Tíminn Sunnudagsblað - 20.08.1967, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 20.08.1967, Blaðsíða 6
steins og Sesselju, gjört á Skriðu 8. júní 1500: „Það gjöri ég Hallsteinn Þorsteinsson góðum mönnum kunnugt með þessu mínu opna bréfi, að ég meðkennumst það að ég og Sesselja Þorsteins- dóttir kona min, höfum gefið jörðina alla Skriðu í Fljótsdai fyrst að upphafi guði almáttugum, 'jungfrú Maríu og helga blóði til ævinlegs klausturs með öllum gögnum og gæðum, sem fyrr- greindi-i jörðu fylgir og fylgt hef- ur að fornu og nýju og við urð- um fremst eigandi að með þess ítökum hálfum, allan reka tii móts við Kirkjubæ (í Hróarstungu) á Helmingasandi er reiknaður er 7 faðmar og skógarpart i ytri Víðivallajörð (Fljótsdal) og selför i Seljadal, til sanninda hér um set ég mitt innsigli fyrir þetta bréf. Skrifað á Skriðuklaustri mánudaginn næsta eftir hvíta- sunnu árum eftir guðsburð þús- und og fimm hundruð.“ Árni nokkur Snorrason gaf Skriðuklaustri Breiðuvík minni í Reyðarfirði árið 1494. Fyrsti príor að Skriðu, vígður 1497, var Narfi Jónsson, talinn sonur Jóns þess, sem hefur verið sonur Narfa lögmanns, er dó í Rómarferð, Sveinssonar. Narfi er nefndur í skjölum 1488. Síðar er hann kirkjuprestur Stefáns bisk- ups í Skálholti og nefndur offici- alis árið 1493. Sjálfsagt hefur hann verið vildarvinur og önnur hönd Stefáns biskups og þess vegna val- inn til forstöðu hins nýja klaust- urs. Príor er hann á Skriðu til 1506, en verður þá ábóti í Þykkva- bæ. Eiríkur prestur Einarsson á Grenjaðarstað gaf Skriðuklaustri jörðina Lækjardal í Skinnastaðar- sókn árið 1496. Sama ár var gerð vígsla kirkjugarðs á Skriðu. Narfi stóð í miklum jarðakaupum fyrir klaustrið, en staðinn þurfti jafnt að efla að veraldlegum fjárhlut sem andlegri mennt. Hinn 25. maí 1497 gerir Narfi príor kaupsamn- ing við Eirík Ormsson, kaupir af honum hálfa jörðina Sturluflöt (í Fljótsdal) og tvö hundruð álna borðvið, og geldur með Gröf í Vesturárdal. Hinn 29. júní sama ár er gefið út í Skálholti gjafabréf Halldórs Brynjólfssonar, líklega hins auðuga í Tungufelli. Gaf hann Skriðuklaustri hundrað hundraða gegn þvi, að i klaustri skyldi ævin- Iega segjast messa til sáluhjálpar hbnum, föður hans, móður og bróður og öllum kristnum mönn- um, lifandi og dauðum. Árið 1498 kaupir Narfi príor til handa Skriðu klaustri jarðirnar Brimnes, ‘Aust- dal, Kross og Nes. Aldamótaárið 1500 eru klaustrinu gefnar margar jarðir. Þorvaldur Sigurðsson gefur klaustrinu hálfa jörðina Skriðu í Breiðdal. Björn sýslumaður Guðnason i Ögri gefur Sellátra i ReyðarfirðL Þorvarður Bjarnason í Njarðvík gefur heilagri Maríu og hinu heilaga blóði Hrjót og hálfan Hamarsgarð fyrir velferð sálar sinnar og kpnu sinnar, og 5. júní 1500 gefur Koðrán Jónsson hlut af Ánastöðum, en áður hafði séra Sveinn, bróðir hans, gefið sinn hlut í þeirri jörð. Þá gefur Narfi príor Vigfúsi Erlendssyni kvittun fyrir andvirði Yzta-Skála undir Eyjafjöllum þetta árið. Vitnisburð- arbréf er gert 4. júli 1504 um kaup Narfa príors í Skriðu og Ásgauts Ögmundssonar um Borg- arhöfn í Hornarfirði. Eftirmaður Narfa var Þorvarður Helgason (príor 1506—30), áður prestur við kirkju Jóhannesar skírara í Vallanesi. Kemur hann víða við gerninga. Þorvarður príor kaupir árið 1507 jarðirnar Meðal- nes og Birnunes í Fellum og Úlfs- staði og Nes 1 Loðmundarfirði fyr- ir Eyvindará og Mýnes, og árið 1508 kaupir hann part úr Bót í Hróarstungu og Nesi i Borgarfirði af Þorvarði Bjaxnasyni. Sama ár tekur Þorvarður príor við kirkju Maríu og Páls á Vallþjófsstöðum. Á dögum Þorvarðs er gert vígslu- bréf Skriðuklausturskirkju, ársett 1512, og er það svohljóðandi: „Vér Stefán með guðs náð biskups í Skálholti, heilsum öllum góðum mönnum, þeim sem þetta vort bréf sjá eða heyra, kærlega með kveðju guðs og vora, kunnugt gjörandi að í heiður við alsvald- andi guð, jungfrú Maríu guðsmóð- ur og hið helga sacramentum hold og blóð vors herra Jesú Christi, höfum vér vígt kirkjuna á Skriðu- klaustri í Fljótsdal með þeim skil- mála að hún á heimaland með gögnum og gæðum sem fylgt hef- ur að fornu og nýju og þær all- ar aðrar eignir í föstu og lausu sem segir í registrum. Hér með höfum vér gefið í guðs trausti og heilagra postula Pétri og Páli og móður vorrar heilagrar kirkju öll- um réttskrifuðum og iðrandi synda sinna 40 daga aflát þeim mönnum öllum sem vilja greindrl kirkju með guðshræðslu eður góð- fýsi fyrir bænasakir eða pílagríms- ferða heyrandi þar messur eður nokkur guðleg embætti. Item þeim sem rétta sínar hjálparhendur tU gagns eða góða um uppihald eður efling, smíð eða bygging greindr- ar kirkju, um messuklæði, skrúða eða önnur ornamenta, lýsing, vax, reykelsi, við eða aðra nauðsynlega hluti, í hvert það sinn er þeir gjöra eitthvern af fyrrnefndum hlutum eða öðrum þvílíkum. Þá segjum vér þeim fyrrgreint aflát. Og þeim sem lesa Pater noster og Ave María við þrítekna hring- ingu á morgna og á kveldi. Þeim sem ljósta á brjóst sér, þá er prestur segir í messunni „nobis voqve pecctoribus“, svo og þeim sem fylgja guðs líkama þá hann er borinn til sjúkra manna eða í processione. Item þeim sem standa við prédikan, svo þeim sem ganga um kirkjugarð og lesa Pater nost- er eða Ave María fyrir kristnum sálum. Item þeim sem færa Ijós eða vatn til messu eða þjóna guðs embættis. Skipum vér að kirkju- dagur sé haldinn drottinsdag hinn næsta fyrir festum Sanchti Barthólomei Apostoli. Og til sann- Inda hér um festum vér vort inn- sigli fyrir þetta bréf er skrifað var að Heydölum í Breiðdal föstu- daginn in profesto translationis Cutberti confessoris Anno Domini Milesimo qvinqentesimo duodec- imo.“ Bréf þetta er stórmerkileg heimild og hefir auðsýnilega verið vandað til samningar þess. Árið 1513 kaupir Þorvarður prí- or af Einari á Víðivöllum, syni Hallsteins fyrrnefnds, vildisjörðina Brekku I Fljótsdal til handa Skriðuklaustri. Eru auk þeirra tveggja undirritaðir á það bréf Jón Guðbrandsson, Jón Markússon prestur (síðar príor), Jón Jónsson djákni, Valtýr Sigurðsson og Rus- tíkus Benediktsson. Þá er þess get- ið, að Valtýr nokkur Sigurðsson, sjálfsagt sá sami og er undirrit- aður á kaupbréfið um Brekku, hafi flúið á náðir klaustursins það ár, sem bréfið var gert, eftir að hann vó Bjarna Ólafsson. Telja sumir, að hér sé Valtýr á grænni treyju, sem þekktur er af merkri þjóðsögu, kominn fram á spjöld sögunnar. Valtýr þessi gefur Skriðuklaustri jörðina Hvanná í Jökuldal hinn 5. september 1514, Ifklega í þakklætisskyni fyrir gisti- greiðann. Læt ég bréfið fylgja hér 702 TÍMJNN - SUNTIVIJOAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.