Tíminn Sunnudagsblað - 01.10.1967, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 01.10.1967, Blaðsíða 6
ur' í Fljótshlíð og, þær jarðir þar liggja nær fyrir þrjú hundruð hundraða og hundrað kúgilda og þrjú hundruð hundraða í virðing- argózi og sæmilegum gripum. Item gaf nefndur Þorvarður títt- nefndri Margréti sextigi hundr aða í tilgjöf og hundrað hundr aða í bekkjargjöf og þar til sex- tigi hundraða í morgungjöf. Itean kjöri hústrú Guðríður þrátt nefnda dóttur sína Margréti mála konu í garð títtnefnds Þorvarðs.. Reikngðist málinn allur saman in summa oft nefndrar Margrétar níu hundruð hundraða.11 Þó að telja mégi, að vel hafi verið séð fyrir hlut Margrétar með kaupmála þessum, er svo að sjá sem Þorvarður hafi síðar viljað gera enn betur, því að 1430 (D.í. IV, 628) gerðu þau hjónin með sér helmingafélag „að fengnu fé og. ófengnu," „og hér með gaf hvort öðru, því lengur lifði, fýórð- ungsgjöf úr sínum helmingi." Úrskurðaði lögmaðurinn sunnan lands og austan, Helgi Guðnason, „þetta helmingafélag og fjórðungs gjöf nýta og mynduga.“ Þorvarður Loftsson varð ekki gamall maður. Hann andaðiist snemma árs 1446. Til er testa- W mtisbréf hans, svo sem það hefur verið kallað. Lýsir hann því yfir fyrst, svo sem venja var oft- ast, að hann geri sitt testamentum „heill að viti og samviztou, en krankur í líkama, guði allsvald- anda til lofs og dýrðar og hans blessuðu móður sankti jungfrú Maríu og öllum guðshelgum mönnum til sæmdar og virðingar, n mér syndugum til syndalausn- ar og sáluhjálpar.“ Eigi sést á bréfi þessu, að hann sé þrúgaður af iðrun neinnar sérstakrar synd- r syo sem þó mátti búast við af manni, sem ráðið hafði biskupinn í Skálholti af dögum. Hins vegar leitar hann sér sáluhjálpar með nokkrum gjöfum til biskupsstól- nna beggja, tolaustranna, nokk- rra kirkna, presta og fátækra, kki af meira örlæti en ýmsir áonum fátækari, en þó eru gjafir hans sæmilegar. Ilann kvittar alla þá, sem á jörðum hans búa, af kuldum við sig, skipar fátækan <ann til hvers sfns bús á Möðru- 511um, Eiðum, Hlíðarenda og trönd í Selvogi, „þann Sem Mar- ’ét mín vill til taka, svo lengi im hún ]ifir.“ Einnig tebur hann /am: „Hef ég fengið Margréti minni fullt og löglegt umboð með handabandi þetta mitt testamenti að lúka og sérhverjum að greiða í mögulegan tíma, svo sem henni er náðuglegt á sérhverjum stað.“ Enn er til frá 30. apríl 1446 bréf um peninga þá, er hústrú Margrét Vigfúsdóttir kjöri í fjórð- ungsgjöf sína eftir Þorvarð, gert með samþykki Eirítos bróður Þor- varðs. Það voru jarðirnar Siglu- vík, Geldingsá og Halland á Sval- barðsströnd, Tjarnir, Halldórsstað- ir og hálfur Leynlngur í Eyja- firði, tvö hundruð hundraða í fríð- um peningum og fimmtíu hundruð í virðingargózi. Loks er til skipta- bréf dagsett 6. maí 1446, þar sem arfi eftir Þorvarð er skipt milli Mangrétar og dætra þeirra Þor- varðar liggja. Þessi skipti voru gerð af sex mönnum, þremur til- nefndum af Margréti en þremur af Eiríki Loftssyni, bróður Þor- varðs, fyrir hönd dætranna. Er augljóst af því skiptabréfi, að auð- ur hefur drjúgum þróazt í búl þeirra Þorvarðs og Margrétar þau tæp 10 ár, er þau bjuggu á Möðru- völlum. Féllu í hlut Margrétar við erfðaskiptin tíu hundruð hundr aða og ellefu hundruðum betur í jarðeignum, og eru þessar jarð- ir henni taldar: Möðruvellir hálf- ir, Finnastaðir, Kerhóll (Kuhóll), Ánastaðir, öxnafell, Rúgsstaðir, Bringa, Þröm, Garðsá, Hólar tvenn ir, Svertingsstaðír, Brekka, Þóru- staðir (Þóroddstaðir), Kaupangur, Hafursstaðir(?), Leifsstaðir, allar 1 Eyjafirði fram, Veigastaðir á Sval- barðsströnd, Veturliðastaðir í Fnjóskadal, Ytri-Tunga (Stóra- tunga) í Bárðardal, Ásláksstaðir í Kræklingahlíð, Egilsá og Þor- brandsstaðir í Norðurárdal, Hlíðar endi (og Hliðarendaeignir) í Fljóts- hlíð, sjötíu hundruð 1 Reykjum og fjórtán hundruð í Ölvusi og loks tólf hundruð í Munaðarnesi í Borg arfirði. Enn eru henni reiknuð tuttugu og níu kúgildi til jöfnun- ar við dæturna í skiptingu jarð- eignanna. Loks koma í hlut henn-. ar sjö hundruð hundraða og hálf- um sjötta tug hundraða betur í búfé og virðingargózi, og var full- ur .helmingur þess í gulli, silfri, dýrum klæðnaði og húsbúnaði. Svo er að sjá, að sjálísagt hafi þótt, að Margrét annaðist öll fjár- ráð dætra sinna. Til er „skiptabréf“ Margrétar hús- trú Vigfúsdóttur“ með dætr- um sínum Ingibjörgu, Guð- ríði og Ragnhildi frá 24. apríl 1463, þar sem sex nafngreindir klerkar og sex leikmenn votta, að þeir hafi verið viðstaddir, séð og heyrt á orð og handaband Margrét- ar Vigfúsdóttur af einni hálfu, en dætra Þorvarðs bónda Loftssonar og áður greindfar Margrétar ai annarri, — að fyrrnefndar syst- ur gáfu áðurgreinda Margréti öld- ungis kvitta og ákærulausa fyrir sér og öllum sínum eftirkomend- um og erfingjum um hald og með- ferð á öllum þeim peningum, föst- um og lausum, fríðum og ófráð- um, er títtnefnd Margrét hafði urn- boð yfir haft þeirra vegna um næstu tólf mánuði. Svo og ei síð- ur í sama handabandi sáum vér fyrrnefndir menn, að þessar sömu syistur-----gáfu umboð á öllum sínium peningum föstum og laus- um, fríðum og ófríðum oftnefndri Margréti Vigfúsdóttur — móð- ur sinni um tólf mánuði frá næst fardögum og til annarra fardaga. Skyldi fyrrnefnd Margrét eiga af- fall og alla ávöxtu á fyrrgreind- um peningum, svo lengi sem greint umboð stendur." Gera verður ráð fyrir, að þetta umboð hafi enn verið endurnýj- að vorið 1464, því að augljóst virðist, að brúðkaupið mitola hefur ekki farið fram fyrr en nærri far- dögum 1465. Um það þarf ekki að efast, að hústrú Margrét hefur leyst út eignir dætra sinna og heimanmund þegar við brúðkaup- lð eða svo fljótt, sem því varð við komið. Til er bréf um afhendingu á heimanmundi Ragnhildar dóttur hennar, og er það dagsett 21. júní 1465 á Ketilsstöðum á Völlum. Þar segir frá því, að Jón Narfa- son „lýsti því, að hann hefði lukt og afhent í umboði hústrú Mar- grétar Bjama Marteinssyni svo mikla peninga Ragnhildar Þor- varðsdóttur kvinnu hans — þrjú hundruð hundraða í jörðum og liálít annað hundrað betur, sextíu kúgildi búlæg, og tólf kúgildi bú- læg kirkjunni á Eiðum, hest og hross, tíu hundruð í geldfé, tíu hundruð í sængum og tíu hundrúð í smjörum og tíu vættir að auki, sex hundruð kúgilda virt í innan stokks husgagni og borðbúnaði. Meðkenndist fyrrnefndur Bjarni með handabandþ að hann hefði við tekið áðurgreindum pening- um.“ Um brúðkaupið á Möðruvöllum sjálft eru ekkj aðrar heimildir 846 T I H I N' N — SIJNNIJDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.