Tíminn Sunnudagsblað - 20.08.1967, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 20.08.1967, Blaðsíða 17
Nóbelsverðlaunaskáldið ísra elska, SHMUEL YOSEF AGN- ON, fæddist 1888 í Buczacz í Galisíu, Póllandi. Tvítugur að aldri lagði hann leið sína til Palestínu, en sneri aítur tii Evrópu árið 1912. Eftir það b{ó hann lengst af í Þýzka landi. unz hann fluttist aftur til Landsins helga árið 1924. Upp trá því hefur hann átt heima í Jerúsalem^ Hann er helzta sagnaskáld hebreskt síðari tíma, og hefur ritsafn hans verið gefið út í tólf bind um. Eru þar meðal annars brjár stórar skáldsögur, Brúð arsængin, Næturgestur og Liðnir dagar, auk þess rúm- lega hundrað smærri sögur >g ireinasafn. Hafa ýms af ritverkum Agnons verið gefin út á íextán tungumálum. Bvja ar. Þa‘ð er siður Gyðinga að hylja höfuð sitt, og því ganga sumir í rfki þessu með höfuðfat. En hinir — hvers vegna ganga þeir ber- höfðaðir? Þeir rekja ættir sínar til þess tíma áður en lögmálið var kunngert og mönnum boðið að bera höfuðfat, og þess vegna hafa þeir ekkert á höfðinu. Þar eð sum- ir mæla með höfuðfötum og aðrir móti þeim, eiga íbúar landsins í sifelldum erjum og hata hverjir aðra. En höfuðfatsmenn — hví hatast þeir innbyrðis? Allir hylja þeir þó höfuð sitt? En sumir bera húfur og aðrir hatta. Einn gengur með háan hatt og annar með harð- an. Sumir bera ferhyrndar húfur, aðrir kringlóttar, nokkrir stórar og enn aðrir litlar. Sumar eru úr flaueli, sumar úr silki. Með þeim skiptir minnstu máli, hvort maður hafi höfuð, bara það sé hulið fati. En hinir berhöfðuðu — hví hatast þeir sín á milli? Sumir þeirra íofa hrokkið hár, aðrir slétt eða stýft. Nokkrir eru sköllóttir frá náttúrunnar hendi, en sumir raka höfuð sitt. Og svo skiptir ekki meginmáli, hvort maður hafi höfuð, aðeins það sé engu fati hul- ið Svo margvísleg sem höfuð þeirra eru, þannig eru og skoðan- ir þeirra. Ef annar hópurinn lýt- ur höfði til vesturs, lýtur hinn í a istur. Kinki þeir kolli hvor til annars, er það einungis í því augna miði að gefa hinum högg á ennið. Sökum þessa geta þeir ekki stjórn- að málefnum rikisins í einingu. Þeir eru aðeins sammála um eitt: Ailt illt, sem henda kann ríkið, er hinum flokknum að kenna. Og væri höfundur framanritaðrar lýs- ingar ekki smeykur við ýkjur. mundi hann segja báða flokkana hafa rétt að mæla. II. Maður nokkur bjó í rí'ki þessu. Hann var hvorki höfuðfatsmaður né berhöfðungur. Þetta var ósköp venjulegur maður. Ef hann þurfti að kióra sér í höfðinu, tók hann ofan höfuðfatið — þyrfti hann þess ekki, ]ét hann það sitja kyrrt. Hann sá, að hallæri var í ríkinu og sagði: „Ég ætla að biðja um regn, áöur en allir deyja úr hungri!“ Og þetta, sem er fyrst og fremst af öllu, að biðja hinn miskunnsama um miskunn, hafði borgurunum sézt yfir, því að fóiki er gjarnt til að gleyma því, sem muna þart.' Maðurinn gekk frá einu samkunduhúsi til ann- ars og frá einni bænastofu til annarrar, en fann hvergi rúm i'yrir bæn sina, þar eð allt höfuðfitsfólk í ríkinu var að halda samkomur sínar á þessum stöðum. Þá klædd- ist hann í sekk og ösku og gekk út á akurinn, þar sem hvergi sást maður. Fólkið hafði vanizt á að eyða öllum stundum i borginni, þar sem haldnar voru ræður og annað slíkt. Þessi maður varpaði sér til jarðar frammi fyrir augliti drottins, sárbað og grátbændi um regn, er frjógva mætti hina syrgj- andi jörð og forða börnum henn- ar frá hungurdauða. Drottinn hafði lengi beðið eftir bæn fólksins, því að hann vildi þjóðinni vel. En fólkið átti svo annríkt við erjur og þjark, að naumur timi þess entist ekki tii að minn- ast drottins, sem endurleysir og frelsar og sýnir miskunnsemi á ó- gæfustund. minnast hans, sem raegnar að vera gæzkúríkur við alla skepnu, ef hún sýnir sig þess verðuga. Nú mundi fólkið sem sé ekki það, sem muna þurfti, fyrr en sá orðrómur lagðist á, að maður nokkur hefði beðið um regn. Orðrómur þessi barst allt til leiðtoga ríkisins, og þeir urðu skelf ingu lostnir, bæði höfuðfatsmenn og bernöfðaðir. Berhöfðunga skelfdi sú tilhugsun, að máski yrði bænin heyrð í himnaríki og fólkið uppgötvaði. að einhver fynd- ist æðri þ>eim. Höfuðfatsmenn skelfdust vfir þvi, að þessi einstakl ingur var sennilega ekki í þeirra söfnuði. sótti ekki samkundur þeirra og var ekki rétttrúaður, skvldi taka sér vald til þess, sem var forréttindi þeirra. Því hverjir voru nánari og þóknanlegri hon- um, sem við tilbiðjum, en einmitt þeir? Nú hófu allir aðilar og flokk- ar upp hróp og háreysti, sérhver af annari ástæðu en hinn, en all- ir fyrir þá sök. að þessi maður. sem beðið hafði um regnið. var ekki í þeirra hópi og þeim að engu tengdur. Hin sameiginlesa gremja gerði þá sáttfúsari innbyrðis en ella, ef hvorki á borði né heldur i orði. þá að minnsta kosti í hugan um. En hér skal dagblöðum fært verðugt lof fyrir hið mikla gagn. sem þau gera með því að tjá hugs- anir fólksins. Blöðin lögðu fram litla spurningu: Hver hefur skipað þennan mann og fyrir hvers hönd fékk hann áheyrn hjá drottni? Þau tóku að gagnrýna þennan góða mann, sem dirfzt hafði að gera sig svo breiðan, og hneyksluðust á drottni, er sýnt hafði stórmenn un ríkisins lítilsvirðingu og tekið frarn T í M I N N — SUNNUDAUSBLAÐ 713

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.