Tíminn Sunnudagsblað - 20.08.1967, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 20.08.1967, Blaðsíða 4
$Wf Seinasta klausturstofnun á Is- landi í kaþólskum sið var að Skriðu í Fljótsdal árið 1494. Var aðdragandi þess sá, að Hallsteinn Þorsteinsson, sýslumaður á Víði- völum í Fljótsdal, og húsfrú Sess- elja Þorstelnsdóttir, kona hans, gáfu guði almáttugum, Maríu mey og hinu helga blóði Skriðu í Fljótsdal með öllum rekum og ítökum til klausturseturs. „Það hið heilaga blóð var kom- ið upp úti í Þýzkalandi og var sagt, að væri blóð af Kristi sjálf- um, leifar eður helgur dómur," segir Espólín. Stefián Jónsson Skálholtsbiskup setti klaustrið, og mun hann sjálf- ur hafa verið ábóti þess, en brœð- ur kosið príor yfir sig. Ágústín- usarregla var haldin í klaustrinu, og var það helgað líkama og blóði Krists og kallað heilagt líkama- klaustur að Skriðu. Steíán, biskup í Skálholti 1491- 1518, var einn umsvifamesti kirkju höfðingi, sem um getur hérlendis, og mun vald kaþólsku kirkjunnar aldrei hafa verið meira en á hans dögum og eftirmanns hans, Ög- mundar Pálssonar. Stefán var sonur Jóns, bryta i Skálholti, Egilssonar. Telja æfct- fræðingar ætt hans til Oddaverja, en móðir hans er talin Ingiríður dóttir Vigfúsar hirðstjóra ívars- KLAUSTRAÞÆTTIR V sonar og Guðríðar Ingimundar- dóttur, sem var norsk að ætterni, Miklar ættir má rekja frá syst- kinum Stáfáns. Stefán varð prestur árið 1472, stundaði nám í Frafeklandi og víð- ar erlendis að sögn, en heinj er hann kominn árið 1482 með lærdómsgráðuna „baccalaureus artium". Stefán var önnur hönd Magnús- ar Eyjólfssonar Skálholtsbiskups, áður. ábóta að Helgafelli, og sjálf- sagt hefur hann verið kirkjuprest- ur og líklega rektor í Skálholti, því að skóla hafði hann á staðn- um, eftir að hann var biskup orð- inn. Stefán biskup var forsjármaður um alla veraldlega hluti jafnt sem kirkjulega. Hann hafði kon- ungsleyfj fyrir hafskipi stólsins, sem hann lét flytja vörur milli 700 T I M » IS N — 3UNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.