Tíminn Sunnudagsblað - 01.10.1967, Blaðsíða 18
Konungshendur, vislu-
blóð og dúfnadrit
Þættir úr sögu berklaveikinnar
Öllum þeim sjúkdómum, sem
berklasýkillinn veldur, er gefið
samheitið berklar eða berklaveiki
(tuberculosis, af latneska orðinu
tuberoulum = lítil meinsemd, tub-
er = meinsemd), en áður fyrr
nefndust þeir brjóstveiki, tæring
eða megrunarsótt
Á fyrri hluta nítjándu aldar
gerðu berklar mikinn' usla á Vest-
urlöndum, einkum í borgum,
sem þá voru í örum vexti, og er
faraldur þessi oftlega nefndur
„hvíti dauði“. Kveikja sjúkdóms-
ins var læknum hulin ráðgáta,
flestir töldu hann þó arfgengan,
og ekki fyrr en 1882, þegar berkl-
ar drógu fleiri til dauða en nokk-
ur annar ajúkdómur, var hulunni
svipt burtu: Þýzkur héraðslæknir,
Robert Koch að nafni, uppgötvaði
berklasýkilinn og sannaði ljós'ega
að þessi örsmáa vera ylli berklum.
Vísindaafrek Kochs vakti heims-
athygli, og loksins gátu menn
gert sér vonir um, að einhvern
tíma mætti hemja hinn miskunnar-
lausa morðingja.
Berklasýkillinn er staflaga, og
um margt dkist hann ho'dsveiki-
sýklinum, sem norski iæknirinn
Armauer líansen uppgötvaði árið
1873.
Til eru ýmsar tegundir berkla-
sýkla, en helztar eru þær, sem
þrífast í mönnum og nautgripum.
Berklar geta heltekið nær því
sérhvern líkamshluta. Þeir herja
á allar þjóðir, og litaraft, kyn-
ferði og aldur skiptir þá engu.
Tala hinna látnu nemur hundmð-
um milljóna.
Berklar þekkjast einnig meðal
dýra. Allar húsdýrategundir geta
tekið veikina, og svo mun einnig
vera um villt dýr, til dæmis fil-
inn. Fuglar þjást oftlega af berkl-
um, til að mynda hænsni og páfa-
gaukar, og dýr með kalt
blóð, skjaldbökur, froskar og fisk
ar, geta einnig orðið berklaveik.
Engin farsótt mun hafa látið
eftir sig slíkar menjar sem berkl-
ar i ríki mannsins. Þeir hafa ráð-
lð miklu um rás veraldarsögunu-
ar og tíðum höggvið á þráðinn i
sögu bókmennta og lista.
Að undanskildum holdsveiki og
sárasótt 'barst frá Ameríku til
Evrópu í upphafi sextándu aldar)
mun enginn smitsjúkdómur á Vest
urlöndum geta varað svo lengi, ó-
nýtt svo mörg líffæri og valdið svo
mikilli vanheilsu og örorku sem
berklar.
Með tvennum hætt) geta berkia-
sýklar borizt frá sjúkum í heil-
brigðan líkama. í fyrsta lagi verð-
ur öndunarsmitun, úðasmitun öðru
nafni, er menn anda að sér lofti,
menguðu berklasýklum, og í öðru
lagi geta sýklar borizt með fæðu í
meltingarfærin, þó einkum er
menu neyta mjólkur úr berkla-
veikum kúm. (Hér á íslandi munu
nautaberklar óþekktur sjúkdóm
ur). Berklaveiki er ekki arfgengur
sjúkdómur.
Við vitum hvorki hvar né hve-
nær berklasýkiilinn réðist fyrst á
manninn, en allar líkur benda í:l,
að maðurinn hafi tekið sýklana frá
sjúkum nautgripum, og síðan hafi
sjúkdómurinn borizt út frá fyrstu
berklastíunni og smám saman her-
numið allan heiminn. Hann hefur
flutzt með frummanninum, er leit-
að var nýrra veiðisvæða og beiti-
landa, og loksins náð því marki að
sýkja og. deyða jafnt íbúa freð-
mýranna sem hitabeltisskóganna.
,í elztu grafreitum, sem nú finn-
ast, sjást víða merki um berkla í
beinum. Sem dæmi má nefna, að
í gröf nokkurri í Egyptalandi, er
sérfræðingar töldu um það bil
5000 ára, fundust tíu beinagdnd-
ur og fjórar þeirra báru greini-
legar menjar um berkla í hrygg.
Þetta sýnir, að beinberklar hafa
verið algengur sjúkdómur í menn-
ingarríkinu við Nílarfljót brjú þús-
und árum fyrir Krists burð.
Elztu öruggar menjar um beina-
berkla í Evrópu fundust hjá Heid-
elberg í Þýzkalandi, og eru þær
af ungum manni með dæmi-
gerða berklamyndun í hrygg. Gröf-
in er talin vera frá steinöld, og
beinin eru því um 7000 ára. Að
auki hafa fundizt tíu aðrar stein-
al&argrafir i Þýzkalandi og Frakk-
landi, þar sem hryggjarbein eru
auðsýnilega skemmd af berklum.
Af þessu má ráða, að berklar séu
ævagamall sjúkdómur í Evrópu.
í Kaliforníu hafa fundizt gamkr
beinaleifar með greinilegri berkla-
myndun (frá því um 400 f.Kr \ og
I Mexíkó og Perú hafa menn einn-
ig fundið slík sjúkdómsauðkenni á
T í 01 * iv \ _ SUNNUDAGSBLAÐ
Egypzkur smurlingur, ungur Ammonsprestur frá um 1000
f. Kr. Hann hefur greinilega berklamyndun I hrygg. Berkl-
•r voru tfður sjúkdómur f mennfngarrfkinu vlð Nilar-
flfót.
858