Tíminn Sunnudagsblað - 01.10.1967, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 01.10.1967, Blaðsíða 4
JfjPIÐ MIKLA UVÖLLUM 1465 Þegar hinn mikli sögumaður, Björn á Skarðsá, ritaði annái þjóðar sinnar frá annó 1400 til 1640, hafði hann aðeins ein tið- indi að segja frá árinu 1460: „Hélt hústrú Margrét Vigfús- dóttir á Möðruvöllum Drúðkaup þriggja dætra sinna í einu. Giftist Guðríður Erlendi Erlendssyni frá Kolbeinsstöðum, en Ingibjörg Páli frá Hofi, Ragnhildur Bjarna Mar- teinssyni frá Ketilsstöðum Fund- ust allir hjá Miklagarði laugardag inn fyrir. Varð það megtugt hóf og fjölmenni mikið.“ Svo illa hefur viljað ti] fyrir Birni, að hann hefur ekki árfært atburð þennan rétt. Hitt skal ekk: vefengt, að þetta hafi verið me<k asti atburðurinn hér á landi á ár inu, sem hann gerðist, þó að jafn framt þyki rétt að taka fram, að þvilíkt mat sé örðugt. Það er vist. að um þennan atburð, aðdraganda hans og afleiðingar, eigum við meiri heimildir en um aðra at- burði þessa árs. Hústrú Margrét á Möðruvöllum hefur eflaust verið einhver stór- brotnasta kona, er land okkar hef- ur alið. Þær heimildir, sem til eru um hana, bera hennj vitni sem vit- urri konu og göfugri, en umfram allt mikilli í geði og að kjarki. Faðir hennar var Vigfús ívarsson Hólms, en þeir feðgar höfðu um langt gkeið farið með umboð kon- ungs hér á landi. Móðir hennar Guðríður íngimundardóttir var norsk, mikillar ætt.ar og átti fast- eignir á Rogalandi. Björn á Skarðsá segir þetta fyrst frá Margréti. og ritar við ár- ið 1433: „Var Kirkjubólsbrenna suður, er jungkæri tvar Vigfússon var skot- inn í hel. Var fyrir brennunni Magnús kæmeistari í Skálholti, er sumir sögðu son biskups Jóns.'1 IÞ.e. Jóns biskups Gerrekssonar) Bað hann fyrst systur ívars, þeirr- ar Margrét hét, og fékk ekki — Þar eftir sigldi Magnús biskups- frændi og kom aldrei aftur. En Margrét komst út úr eldinum um ónshúsið, nafði hún getað gert þar hol á með skærum sínum. Mar- grét vildi engan eiga nema þann, sem hefndi bróður hennar. Tók sig þar til Þorvarður Loftsson frá Möðruvöllum í Eyjafirði. Hann dró saman menn og var með honum fyrir liði bóndinn frá Dal í Eyja- firði, Árni Magnússon, (hann var reyndar Einarsson), er Dalskeggur, var kallaður, og riðu þeir suður um sumarið fyrir Þorláks- messu i Skálholt, því þá vissi Dal- skeggur, að biskup mundi heima vera. Þá var í Skálholti helgihald mikið á messudag Þorláks biskups. Þeir komu þar um kveldið fvrir messudaginn, og settu tjald sitt utar öðrum tjöldum. Margt var fólks aðkomið. Þorvarður og Dai- skeggur gengu heim um messu "með lið sitt altygjað, og gengu 50 í kirkjuna Dalskeggur gekk •fyrir og sagði: Nþ er mikið um dýrð- ir. Biskup Jón grunaði mennina og gekk að altarinu og steypti yfir sig messuklæðum, tók kaleik og patínu i hönd sér Þeir norðan- menn gengu að altarinu. tóku ARN0R SIGURJ0NSS0N RITAR UM MIÐALDAVIÐBURÐI 844 T I H I A N - SUNNUDAGSBLAÐ .

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.