Tíminn Sunnudagsblað - 20.08.1967, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 20.08.1967, Blaðsíða 8
Veiðimaðurinn og fuglinn. Veiðimaður handsamaði ein- hverju sinni fugl, er talaöi manns- mál. Fuglinn sagði við veiðimann- inn: „Ef þú lætur mig lausan, skal ég kenna þér nokkur heil- ræði.“ Og veiðimaðurinn svaraði: „Getir þú kennt mér þrjú heil- ræði, skal ég láta þig lausan.“ Fuglinn sagði við hann: „Þú skalt ekki iðrast gerða þinna. Þú skalt ekki trúa þeim. er segir þér fjar- stæðu. Getir þú ekki klifrazt upp. skaltu ekki ómaka þig við að reyna það." Veiðimaðurinn lét nú fuglinn lausan, og hann mælti. er hann var frjáls: „Báglegur ertu og vesæll veiðimaður. Hvers vegna léztu mig lausan? í iðrum mínum er fólgin dýrmæt perla, stór og fögur. Hún er jafnvirði þúsund gullmola.“ Og síðan flaug fuglinn upp í hátt^tré og settist þar. Þá reyndi veiðimaðurinn að klifrast Um sáningartímann tók Pinkas fram skeppurnar tvær, sáði þeim í afmarkaðan reit á akri sínum og uppskeruna flutti hann í hlöðu. Svo gerði hann í sjö ár, og skepp- urnar tvær þúsundfölduðust. En að liðnum sjö árum komu fátæku mennirnir aftur til Pinkas' ben Jai‘r að sækja byggkornið, sem þeir höfðu látið eftir forðum. Hann þekkti þá að bragði, fylgdi þeim út í kornblöðuna, sem var full allt upp í ræfur, og mælti við þá: „Þessi fjársjóður heyrir yður til!“ Slík var guðhræðsla Pinkas ben Jai'r, að jafnvel húsdýr hans fyllt- ust trúarhita og fylgdu lögmálinu í einu og öllu. Einhverju sinni náttaði Pinkas ben Jai‘r í gisti- húsi. Veitingamaðurinn setti bygg korn í .jötuna hjá ösnu hans, en hún vildi ekki snerta það. Veit- ingamaðurinn hreinsaði bvggkorn vinstra megin við vogina og hélt á skítugri skjóðu. í hvítu skjóð- unni voru góðverk hins látna, en í skítugu skjóðunni voru syndir hans. Og nú tíndi verjandinn eitt góðverkið eftir annað upp úr hvítu skjóðunni. Af þeim lagði unaðs- legan ilm, og þau ljómuðu líkt og stjörnur á heiðskíru vetrarkvöldi. Ákærandinn tíndi og eina synd- ina eftir aðra upp úr skítugu skjóðunni. Þær voru biksvartar sem kol, og aí þeim lagði viður- styggilegan fnyk. Sál hins látna beið þar i dóm- salnum og horfði skelfd á athöfn þessa. Aldrei hafði henni komið til hugar, að slíkur reginmunur væri á hinu góða og hinu illa. Á jörðu niðri hafði hún oftlega efazt um, hvort gerðir sínar væru góðar eða illar. En vogarstöngin vagaði. St nd- um seig vogardÞkn' ■ ■ na. GYÐINGLEGAR HELGISÖGUK upp i tréð og vildi ná fuglinum, en hann féll til jarðar og fótbrotn- aði. Fuglinn mælti við hann: „Bág- legur ertu og vesalmenni. Heil- ræðum mínum gleymdir þú, jafn- skjótt og ég var frjáls. Ég sagði, að þú skyldir ekki iðrast gerða þjnna, en samt iðraðist þú þess að hafa látið mig lausan. Ég sagði, að þú skyldir ekki trúa þeim, er segði þér fjarstæðu, en samt hélztu perluna vera fólgna í iðr- um mínum. Að lokum sagði ég, að gætir þú ekki klifrazt upp, skyldir þú ekki ómaka þig við að reyna það. Hvers vegna reyndirðu þá að klifrazt upp í tréð? Þú vissir fullvel, að þú gætir aldrei klifrazt nógu hátt til þess að ná mér aftur.“ Hinn frómhjartaði rabbíni, Pinkas ben Jai'r. Einu sinni komu tveir bláfá- tækir menn til Pinkas ben Jai‘r og beiddust gistingar. Þeir áttu tvær skeppur af byggkorni, sem þeir báðu Pinkas að geyma um nóttina, en er þeir fóru næsta morgun, gleymdu þeir korninu. SÍÐARI HLUTI ið betur, en asnan vildi samt sem áður ekki snerta það. Þá sagði Pinkas ben Jai‘r: „Ef til vill hafið þér ekki tekið tíund af þessu byggi.“ Veitingamaðurinn tók þá tíund af byggkorninu, sem í jöt- unni var, og vildi þá asnan éta það. Pinkas ben Jai‘r mælti: „Þessi vesæla skepna vill hlýða boðum skaparans, en þér eruð svo sinnulaus að gefa henni fóður, sem ekki var helgað drottni.“ Gjafirnar þrjár. Einu sinni, það var fyrir langa löngu, andaðist Júði nokkur, og var hann jarðsettur að gyðing- legum sið. Sonur hans flutti yfir likinu harmkvælabæn, og sálin hófst upp til himna, þar sem hún kom fyrir hinn æðsta dóm. En þá henti sérstætt atvik og síðar önnur sérstæðari, og verður það efni sögu vorrar: í dóminum var allt til reiðu. Á miðju gólfi stóð vogin, þar sem vega skyldi góðverk og syndir hins látna. Verjandi hans, það er „gæzkan“, sem hafði búið í huga hans á jörðu niðri, stóð hægra megin við vogina og hélt á hvítri skjóðu. Ákærandi hins látna, það er „vonzkan“, sem hafði búið í huga hans á jörðu niðri, stóð Stundum voru góðverkin þyngri á metunum. Tíminn leið, drykk- löng stund. í lifanda lífi haíði sálin verið ósköp venjulegur ,;M. Hvorki haföi hún þrjózkazt ið drottin né brotið lögmálið :- un hafði verið eins og fólk er ihst, meinfangalaus, ekkert sérstakt góðmenni og því síður nokkurt illmenni. Sökum þessa voru í ? ióð unum bversdagsleg góðverl g smásyndir, sérhvert þeirra • t.t- vægt og þyngdi skálarnai a- lítið. Bkki að síður hlumdu iagn- aðarhróp 1 himnaríki, þegar skál- in með góðverkunum seig niður, en reyndist syndaskálin þyngri, grétu himnarnir, og kveinstafir hljómuðu allt að hásæti drottins. Loks voru skjóðurnar tómar. „Svo fljótt?" spurði dómvörður- inn, sem heíur líki engils. Verj- andinn og ákærandinn, sem báðir hafa líki engils, ranahverfdu skjóð unum, og þær voru galtómar. Dómvörðurinn gekk að voginni og gætti vendilega að, hvor skálin væri neðar. Hann gætti að, hvort góðverk eða syndir væru þyngri á metunum, Hann laut niður og horfði. Og hann horfði ærið lengi, af þvi að hann sá það, sem hafði aldrei áður sézt í hinum æðsta dómi. Dómsforsetinn spurði: 704 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.