Tíminn Sunnudagsblað - 20.08.1967, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 20.08.1967, Blaðsíða 11
einhverja ósk. Hún svaraði stilli- laga: „Eg bið yður einungis um nokkra hattprjóna.“ Bæjarráðs- mennirnir litu hver á annan: „Er hún nú orðin viti sínu fjær af hræðslu!" En stúlkan svaraði þeim: „Nei, þetta er mín síðasta ósk.“ Og hún fékk nokkra hatt- rjóna. Bæjarstjórinn bauð nú að inda stúlkuna á hárinu við tagl folans. Og hermenn, vopnaðir bryn tröllum, stigu fram og bundu dóttur rabbínans á svörtu hárinu við tagl folans, og folinn var svo ólmur, að honum var naumlega haldið kyrrum. „Gætið yðar á f-olanum hátt- virtu borgarar," hrópaði bæjar- stjórinn til mannfjöldans á torg- inu og fólkið forðaði sér að veggj- um húsanna í kring. Sumir héldu á stafprikum, aðrir á svipuólum og enn aðrir á skærlitum dulum. Allir reyndu að verða sér úti um gott stæði, svo að þeir gætu séð aftökuna og tryllt folann. Á torginu var ys og þys, og enginn veitti Gyðingastúlkunni eftirtekt. Hún laut niður, sveipaði kjólnum þétt að nettum fótleggjum, og án þess að skeyta um kvölina stakk hún hattprjónunum gegnum kjól- efnið og djúpt í hold sér. Hún vildi ekki berast öll, þegar folinn drægi hana um bæjarstrætin. Gerðum stúlkunnar léði ein- ungis einn athygli: Sálin, sem flögr aði yfir torginu. Bæjarstjór- inn bauð nú að sleppa folanum, og karlarnir tíu stukku til hliðar. Fol inn þeystist af stað, og lýðurinn veinaði og ýlfraði og hrópaði, sló stafprikunum í götuna og veifaði dulunum, og folinn hljóp í tryll- ingu um stræti og torg. En sálin hafði tekið einn blóð dropa, er féll á torgið, þegar stúlkan rak prjónana í hold sér. Og sálin flaug með drop- ann til himna, og varðengillinn tók við gjöfinni. Þetta var önnur gjöfin. Þriðja gjöfin. Og enn flögraði sálin niður að leita gjafar að færa hinum fróm- hjörtuðu. Enn liðu mörg ár, og enn varð sáiin döpur í bragði. Mannlífið virtist henni fábrotn- ara en nokkru sinni fyrr og fólk- ið lítilmótlegra. Og sálin hugsaði sem svo, að verjandi og ákær- andi yrðu lengi að tæma skjóðurn ar, ef drottinn stefndi sálum mann heima til dómþings öllum í senn og léti vega góðverk þeirra og ill- virki. „í mannheimi er allt svo lítið og hversdagslegt. Ef til vill eru gerðir manna fánýti eitt, skál arnar vega aftur salt, og drottinn verður enn að senda sálir á ver- gang millum himins og jarðar.“ Þá heyrði sálin þungan dyn, og hún hlustaði betur. Það var bumbu sláttur. , Sálin horfði niður i fangelsis- garð. Sólgeislar blikuðu á gljá- fægðum byssuhlaupum, er lágu upp að múrnum, en hermenn í garðinum báru hins vegar prik og þunna reyrstafi. Þeir höfðu skipað sér í tvær gagnstæðar rað- ir, og milli raðanna átti hinn sak- borni að ganga og þola barsmdð. Og hver var hinn sakborni? Gam all og tærður Jáði í sundurtættri skyrtu, og hann var með húfu á höfðinu að gyðinglegum sið. Nú var gamlingjanum hrundið inn milli raðanna, hér biðu hans staf- göngin. Hvað hafði hann þá til sak ar unnið? Hver veit það? Hver veit það? Langt er, síðan þetta var. Ef til vill tók hann út refsingu fyrir þjófnað. Ef til viíl var hann ránsmaður. Máski morðingi. Var hann ef til vill borinn lognum sökum? Hver veit? Það er svo óra- langt síðan. Hermennirnir brostu og hugsuðu sem svo: „Hvers vegna eiga svo margir að lumbra á þessu skari? Hann kemst ekki hálfa leið.“ Og Júðinn var hrakinn lengra inn milli raðanna, og hermennirnir reiddu stafina til höggs. Hann gekk og gekk, og hann hnaut ekki, og hann hrasaði ekki, og stafirnir smullu á kýttum herðum Júð- ans, en áfram gekk hann ekki að síður. Hermennirnir voru hálft í hvoru gramir og undruðust þrek gamlingjans. Reyrstafirnir hvæstu í loftinu og skullu á hinum dæmda líkt og eitraðir snákar, og blóðið sytraði gegnum skyrt- una, rann niður fótleggina, og það sytlaði án afláts. Af hendingu sló hermaður nokkur of hátt og stafur- inn svipti húfu Júðans til jarðar. Óafvitandi gekk hann örfá skref, ea nam þá skyndilega staðar. Hann saknaði húfunnar, og hann sneri við. Gamli Júðinn hafði ætíð borið höfuðfat að gyðinglegum sið, og síðasta spölinn vildi hann ógjarnan ganga með bert höf- uð. Og hann skjögraði þangað, sem húfan lá í grasinu, laut niður og tók upp húfuna án þess að skeyta um stafina, er dundu á blóðugri skyrtunni. Hann setti upp húf- una, sneri aftur við og hjöikti áfram, lengra inn milli raðanna, og blóðið seytlaði án afláts. Og með húfuna á höfðinu að gyðinglegum sið hélt hann áfram að ganga og ganga, unz hann féll örendur til jarðar. Og er hann lá í grasinu liðið Mk, flaug sálin niður í fangelsis- garðinn og tók blóði drifna húf- una, sem hafði kostað Júðann tvöfalt fleiri högg en talin voru nægja. Sálin flaug með húfuna til himna, og hinir frómhjörtuðu þágu hana að gjöf. Þetta var þriðjia gjöfin. Og loksins var hlið- um himins lokið upp fyrir sál- inni, er hafði flögrað millum him- ins og jarðar í hundruð ára. jöm þýddi úr Jödiske eventyr og legender, oversat af D. Sim- onsen. Gamalt og gott Góð í gatinu. Steingrímur bóndi á Silfrastöð- um (d. 1935) var alivíðkunnur mað- ur á sínum tíma, meðal annars fyrir „orðkringi.11 Síðustu árin, eft- ir að hann hætti búskap, sat hann á Silfrastöðum í skjóli sonar síns og tengdadóttur. Eitt sinn, er tengdadóttir hans lá rúmföst vegna veikinda, fann hún upp það snjall- ræði að láta koma fyrir talpípu frá rúmi sínu og til eldhúss, svo að hún gæti sagt fyrir um mats- eld og fleira. Einhver, sem hitti Steingrím, spurði um' Hðan tengdadótturinn- ar. „Hún er góð i gatinu,“ svaraði Steingrímur. Það eru hrímþursar. Guðmundur á þrjá sonu, er voru stórir og stæðilegir þegar í æsku. Maður, sem var að virða þá fyrir sér, sagði: „Þetta verða efnilegir menn, syn irnir þínir, Guðmundur.“ „Menn!“ segir Guðmundur. „Það eru ekki menn. Það eru hrímþui’S- ar.“ v T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 707

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.