Tíminn Sunnudagsblað - 20.08.1967, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 20.08.1967, Blaðsíða 2
TÍNT UPP AF GÖTUNNI Á ÉG ÞETTA ALLT? Á seinni hluta 19. aldar var fátæk barnakona i Borgarfirði. Hún var bæði greind og ættfróð. En einu tækifærin til að fræðast voru þau, ef gest bar að garði, sem hún gat spurt og spjallað við. Fór þá stundum svo að hún fylgdist betur með því, sem spjallað var en því, sem hún var að gera. Eitt sinn, er hún að veita gesti sínum kaffi og um leið að yfir- heyra hann um ætt einhvers, sem um var rætt. Réttir hún bónda sínum líka kaffibolla, en hafði gleymt að renna kaffinu í hann. Bóndi lítur ofan í bollann og sér, að hann er galtómur, og spyr með mestu hægð: „Á ég þetta allt?" (Sögn KrisUcifs fræðimanns á Stóra-Kroppi). Björn Jakobsson skrásetti Teikning: Ingunn Þóra Magnúsdóttir 698 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.