Tíminn Sunnudagsblað - 20.08.1967, Blaðsíða 7
Úr 'Fljótsdal.
Ljósmynd: Páll Jónsson.
með: „Það gjörum vér Jón prest-
ur Koðráns og Teitur Þor-
leiifsson, Tómas Tómasson, Stein-
móður Þorvarðsson, Jón Oddsson,
Jón Jónsson góðum mönnum kunn
ugt með þessu voru opna bréfi,
að þá er liðið var frá hingaðburð
vors herra Jesú kristi 1514 ár,
föstudaginn næsta eftir Lárentíus-
armessu að vér vorum þar hjá
sáum og heyrðum í skálanum á
Brekku í Valþjófsstaðasókn að
Valtýr Sigurðsson fékk og
gaf jörðina Hvanná er ligg-
ur í Hofteigsþingum í Jök-
uldal klaustrinu á Skriðu til ævin-
legrar eignar og frjáls forræðis,
undan sér og sínum erfingjum os
eftirkomendum með öllum þeim
gögnum og gæðum sem greindri
jörð fylgir og fylgt hefur að fornu
og nýju og hann varð fremst að
eigandi. Eftir þeim dóm og skil-
ríki sem þar er um gjört. Var
greindur Valtýr heill að viti og
allri skynsemd, en sjúkur á lík-
ama og skildi fyrrnefnd jörð
Hvanná vera ævinlega eign Skriðu
klausturs upp frá þeim degi er
þá var komið hvort sem þrátt
nefndur Valtýr stigi fram eður
ekki. Og hér með hafandi handsöl
að með herra príor Þorvarð for-
mann heilags klausturs er þá var
þar nærverandi og hans conventu-
bróðir Jón. Og til sannenda hér
um setjum vér fyrrnefndir menn
vor innsigli fyrir þetta bréf hvert
skrifað var heima á Skriðuklaustri
þriðjudaginn næsta fyrir Nativitas
beatae Mariae virginis á sama ári
sem fyrr segir.“ Þetta bréf þarf
engrar skýringar við og er svip-
að öðrum gjafabréfum.
Þorvarður príor kaupir hlut í
Borgarhöfn árið 1520 og síðar,
1525, fær hann jörðina Seljamýi'i
undir klaustrið. Ekki hafa allir
bræður Maustursins verið aldæla.
Bróðir Jón Jónsson gerði Oddnýju
Hallvarðsdóttur barn, og er bréf
um þetta mál dagsett 1. október
1524. Ögmundur biskup tók vægt
á þessu broti. Var bróðir Jón
Skyldaður til þess að kenna í
klaustrinu og settur sacritanum
yfir kirkju og klaustur. Er áður-
nefnt bréf órækt vitni um skóla-
hald á Skriðuklaustri. Þorvarðs
príors er og getið í bréfagerð í
sambandi við lauslæti Ragnheiðar
nokkurrar Erlendsdóttur. Þorvarð
ur lét af prlordæminu árið 1530
og var þá búinn að vera forstöðu-
maður klaustursins í 24 ár. Hann
er lifandi árið 1532 og er þá bróð-
ir í klaustrinu.
Jón Markússon verður príor á
Skriðu 1530 og er þar til 1534.
Hann var áður prestur við kirkju
Jóhannesar skírara í Vallanesi
eins og fyrirrennari hans. Er
hann þar eigi síðar en árið 1504
og er líklega kominn á gamals
aldur, er hann verður príor. Fað-
ir Jóns er talinn af ættfræðingum
Markús Magnússon, Markússon-
ar, Þorsteinssonar af Skógaætt
undir Eyjafjöllum. Sonur Jóns
príor er talinn Markús sýslumaður
á Víðivölium.
Verður þá fyrir Brandur Hrafns
son (f. um 1470, d. um 1552), stór-
ættaður maður, sonur Hrafns lög-
manns eldra Brandssonar í Rauðu-
skriðu og Margrétar Eyjólfsdótt-
ur riddara Arnfinnssonar. Var
hann lengi prestur á höfuðbólinu
Hofi í Vopnafirði og þjónaði ailra-
heilagrakirkju þar frá því um 1494
og þar til hann varð príor á
Skriðu í heilags líkamaklaustri þar
eins og segir í vigslubréfi hans,
sem sýnir að hann var jafnframt
vígður til bróður í klaustrinu.
Hefur hann því ekki verið þar
áður og komið beint frá Hofi
Pramhald 4 711. sfðu
1ÍMINN - SUNNUDAGSBLAi)
703