Tíminn Sunnudagsblað - 20.08.1967, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 20.08.1967, Blaðsíða 16
FRÓÐAFRIÐUR Shmuel Yosef Agnon: I. Það var hallæri í ríkiniu. AMt frá þeirri stundu, er það var grundvallað, og til þessa dags, hafði engin þvílík neyð dunið yfir. Hvorki var regn af himni né gróð- ur á jörðu. Svo var sem himinn og jörð hefðu lagzt á eitt um að gera út af við síðustu mann- skepnur hins sárhrjáða lands. Neyzluvörum fækkaði og sollnum mögum fjölgaði. Hveitikorn var gulls ígildi og bygg silfurs. Mjólk- in vatnsborin, en vatnið horfið. Því drottinn hafði ekki látið rigna yfir jörðina. Sólin rennur daglega upp á him- inhvolfið eins og glóandi kúla og leikur að sinni jörðu, og á hverri nóttu blikar skrælþurr og skrám- óttur máni. Þó er með forðagæ.zlu- menn jarðar eins og þessa herskara himinsins í háloftunum — kviður þeirra verður í laginu eins og ban- væn byssukúla, Hinir hraustu verða veiklaðir, hinir veikluðu sjúkir af sulti, og þeir sjúku drag- ast upp og deyja. Ógæfan ríður aldrei við einteym- ing. Þegar ailur máttur var þrot- inn, barst ?ú fregn, að óvinir hefðu umkringt landið. Fjandmennirnir höfðu þó ekki gert innrás, en þeir voru nærri dyrum. Á friðartímum flytur ríkið inn erlent brauð, en nú, þegar Jandið var umkringt erkifjöndurji, fékkst þangað hvorki matur né drykkur. Nú hefðu lands menn eiginiega þurft að taka sér vopn í hönd og heyja stríð, — en. þeir voru þróttlausir orðnir af hungri. Allir höfðu misst máttinn — nema forðagæzlumennirnir, sem urðu styrkari með degi hverjum. Forðagæzlumennina taldi ríkið sér ómissandi, því auðvitað eru það þeir, sem þræla fyrir þjóðina. Þeir hafa eftirlit með neyzluvörum, og séu þeir ónáðaðir með styrjöld, farast allir úr sulti. Þegar óvinurinn sá, að enginn mundi veita honum viðnám, þrengdi hann sér stöðúgt nær. Hann að utan, hungrið að innan. Allir héldu, að nú hefði neyðin náð hámarki, en þá kom önnur enn þyngri. Því hörmungar eru án endimarka og engin plága hin síðasta. Nú á ríkisvaldið auðvitað að af- stýra hörmungunum, en þjóðin er klofin í tvo flokka, höfuðfatsmenn og berhöfðunga, og allt, sem annar flokkurinn vill gera láta, kemur hinn í veg fyrir. Sjálfir eru flokk- arnir klofnir, og hver hatar annan innbyrðis, ef til vill meira en óvin- urinn hatar höfuðfatsmenn og ber- höfðunga til samans. . Hvers vegna klofnar ríki í tvo andstæða flokka? Skýringar má leita i sögu þjóðarinnar, er mót- ar daglegt líf hennar, þótt verald- ir sökkivi og fólk hafi yfirgefið allt það, sem feðrum þeirra var hug- fólgið. Samkvæmt munnmælum voru forfeður þessarar þjóðar Gyðing- 712 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.