Tíminn Sunnudagsblað - 06.08.1967, Síða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 06.08.1967, Síða 17
ReynistaSur. Ljósmynd: Páll Jónsson. JÓNAS GUÐLAUGSSON: REYNIST ADARKLAUSTUR Gizur jarl Þoi’valdsson gaf jörð- ina Reynistað í Reynisnesi, eins og hún var stundum kölluð, til klaust urstofnunar. En sjálfur ætlaði hann að klæðast kanokabúningi í Viðey, því klaustri, sem faðir hans hafði staðið að, að reist væri. En Gizur andaðist, áður en af þessu yrði, eða 12. janúar 1268. Jör- undur Þorsteinsson var um þetta leyti nýorðinn biskup á Hólum, og tók hann Reynistað í sína um- sjiá og stólsins. Af klausturstofn- un á Stað í Reynisnesi varð ekki fyrr en árið 1295, er Jörundur ásamt frú Hallberu Þorstednsdóttur setti systraklaustur af Benedikts- reglu á staðinn. Sama ár setti Jör- undur kanokaklaustur af Ágústln- usarreglu á Möðruvelli í Hörgár- dal. Annálar sumir telja klaustra- stofnanir þessar til ársins 1296, en fyrrnefnt stofnár er þó talið réttara. Það var eðlilegur gangur í klausturmálum landsins, að á Stað væri reist nunnuklaustur, þar sem aðeins eitt nunnuklaustur var fyrir í landinu, að Kirkjubæ á Síðu. Konur í Hólabiskupsdæmi og nærlendis fengu nú sitt trúar- lega hæli í nýstofnuðu klaustri á einhverri beztu jörð norðanlands. Hér áttu trúkonur, aldraðar höfð- ingskonur og gjaforðslausar höfð- ingjadætur vísan samastað og einnig þær konur, sem vildu fá betri menntun en almennt var. Ingunn á Hólum, fyrsta íslenzka konan, sem vitað er til, að hafi aflað sér góðrar menntunar í bók- legum fræðum, og leiðrétti bækur manna, var einmitt ættuð úr Skaga firði. Mikið fé þurfti jafnan til klaust- ursstofnunar. Ríflega var lagt til systraklausturs á Stað, og er mér ekki kunnugt um, að nokkurt klaustur hérlendis hafi byrjað með jafn vænan skerf af jarðnesku gózi. Auk jarðarinnar Reynistaðar, en honum fylgdu Holtsmúli og Hvammur, eru klaustrinu taldar 23 jarðir og jarðapartar. En þær voru þessar: Gröf hin jdri, land- skuld 2 hundruð, Gröf hin syðri, landsk. 2 hundruð og kýreldi, Páfastaðir, landsk. 4 hundruð, Vermslaland hálft (nú Varmaland), landsk. 1 hundrað, Fjallsland, landsk. 2 hundruð, Skarðsá, landsk. 1 hundrað og 14 aurar, Hóll, landsk. 2 hundruð, Stöpull, landsk. 2 hundruð, Daðastaðir, landsk. 3 hundruð, Hólar, landsk. 9 vættir skreiðar, Skörðugil syðra, landsk. 3 hundruð og 3 lambeldi, Skörðu- gil ytra, landsk. 2 hundruð, Foss hálfur, landsk. 6 vættir skreiðar, Brókarlækur, hálf jörðin. lajidsk. 4 vættir skreiðar, Hnúðnes, landsk. 12 vættir skreiðar, Selá hálf KLAUSTURÞÆTTIR III T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 665

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.