Tíminn Sunnudagsblað - 20.08.1967, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 20.08.1967, Blaðsíða 21
SÝSLUMAÐURINN Krossavik í Vopnafirði er tví- mælalaust eitt hið glæsilegasta höfuðból á Austurlandi og hæst að hundraðatali, fimmtíu hundruð að fornu mati. Á söguöld bjuggu þar Geitir Lýtingsson og Þorkell, sonur hans, og voru goðorðsmenn og héraðs- höfðingjar og frægir menn í sög- um. Eftir það finnst ekki, að þar hafi setið forráðamenn eða höfð- ingjar að staðaldri, svo að öldum skiptir, og hefur lega jarðarinnar út með Vopnafirði að austanverðu Oig sjálfsagt átt sinn þátt í því. Staðurinn var ekki í miðju héraðí. Þegar tímar liðu, varð Hof því af eðlilegum ástæðum miðstöð byggð arinnar og höfuðból, enda er það einnig hið prýðilegasta höfðingja- setur, landnámsjörð, vel í sveit sett og valdsmannasetur frá fyrstu tíð og lengi fram eftir öldum og síðan prestsetur. Á söguöld sátu þeir á Hofi, Brodd-Helgi Þorgilsson og Víga- Bjarni, sonur hans, niðjar Þor- steins hvíta landnámsmanns, er komst að Hofslöndum snemma á landnámsöld, svo sem segir í sögu hans. Þeir feðgar áttu í deilum við Krossvíkinga á söguöld og veitti heldur betur í þeim viðskiptum. Þeir urðu kynsælli og voru nefndir Hofsverjar. Kringum aldamótin 1800 var Guðmundur Pétursson sýslumað- ur í Norður-Múlasýslu og bjó í Krossavík. Hann var röggsamlegt yfirvald og talinn stórauðugur, þó að auðlegð sú, sem lengi hafði haldizt í ýmsum höfðingjaættum á íslandi, væri tekin mjög að þverra. Jón sýslumaður Espólin getur Guðmundar sýslumanns í ævisögu sinni og fer um hann lof- samlegum orðum. Þegar Jón kom á stúdentsárum sínum til landsins frá Kaupmannahöfn á Vopnafjarð- arskipi í illviðratíð, klæðalítill og peningalaus og orðinn stranda- glópur, tók Guðmundur hann heim til sín í Krossavík og lét hann dveljast þar, á meðan hann var að jafna sig eftir ferðavolkið. Lét hann síðan í té peninga og lánaði honum heim til heimferðar í Eyjafjörð. Jón Espólín minnist Guðmundar einnig í árbókum sin- í KROSSAVSK um, þar sem hann getur helztu embættismanna og sýslumanna, er þá voru á íslandi. Hælir hann Guðmundi öðrum fremur sakir glæsimennsku, lofsamlegrar em- bættisfærslu og áreiðanleika í hvJ- vetna. En við allt annan tón kvað við hjá Vopnfirðingum, þegar talið barst .að Guðmundi sýslumanni, hvernig sem öðrum sýslubúum kann að hafa legið orð til hans. Þeir köstuðu að honum mörgiun hnútum, og finnst þess þó getið, að hann fékk úr öðrum sveitum framtakssama og verkhaga bændur þeim til fyrirmyndar, svo að þeir mættu læra verklagni, háttprýði og betra búskaparlag. Ber það vitni um, að hann hefur viljað þeim vel og haft hug á að efla framtak, menningu og siðprýði í sveitinni. En sennilega hefur hann verið allharður í innheimtu, en fá- tækt á hinn bóginn. Er og þess að gæta, að hann varð að greiða sýslugjöldin úr sínum vasa, ef þau lukust ekki af almenningi. Ef til vill hefur fólk líka gert sér of háar hugmyndir um auð hans, sem ef til vill hefur verið tals- verður um skeið, enda sagt, að hann hafi átt hlut í skozkum verzlunarfélögum. En verzlun var á þeim tíma ótrygg, því að oft fórust skip eitt af öðru í siglingum eða þau sleit upp og rak á land í ofviðrum, þar sem þau lágu í höfnum. •, - Flestar sagnir þær um Guð- mund sýslumann. sém lifðu á vör- um fólks í Vopnafirði um síðustu aldamót höfðu á sér þjóðsagnablæ. Þær voru næsta óá.réiðanlegar, all- ar Guðmundi til finjóðs og niðr- andi í hans garð’ og sumar næsta óbilgjarnar. Sigurður hét maður, en ekki heyrði ég'’géti^ð um föður- nafn hans,~og engin deili veit ég á honum nema náfrii'ð. (Þetta hlýt- ur að hafa vérið Sipurður flótti frá Keflavík í Hégraþesi, er flæmd ist austur á land; var um skeið i Krossavík, strauk þaðan að sögn frá konu og börnum, og var hand- tekinn á Langanesi). Þessi maður hafði ratað i einhvers konar mis- ferli. (Hann hljópst á brott úr Skagafirði að eyddu því fé, er ýmsir bændur höfðu fengið hon- um til fjárkaupa). Ilafði Guðmund- ur sýslumaður dæmt hann til hegningar og hélt hann sem fanga heima þar í Krossavík eða í ein- hvers konar ánauð. Sigurður þessi var hagmæltur og hefndi sín á sýslumanni með því að yrkja ó- fagurt um Krossavíkurheimilið. Fer sumt af þeim kveðskap hér á eftir. Svo virðist sem þessi vísa hafi verið kveðin í Vopnafjarðarkaup- stað eða á firðinum þar fram- undan: Austur þarna undir sól eru að gjóta tíkur. Sést þar heim á bölvað ból, bæinn Krossavíkur. Þessari vísu breytti Sigurður þannig: Austur þarna undir sól einn er staður ríkur Sést þar heim á blessað ból, bæinn Krossavíkur. Næsta vísa ber það einnig með sér, að höfundurinn hefur ekki verið alls kostar ánægður í vist- inni hjá Guðmundi sýslumanni: 1 i Krossavík er bölvað bæli, byggðinni ég aldrei hæli, argur staður ófrelsis, utan hjónin gera greiða, , görpum þeim, sem um það beiða — fellur bagan fríhendis. Þessari vísu breytti Sigurður , einnig, og hljóðaði hún þá svo: Krossavík er staður starfa, stórbýli hjá fleti karfa, veglegt setur valdamanns. Þrjátiu hundruð þá var prísinn, þegar greiddist mundarrísinn, glampaði loginn gedduranns. Sigurður Metúsalem Sigur- björnsson frá Þorbrandsstöðum í Vopnafirði, sem fluttist vestur um haf og nefndi sig þar Askdal, mun hafa kannazt við þessar sagnir. Kallar hann Sigurð þenn- ) an Sigurð skálda og telur í hann hafa sloppið úr ánauð i Guðmundar sýslumanns fyrir til- 1 stuðlan Jóns bónda á Refstað. Seg- ir svo i bréifi frá honum, er birt- jst í Heimskringlu 16. febrúar j 1905: T f M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 717

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.