Tíminn Sunnudagsblað - 01.10.1967, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 01.10.1967, Blaðsíða 12
Fóðurmeistarinn meS timburmenn sína á Kili sumarlS 1965. TaliS frá vinstri: Valborg Bentsdóttir, Aibert Valdim.i i, Wtógnús Karlsson, Hjalti Eliasson og Páll Hjaltason. Ljósmynd: Sterfán Nikulásson. VALBORG BENTSDÓTTIR SEGIR FRÁ: Með timburmenn á Kili Það er ýmislegt sér til gamans gert í matarhléi starfsmanna Veð- jrstofunnar í Sjómannaskólanum. Flestir hafa valið þann kostinn, að snarla nesti hálfa klukkustund frekar en þeytast um bæinn, hver til sins heima. Stundum hvetja menn branda kímninnar hver á öðrum, og á stundum tíunda menn sitt eigið ágæti. Einhverju sinni, þegar ég hafði gert mér það til gamans að gorta af snilld minni við matargerð, eagði Flosi Hrafn Sigurðsson, deildarstjóri á'haldadeiidarinnar, að hann væri fús til að ráða mig matráðskonu á hálendinu, þegar Fyrri grein Veðurstofan hæfist handa um byggingu veðurhúss í óbyggðum. Ég taldi mig þess albúna að þiggja slika trúnaðarstöðu, án þess að það hvarflaði að mér, að ég myndi nokkru sinni standa við það. En svo var það sumarið 1965, þegar byggingaframkvæmdir skyldu hefjast á Kili, að Flosi kom að máli við mig og sagði í hálfkæringi, að laus væri staða, vildi ég gerast fóðurmeistari timb- urmanna, sem nú væru á förum til Hveravalla. Konur tveggja smið anna voru fúsar að fylgja eigin- mönnunum í óbyggðina og gera mat fyrstu tvær vikurnar, en að því búnu baiuðst mér starfinn. Tal- Ið var liklegt, að sex til sjö menn myndu vinna að staðaldri þar efra, og þó Flosi héldi, í karl- mannlegri einfeldni sinni, að mats eld þessi væri létt verk og löður mannlegt, samþykktj hann af góð- semi, að ég mætti hafa kvenmann í fari mínu mér til hjálpar. Þótti mér þá sem tilvinnandi væri að fórna nokkru af sumarfríi ti <ð njóta þeirrar fjallvistar, sem í boði væri. Lofaði ég að vera par uppi þrjár vikur. Samstarfsmaður minn hló dátt að þessari hugmynd. Hann sagði, að ég myndi koma aftur að viku liðinni, södd lifdaga og því aðeins tylldi ég svo lengi, að ferðir væru ekki nema einu sinni i viku. Kvonbænir ganga illa. Ekki gengur mér vel að fá með- 852 I I « t V N - SUNIVLIDACiSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.