Tíminn Sunnudagsblað - 06.08.1967, Blaðsíða 19
Sæmundsdóttur, frændkonu hans.
Voru gefin með þeim 50 hundruð.
Hlugl, sonur séra Björgólfs, lagði
íbishól með sér f próventu til
klaustursins árið 1427.
Mikil hátíð var á Hólum 4.
febrúar 1431, er Jón Vilhjálmsson
biskup vígði þar átta nunnur til
systra í klaustri heilagrar Maríu
og heilags Benedikts að Stað i
Reynisnesi. En þær voru þessar:
Sigríður Sæmundsdóttir, Þóra
Finnsdóttir, Steinunn Björgólfs-
dóttir, Þóra Illugadóttir, Helga
Bjarnadóttir, Arndís Einarsdóttir,
Agnes Jónsdóttir og Þórdís Finns-
dóttir.
Eiðsbréf þeirra systra er enn til
og er á þessa leið: „Ég, systir N.N.
lofa guði, heilagri Maríu, heil-
ögum Benedikt og öllum helg-
um mönnum staðlega í þessu heil-
aga hreinlífi og samlifnaði minna
siða, að ég skal vera hlýðin alla
mína lífdaga míns lífs minni abba-
dís eður priorinu eftir reglu vors
heilaga föður sancti Benedikts.
Lifa skulum með hreinlífi og
hlýðni. Og eiga enga peninga utan
minna systra vitorð og þjóna guði
í heilagrar Maríu klaustri að Stað
1 Reynisnesi og þetta . sama stað-
festi ég og vitna með minni eigin
hendi nærverandi herra Jóni með
guðs náð biskup á Hólum.“
Hér í bréfinu koma glöggt fram
helztu klausturheitin: Hreinlífi,
hlýðni við yfirboðara og fátækt.
Á því fyrstnefnda varð skjótt mis-
brestur í klaustrinu. Skömmu
seinna á árinu 1431 ól Þóra Illuga-
dóttir barn séra Þórði Roðbjarts-
syni, líklega einum staðarpresta.
Var slíkt reginhneyksli á þeim
dögum. Hefur systir Þóra, sem
líklega var dóttir Illuga Björgólfs-
sonar, verið vígð nunna þunguð.
Ekki átti af klaustrinu að ganga
í þessum málum, því að um næstu
áramót ól Þuríður Halldórsdóttir,
sem átt hafði langa vist í klaustr-
inu, barn og kennir það Þorláki
Sigurðssyni, bryta á Hólum. Þegar
þessi tíðindi spurðust út, má ætla,
að mörg kristin manneskja hafi
signt sig í vandlætingu. Biskup
tók fremur vægt á þessum brot-
um. En klaustrið hefir verið lengi
að ná sér eftir slíka atburði, og
má búast við, að þvílíkt hafi verið
vatn í myllu gárunga og þeirra,
sem vantrúaðir voru á almætti
kirkjunnarr Munu færri karlmenn
hafa litið systurnar aagum eftir
þetta en áður var.
Þórunn Ormsdóttir dó um 1432.
Varð þá príorinna Þóra Finnsdótt-
ir. Gottvin Skálholtsbiskup, um-
boðsmaður Hólakirkju, skipaði
hana abbadís 25. ágúst 1437. Lög-
mannsfrú Margrét Bjarnadóttir,
kona og, þegar hér er komið sögu,
ekkja Hrafns Guðmundssonar, lög-
manns á Rauðuskriðu J Reykjadal,
réðst til systralags í Reynistaðar-
klaustur 28. nóv. 1432 og lagði með
sér 60 hundruð. Hrafn, maður
hennar, átti, sem kunnugt er, í
miklum deilum við Jón Vilhjálms-
son Hólabiskup og dó í forboði
kirkjunnar. Gaf Margrét Hóla-
kirkju Hóla í Laxárdal fyrir sál
Hrafns. Biskup lofaði að láta
syngja 30 sálumessur fyrir sálu
Hrafns í dómkirkjunni fyrir næstu
fardaga, og tvær messur skyldi
hver bróðir og prestur í biskups-
dæminu syngja fyrir sálu hans,
svo að Hrafni hefur átt að vera
vært í hreinsunareldinum. Illugi
Björgólfsson, sem áður getur, var
um þetta leyti, fram til 1436, ráðs-
maður klaustursins og bjó á Vík
í næsta nágrenni Staðar. Þá tók við
ráðsmennsku á Reynistað séra
Nikulás Kálfsson, er þar hafði
verið klausturprestur. Um 1440
kom í klaustrið systir Margrét
Þorbergsdóttir úr Kirkjubæ. og
urðu um það bréfagerðir.
Barbara nokkur varð abbadís í
klaustrinu fyrir 16. júli 1443, en
þá er hennar getið á Iíólum í
Hjaltadal í sambandi við það, að
Úlfhildur Ketilsdóttir gaf Reyni-
staðarklaustri allar bækur sínar.
Þetta ár átti Barbara og i jarða-
skiptum við Guðmund Björgólfs-
son, bróður Illuga ráðsmanns, og
lofaði að taka son Guðmundar til
kennslu og láta vígja hann til
prests að því loknu. Var náms-
kostnaður reiknaður á 20 hunrduð.
Hefur skóli verið haldinn á
klaustrinu á þessum tímum og
sjálfsagt bæði fyrr og síðar. Ilelga
Finnsdóttir gerðist próvenutkona
klaustursins 1459 með 30 hundruð- '
um í fríðu og ófríðu. Var þá ráðs-
maður klaustursins séra Sigurður
Þorláksson. Einnig átti Barbara í
jarðasölu þetta árið. Reikningur
klaustursins, sem svo var kallaður,
var gerður árið 1446, og eru
taldar þar upp jarðir staðarins,
kúgildi og bygging eða leigumáli
jarða. Jarðir í byggð miu 44 tals-
ins og eyðijarðir voru sjö. Jarðir
Skagfirzkt altariskiæði, frá Reykjum ( Tungusveit, úr kaþólskum sið.
Liósmynd: Gísli Gestsson.
TfMINN - SUNNUDAGSBLAÐ
667