Tíminn Sunnudagsblað - 20.08.1967, Blaðsíða 15
leg, þvl að eAginn landnemanna
var eftir til frásagnar. Þeir voru
horfnir og raunar elekert að finna.
sem bent gæti til afdrifa þeirra.
Gizkað er á að sjúkdómar og
skortur annars vegar og Indí-
ánar hins vegar hafi gert
út af við þessa fámennu
sveit. Sakir styrjalda og
margvíslegra erfiðleika fór svo, að
16. öldin leið, án þess að England-
ingar hefðu náð fótfestu á hinu
nýja meginlandi í vestri. Árið 1603
andaðist Elísabet, hin aldna mey-
drottning Englands. Völdin féllu
þá í hendur Jakobi konungi í Skot-
landi, syni Maríu Stúart, sem Elísa-
bet hafði lengi haft í haldi og síð-
ast Iátið hálshöggva. Við valda-
töku Jakobs konungs í Englandi
sameinuðust þessi grannlönd, er
lengi höfðu eldað grátt silfur, um
konung, og var það upphafið á
• ild
síðar. Jakob 1. konungur samdi
frið við Spánverja, þegar árið eftir
að hann kom til valda, og upp úy
því hófst nýr kafli í landnámstil-
raunum Englendinga í Ameríku.
Áhugi Englendinga á landnámi í
Ameríku óx mjög í byrjun 17.
aldar. Þeir voru orðnir djarfari og
reyndari sjófarendur en áður og
stóð minni stuggur af yfirburðum
Spánverja á hafinu. Ýmsir áræðn-
ir brautryðjendur höfðu líka kann-
að strendur hinnar nýju heims-
álfu, og við það hafði þekking
manna á landfræði og staðháttum
þar vestra aukizt verulega. Ensk-
ir fiskimenn voru einnig orðnir
heimavanir á aflasælum miðum úti
fyrir ströndum Norður-Ameríku.
Þeir stigu þar gjarna á land,
tóku vatn, verkuðu fisk og hvíldu
lúin bein. Fyrir þá var mjög æski-
legt, að enskar nýlendur risu í
vesturvegi. Þá var það mikilvæg
undirstaða væntanlegrar nýlendu-
stofnunar, að sakir breyttra at-
vinnuhátta höfðu fjölmargir ein-
staklingar í Englandi hagnazt stór-
um á vaxandi iðnaði, verzlun og
siglingum á undanförnum áratug-
um. Þessir menn höfðu sem sé
komizt yfir fjármagn, og
það vildu þeir gjarna festa
í enn arðvænlegri fyrirtækj-
um. Margir boðuðu þá kenn-
ingu, að nýlendustofnun væri
lausnarorðið í þessum efnum, og
var sú skoðun í góðu samræmi við
kenningar kaupskaparstefnunnar.
Ekki var auðvelt fyrir neinn ein-
stakling að taka á sig allan þann
kostnað, sem fylgdi því að gera út
skip og flytja fólk vestur um haf
og efna þar til nýbyggðar Þess
vegna slógu margir sér saman og
stofnuðu eins konar hlutafélag í
þessu augnamiði. Margir voru fús-
ir til að leggja fé í þessi félög,
því að hagnaðarvonin var mikil,
þar sem flestir trúðu þvi á þess-
um tímum, að jarðvegurinn í Ame-
ríku væri bókstaflega þrunginn af
gulli og silfri
Gangnamenn drukkna
Um gangnaleytið 1873 gerði of-
boðslegt vatnsveður á Suðurlandi,
og kom ógnarflug í allar ár. Hvað
mest var úrfellið fyrri hluta mánu-
dags 22. september.
Þennan sama dag voru gangna-
menn úr Flóanum á leið á fjall,
og komu fjórir þeirra síðla dags
að Þverá þeirri, er fellur niður í
Þjórsá milli Fossness og Haga i
Gnúpverjahreppi. Flóamönnum
leizt áin ekki árennileg, en þó
riðu tveir þeirra út í hana. Slark-
aði annar þeirra yfir, en hestur
hins hnaut, og slitnaði maðurinn
af honum í kafinu. Tókst hestin-
um að rífa sig upp úr ánni, en
straumurinn fleytti manninum á
svipstundu út á Þjórsá, og hvarf
hann þar þegar sjónum förunauta
sinna. Sá, er þarna fórst var ungur
maður, Helgi Helgason frá Hellu-
seli í Stokkseyrarhreppi.
Degi síðar voru norðurreiðar-
menn úr Flóa á leið upp Hruna-
mannahrepp. Komu fimm þeirra á
undan öðrum fram í Grímsstaði,
áfangastað leitarmanna við Laxá,
gegnt Hrunakróki. Stigu þeir þar
af baki og hugðust bíða félaga
sinna, er ókomnir voru.
Þegar biðin lengdist, fitjaði ein-
hver í hópnum upp á því, að þeir
brygðu sér út yfir ána að Hruna-
króki til þess að fá sér hressingu.
Var þó lítið farið að hlaupa úr
Ánni og því mikill vöxtur í henni.
Þess getur ekki, hvort þeir ræddu
þetta lengi sín á milli, en á hesta
sína stigu þeir og riðu til árinnar.
Hún var flaummikil, en eigi að
síður riðu þeir út í ána, og gokk
þeim slarkandi, þar til þeir komu
að ál við vesturlandið. Þeir tveir,
sem fremstir fóru, komust samt
heilu og höldnu úr honum. En er
þeir litu um öxl, voru samferða-
menn þeir þrír lausir við hesta
sína. Tveir þeirra voru með öllu
horfnir, og veltist hestur annars
þeirra í ánni, en hinn þriðji flaut
uppi og barst að landi.
Menn þeir, sem þarna týndust,
voru Jón Magnússon frá Sölvholti
í Hraungerðishreppi og Guðmund-
ur Þórarinsson frá Þorleifskoti, báð
ir ungir menn Mikil leit var hafin
að líkum mannanna, og tóku allir
þátt í henni, er land áttu að Laxá.
Lík Guðmundar fannst að tveimur
dögum liðnum við eyri á vaði
milli Laxárdals og Hörgholts, en
Jóns að kvöldi þessa sama dags á
Heiðareyrum, framar í ánni.
(Ileimild: Víkverji).
Peir, seiji hugsa sér
aB halda Sunnudags-
blaðinu saman, ættu
að athuga hið fyrsta,
hvort eitthvað vantar
í hjá þeim og ráða bót
á því.
T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
?? 7