok-
inni. Sjóslys voru þá fcíð undir
Jökli.
Sagnir eru um það, að seinasti
ábúandinn í Klakkeyjum hafi ver-
ið ekkja, Elín að nafni. Við hana
er kenndur Elínarboði, skammt
austan við Bæjareyna. Þar braut
Elín bát sinn og fórst, á heimleið
frá kirkju í Dagverðarnesi.
í jarðabók frá árinu 1800 er get-
ið um eyðieyjarnar Dímonar-
klakka og Helganaut og sagt, að
Klakkarnir séu sameinaðir Dag-
varðarnesi og Helganautur Purkey
svo að ekki hefur þá verið búið
í Rlakkeyjum. Það má því telja
áreiðanlegt, að ekki hefur verið
búið þar alla 18. öldina, sem lengst
af mátti kalla hörmungaöld.
í fyrrnefndri sóknarlýsingu frá
1840 er sagt um Klakkeyjar: „Eyj-
arnar, sem eru Bæjarey, Stekkjar-
ey, Skarða og Skertla, voru í forn-
öld fráskildar Dagverðarnesi og
fóru kaupum og sölum.“ Hinn 24.
maí árið 1691 seldi Sigríður Bene-
diktsdóttir að Arnarbæli í Ölfusi
þær til Guðmundar Sigurðssonar
fyrir 20 rd. og gagnlega kú þá
voru eyjarnar taldar 6 hundruð á
landsvísu. Jarðabók Árna Magnús-
sonar fcelur eyjarnar eign Helgu
Eggertsdóttur að Skarði. Skarðs-
ættin hefur löngum verið talin
halda utan um sitt, og síðan munu
Klakkeyjar hafa verið í eigu af-
komenda þeirrar ættar.
Peir, sem hugsa sér
a3 halda Sunnudags-
biaðinu saman, ættu
að athuga hið'fyrsta,
hvort eitthvað vantar
í hjá þeim og ráða bót
á því.
%*sngsGtæssm!&ssi®.
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ