Tíminn Sunnudagsblað - 01.10.1967, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 01.10.1967, Blaðsíða 9
Atburðir af því tagi, sem mynd- in hér að ofan sýnir, eru engin nýlunda í Suður-Afríku. Heimo- fólki þykir- ekki einu sinni ómaks vert að líta við. Móðirin unga situr með barn sitt á rústum hússins, þar sem heimili hennar var fyrir skemmstu. Það eru þó ekki landiskjáiftar felli- byljir eða náttúruhamfarir neins konar, sem valda því, að nú stend- ur ekki Iengur steinn yffr’steini. Orsakirnar eru allt aðrar. Sagan er á þessa leið: Á síðasta ári var það ákveðið á einhverri stjórnarskrifstofu, að eitt blökku- mannahverfið í Jóhannesarborg skyldi máð út. Á rústum þess átti að reisa nýtt úthverfi með stórum, rúmgóðum og fallegum húsum. Þess vegna þarf tæpast að geta, að hvítt fólk átti að búa i þessum nýju húsum. Blökkufólkið, sem þarna átti heima, vissi ekkert, hvað á seyði var, fyrr en því var skip- að að hypja sig úr hibýlum símim. Fyrirvarinn var mjög stuttur, og enginn gerði sér það ómak að reyna að vista fólkið einhvers stað- ar annars staðar. Hver og einn varð að bjarga sér eins og bezt hann gat eða liggja úti ella. Það var enginn leikur fyrir eignalaust fólkið að koma sér fyr- ir annars staðar. Þorri þess forð- aði sér þó brotf hið bráðasta, en- nokkrar fjölskyldru urðu of sein- ar fyrir. Þær voru ekki farnar, þegar jarðýtur yfirvaldanna, sem áttu að ryðja húsunum í hverfinu um koll, komu á vettvang. Það var með naumindium, að húsmæð- urnar, sem heima voru, sluppu i á götuna með börn sín og þá bús- muni, sem auðveldast var að bera út, áður en öllu var rutt um koll. Konan á myndinni var ein þeirra, sem þeim kostum sætti. Þessi mynd er ein af fjölmörg- um, sem ungur ljósmyndari, blökkumaðurinn Ernst Cole, smygl aði úr landi nólægt síðusbu gra- mótum, er honum tókst að flýja frá Suður-Afríku. Fram að þeim degi, er hann slapp yfir landamær- in, hafði hann ekkí öðru lífi kynnzt en þVí, sem mótað er af aðskilnaðarstefnu Suður-Afrtku- stjórnar. Kunnugleiki hafl^ a kjör- um blökkufólksms og kunnátta hans við myndatökU olll þvi, að flótti hans þóítli* vakið melii at- hygli en annarra kynbræðM hans, T f M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ 849

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.