Tíminn Sunnudagsblað - 20.08.1967, Page 2

Tíminn Sunnudagsblað - 20.08.1967, Page 2
TÍNT UPP AF GÖTUNNI Á ÉG ÞETTA ALLT? Á seinni hluta 19. aldar var fátæk barnakona i Borgarfirði. Hún var bæði greind og ættfróð. En einu tækifærin til að fræðast voru þau, ef gest bar að garði, sem hún gat spurt og spjallað við. Fór þá stundum svo að hún fylgdist betur með því, sem spjallað var en því, sem hún var að gera. Eitt sinn, er hún að veita gesti sínum kaffi og um leið að yfir- heyra hann um ætt einhvers, sem um var rætt. Réttir hún bónda sínum líka kaffibolla, en hafði gleymt að renna kaffinu í hann. Bóndi lítur ofan í bollann og sér, að hann er galtómur, og spyr með mestu hægð: „Á ég þetta allt?" (Sögn KrisUcifs fræðimanns á Stóra-Kroppi). Björn Jakobsson skrásetti Teikning: Ingunn Þóra Magnúsdóttir 698 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.