Tíminn Sunnudagsblað - 01.10.1967, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 01.10.1967, Blaðsíða 15
' igg 'ú I % ■ |p|p -5j > ; ' ' Hús ve?u*'stofunnar á Hveravöllum árið 1965. löbbuðu menn sig upp á Breið- mel til að smíða, en við Gudda létum leirtauið í stóra þvottakörfu og bárum það. upp að hver. Þar var það vatni ausið þar til það var hreint. Svo var næst að hafa til kaffi og smyrja brauð með hálf- tíu kaffinu og hafa það tilbúið á- samt tei. Hádegismatur þurfti að vera tilbúinn kl. 12. Loks pegar lokið var að hreinsa eftir þá mál- tíð var hægt að gefa sér ofurlitla hvíld, áður en farið var að huga að eftirmiðdagskaffi. Þá var hægt að bregða sér í laugina og fara í sólbað smástund, ef vel viðraði. Mennirnir voru fleiri en búizt hafði verið við, fyrstu vikuna, svo allmikið var að gera. Stundum vantaði áhöld á borðið, og afsök- uðum við okkur þá með því, að við kynnum ekki að telja nema upp að sex, því sú tala hefði átt að vera á kostgöngurum okkar. En verst var að vera svona ómann- glögg, eins og ég, og þekkja þá svo illa í sundur. Og þegar þrír komu í viðbót frá Kerlingarfjöll- um voru Maggarnir meira að segja orðnir tveir. Gudda tók sig til og gerði vísu um ástandið: í matartjaldi heyrist sultar- sónn, sífellt er jagast, ekki er því að leyna. Standa á blístri Stefán, Mangi, Jónn stefna þeir til sín Messa-Guddu og kveina. Svoddan umvöndun sízt er Ula meint, súpan er brennd og kjöttætlurn- ar fáar, rúmlega hlandvolgt kaffið kem- ur seint, kleinurnar linar, pönnukök- ur smáar. Og kísilvatnið var magnað á Hveravöllum. Svo mönnum þótti liklegt, að vatnið, sem hann Maggi Karls fékk í olnbogaliðinn, væri kísilvatn. En Maggi veslingurinn lá inni í tjaldi, illa haldinn af því hann rak olnbogann í. Og þá var það, sem Gudda skömmin var löt og lét mig eina um að elda graut- inn. Varð mér að orði þegar ég gekk fram hjá tjöldunum þeirra: Hann kúrir einn í köldu tjaldi með kísilvatn í liðunum. Kerlingin er að krókna í haldi, kuldablá á'sviðunum. Það væri miklu meira gaman hjá Magga og Guddu að flvtja saman. En þegar veðri brá til hins verra, versnaði vistin í tjöldunum. Við vorum að reyna að halda eld- hústjaldinu sæmilega heitu, þá varð önnur að standa kappklædd fyrir utan og skutla fötunum milli tjalda og opna þau sem minnst. En allt gekk sæmilega, og tilbreyt- ingarlaust var ekki lífið á Hvera- völlum þessa viku. Piltar tóku líka lífinu létt. Þeir sögðu, að það mætti spara kanel út á grautinn, þegar moldrokið var mest. En þegar ein vika var liðin, batnaði ástandið að mun. Allmarg- ir smiðanna fóru, og flutt var í fokheldan skúr með matseldina. Þá fengum við matborð og bekki til að sitja við borðið. Við pönt- uðum vaxdúk og þóttumst búa vel. Þverbitar voru í skúrnum, og á þá röðuðum við niðursuðudósum, enda héldu sumir, sem í skúrinn komu, að þar væri sölubúð. Til að menn skyldu minnast T f M I N N - SUNNUDAfJSBLAU 855

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.