Tíminn Sunnudagsblað - 01.10.1967, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 01.10.1967, Blaðsíða 4
 « 1,1 i ,h ) )) i) '// ,' 'á II) 1 IÐ MIKLA UVÖLLUM 1465 í>egar hinn mikli sögumaður, Björn á Skarðsá, ntaði annál þjóðar sinnar frá annó 1400 til 1640, hafði hann aðeins ein tið- indi að segja frá árinu 1460: „Hélt hústrú Margrét Vigfús- dóttir á Möðruvöllum brúðkaup Þriggja dætra sinna í einu. Giftist Guðríður Erlendi Erlendssyni frá Kolbeinsstöðum, en Ingibjörg Páli frá Hofi, Ragnhildur Bjarna Mar- teinssyni trá Ketilsstöðum Fund- ust allir hjá Miklagarði laugardag inn fyrir. Varð það megtugt hóf og f jölmenni mikið." &vo illa befur viljað ti] fyrir Birni, að hann hefur ekki árfært atburð þennan rétt. Hitt skal ekk: vefengt, að þetta hafi verið mtik asti atburðurinn hér á landi a ár inu, sem hann gerðist, þó að jafn framt þyki rétt að taka fram, a8 þvílíkt mat sé örðugt. Það er vist. að um þennan atburð, aðdragand* hans ag afleiðingar, eigum við meiri heimildir en um aðra at- burði þessa árs. Hústrú Margrét á Möðruvöllum hefur eflaust verið einhver stór- brotnasta kona, er land okkar hef- ur alið. Þær heimildir, sem til eru um hana, bera hennj vitni sem vit- urri konu og göfugri, en umfram allt mikilli i geði og að kjarki. Faðir hennar var Vigfús ívarsson Hólms, en þeir feðgar höfðu um langt skeið farið með umboð kon- ungs hér á landi. Móðir hennar Guðríður Ingimundardóttir var norsk, mikillar ættar og átti fast- eignir á Rogalandi. Björn á Skarðsá segir þetta fyrst frá Margréti. og ritar við ár- ið 1433: „Var Kirkjubólsbrenna suður, er jungkæri tvar Vigfússon var skot- inn í hel. Var fyrir brennunni Magnús kæmeistari i Skálíiolti, er sumir sögðu son biskups J6ns." (Þ.e. Jóns biskups Gerrekssonar) Bað hann fyrst systur ívars, þeirr- ar Margrét hét, og fékk ekKi — Þar eftir sigldi Magnús biskups- frændi og kom aldrei aftur. En Margrét komst út ur eldinum um ónshúsið, nafði hún getað gert þar hol á með skærum sínum. Mar- grét vildi engan eiga nema þann, sem hefndi bróður hennar. Tók sig þar til Þorvarður Loftsson frá Möðruvöllum í Eyjafirði. Hann dró saman menn og var með honum fyrir liði bóndinn frá Dal í Eyja- firði, Árni Magnússon,1 (hann var reyndar Einarsson), er Dalskeggur, var kallaður, og riðu þeir suður um sumarið fyrir Þorláks- messu i Skálholt, því þá vissi Dal- skeggur, að biskup mundi heima vera. Þá var í Skálholti helgihald mikið á messudag Þorláks biskups. Þeir komu þar um kveldið fvrir messudaginn, og settu tjald sitt utar Öðrum tjöldum. Margt var fólks aðkomið. Þorvarður og Dal- skeggur gengu heim um messu "með Hð sitt altygjað, og gengu 50 i kirkjuna. Dalskeggur gekk fyrir og sagði: Nij er mikið um dýrð- ir. Biskup Jón grunaði mennina og gekk að altarinu og steypti yfir sig messuklæðum, tók kaleik og patínu í hönd sér Þeir norðan- menn gengu að altarinu. tóku ARNOR SIGURJ0NSS0N RITAR UM MIÐALDAVIÐBURÐI 844 1 I M « IV N - SUNNUDAGSBLAÐ - *m

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.