Tíminn Sunnudagsblað - 20.08.1967, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 20.08.1967, Blaðsíða 18
yfir þá smámenni nokkurt, sem engum hópi heyrSi til. Og þar sem þetta var komið i hámæli, létu hugsuðir ríkisins álit sitt opinberlega í ljós, — sem sé, áð það, er gerzt hafði, gæti ógnað sjálfum grundvelli ríkisins, að ekki sé minnst á aga og reglu. Sá, sem ekki væri skipaður af þvl opin- bera, en gerði sjálfan sig að sendi- boða, yrði að teljast lögbrjótur og ábyrgðarlaus maður, sem vinni að hermdarverkum á skipulagi ríkis- ins. Ritsnillingar skrifuðu og lesend- ur gleyptu orð þeirra. Sömu orð- in streymdu út á meðal allrar þjóðarinnar, og enginn náði að segja neitt fyrr en einhver annar var búinn að segja hið sama. Menn tóku að furða sig á því, að þeir sem hatazt höfðu árum saman, hugsuðu nú eitt og hið sama, mæltu á sömu tungu og viðhöfðu sama orðfæri. Sendinefndir og fulltrúar gengu á fund ríkisleiðtoganna. Þeir tóku þeim vel og tjáðu sig fúsa að láta að vilja þjóðarinnar og hófu stór- fenglegt varnarstríð gegn manni þeim, er ráðizt hafði á skipulag ríkisins. En athöfn þeirra var orð en ekki gjörðir, á sama hátt sem gjörðir eru ekki orð. Og hefði það ekki verið sök- um forðagæzlumannanna, mundu þeir hafa skotið sér undan frekari gjörðum með orðum og aftur orðum. Þar sem forðagæzlumennirnir, bæði berhöfðungar og höfuðfats- menn, voru alla sína daga önnum kafnir við eitt meginatriði, nefnin- lega peninga, höfðu þeir vanizt á að neita sér um allt, sem ekki eru peningar, peningar einfalda hugar- störfin og samræma hjörtun, rétt eins og bankaseðill er einfaldur hlutur og hvern túkallinn má leggja upp að öðrum. Allir auð- menn ríkisins settust á rökstóla til að ræða um lögbrjóta nútimans, sem grafa undan skipulagi ríkis á örlagastundu, þegar þjóðin er þrúguð af hallæri, dauðinn vofir yfir og allir svelta. Því svo sem kunnugt er, hafa langsoltnir menn engu að tapa og verða enda gjarna uppstökkir. Hér verður höfundur þessa ríkisannáls að skjóta þvi inn að hvert orð, sem forðagæzlu- mennirnir mæla, er sannleikur. Svo máttvana voru menn af hungri að alllr þelr, er bera skyldu mat- föng og drykkjarvörur I hinar miklu miðdegisveizlur forðagæzlu- mannanna, hnigu niður undir bryð um sínum. Vín fær miklu áorkað og góður matur sömuleiðis. Þegar maginn er fullur, er sálin mett, og þegar sálin er mett, eru hugsanirnar skýrar. Enda leið ekki á löngu, unz forðagæzlumennirnir eygðu skoðanabróður hver í öðrum, og þegar tóku þeir að sýna hver öðr- um samúð, vinsemd og skilning. Að vísu voru sumir þeirra ber- höfðaðir og aðrir gengu með höfuð föt. En sakir mikils áts og drykkju, svitnuðu þeir- mjög, og veifuðu höfuðfatsmenn sér svala með húfunum, en við það urðu þeir berhöfðaðir. Hins vegar þurrkuðu berhöfðungar sér um enni og höfuð með klút, og við það fengu þeir á sig eins konar höfuðföt. Hvor flokkur furðaði sig á, að hann skyldi hafa gagnrýnt frændur sína, sem voru þó fjendur hans, og þeir skyldu nú vera nákvæmlega eins. Og er þeir fundu, að þeir voru sammála, einsettu þeir sér að gera eitthvað, sem væri öllum sameigin- legt. En hvað er öllum sameigin- legt? Við skulum nú sjá til með það. Málefni, sem í fyrstu virtist yfir- náttúrlegt, varð nú smám saman hluti af hinu náttúrlega. Hvernig þá? Allir forðagæzlumenn lands- ins gengu í að vekja stórmenni ríkisins. Höfuðfatsmenn höfuðfats- mennina og berhöfðungar hina ber höfðuðu, þar til allir sem einn söfnuðust saman á stað þann, er nefndist ,,Talfærahúsið“. Því sá, sem hefur talfærin í lagi, er herra þjóðarinnar. Tóku þeir að ræða, hvað gera skyldi lögum samkvæmt því að nú gat farið að rigna á morg un, og jörðin mundi gefa arð og þá væri búið að grafa undan allri reglu í ríkinu. Því ekki rigndi vegna þess, að yfirvöldin hefðu ákveðið, að ríkið þarfnaðist vætu, heldur fyrir þá sök, að óbreyttur borgari hafði tekið sig til og beðið um regn. Gæti það ekki auðveld- lega valdið algeru hruni, ef hverj- um og einum leyfðist að gera það, sem honum sýndist, án samþykkis ríkisstjórnarinnar! Og þar eð gerð- ir drottins virðast iðulega tilvilj- un háðar, gat regnið komið fyrir- varalaust. Þvi voru allir á einu máli um að samþykkja hverja uppástungu, sem væri, án umræðu og aðfinnslu, hiklaust og blátt á- fram. Þannig komu öll stórmenni ríkisins til fundarins. Berhöfðung- ar — þeir, sem ekki hafa höfuð sín í friði fyrir sól né regni, þar sem hið fyrra þurrkar upp heila- bú þeirra og hið síðara kemur þeim í koll, bókstaflega sagt, — þeir hata himininn og fást við það öllum stundum að setja hlíf milli sín og hans. Á heiðum dögum spenna þeir yfir sig eitthvað, sem líkist tjaldi, til varnar gegn sólu, og á rigningardögum gegn regni. Þar sem öll hugsun þeirra snýst um hlífiskjöld millum sín og him- ins, urðu þeir fyrstir til að stinga upp á að reisa skjólþak gegn regni yfir landið þvert og endi- langt. Þó svo að sjálfur drottinn vatnsins sendi regn af himni til að láta jurtir vaxa, mundi það ekki ná til jarðar. Ekkert mundi gróa, skipulag og regla haldast, og sá, sem hrófla vildi við skipu- laginu, sem og hinn, er ætlað hafði að hjálpa honum, þeir mundu engu fá framgengt. Höfuðfats- menn, er sífellt hugsa um það eitt, að hylja eittlhvað og byrgja, féll- ust á tillöguna með ánægju. Þeir skutu á öðrum fundi þegar i stað, fólu landmælingamönnum að mæla landið allt, þversum og langsum, og kusu nefnd, er kalla skyldi saman alla vefara í ríkinu til að vefa ábreiðu í stærð lands- ins. Aðra nefnd kusu þeir til að kalla saman alla trésmiði ríkisins að gera stólpa, er skyldu halda ábreiðunni uppi. Þriðju nefndina kusu þeir til að ákveða, hvað stólparnir skyldu standa. Kosin var og hin fjórða nefndin. Það var reknefndin, skipuð sérfræð- Ingum, er gefa ráðleggingar um, hversu reka skal staura í jörðu. Þá var og kjörin nefnd til að hafa eftirlit með hinu vinnandi fólki. Loks var s'kipuð ein nefndin enn, Á.S. (þ.e. án starfssviðs). Skiptist hún í tvær undirnefndir, Á.S.I. og Á.S.II. Þegar allar nefndir höfðu verið kjörnar, var skipuð yfirnefnd. Þá er allar þessar nefndir höfðu verið settar á laggimar, var kosin sérstök nefnd til að gefa yfir- breiðslunni nafn, af þvi að það, sem heitir einhverju nafni, getur orðið tákn, og slíkt gefur af sér peninga. Og peninga þörfnuðust menn vissulega til að framleiða ábreiðuna og stólpana, en þó fyrst og fremst til að standa straum af kostnaðinum við nefndarstörfin. Á 714 TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.