Tíminn Sunnudagsblað - 01.10.1967, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 01.10.1967, Blaðsíða 20
latneska orðinu scrofa, sem þýðir svín, og gríska orðinu eidos, sem þýðir form eða útlit. Nú á dögum er kirtlaveiki afar fá'tíð, þar eð tekizt hefur að út- rýma nautaberklum að mestu, en á miðöldum og næstu þrjár aldir var hún algeng í Evrópu allri. í Eng'landi, þar sem kirtlaveiki var óvenju skæð, nefndist hún „the Kings Evil“ eða „konungs- böl“. Veifein var kennd við kon- ung, af því að alþýða manna trúði þvi statt og stöðugt, að konungor- inn sem fulltrúi skaparans hér á jörðu niðri gæti læknað sjúklinga af veikinni. Þetta „gerði“ Eng- landskóngur iðulega með því að fara höndum um andlit hmna kirtlasjúku. Athöfnin nefndist „the Kings Touch“ eða „konungs- snerting“ Enskar frásagnir geta um ,kon- ungssnertingu" svo snemma sem á dögum Játvarðs komings, er andað ist árið 1066. í dagbók nokkurri frá 1660 er eftirfylgjandi lýsing á athöfn. þessari, eins og hún fór fram á ríkisstjórnarárum Karls annars: „Hans hátign sat í hásæti í há- tíðarsalnum, og læknar buðu, að sjúklingarnir gengju eða væru bornir fram fyrir konunginn, þar sem þeir krupu síðan niður. Kon- ungurinn strauk báðum höndum um vanga hins sjúka, og samtímis þuldi skrúðbúinn prestur þessi orð: „Hann fór um þá höndum, og hann læknaði þá“. Þegar konungurinn hafði snert alla þá, er þess óskuðu, var sjúkl- ingunum enn boðið að ganga fyrir hásætið. Þar kraup þá prestur og hélt á hvítum borðum. Hann rétti konunginum borðana, einn í einu og konungurinn lagði borða yfrum herðaj sérhvers sjúklings. Á með an þuldi presturinn i sífellu: „Þetta er ljósgeisli sannleikans, sem lýsir heiminum11. Því næst var stutt helgiathöfn, þar sem lesin var ritningargrein, beðið fyrir sjúkl- ingunum og þeir blessaðir. Að svo búnu komu hirðstjóri og bryti inn í salinn með þvottaskál, vatns- könnu og þurrku, og konungurinn þvoði sér um hendur." Almenningur í Englandi hafði mikla trú á lækningamætti „kon- ungssnertingar", og mikilhæfir læknar mæltu eindregið með henni. Á fjórtándu öld skrifar læknir nokkur, að kirtlaveikisjúkl- ingar skuli reyna „konungssnert- inigu“, en dugi hún ekki, geti menn altént drukkið vislublóð eða borðað dúfnadrit. Þegar konungur veitti „konungs- snertingu“, gat aðsókn orðið svo mikil, að fjölmargir sjúklingar troðust undir í þrengslunum. Þeg- ar Karl fyrsti hafði verið tekinn af lífi og Krómwell komst til valda, var landið konungskaust, og „kon- ungssnerting" lagðist niður um tuttugu ára skeið. Árið 1660 var Karl annar svo krýndur konung- ur, og á næstu tuttugu og tveim- ur árum snart hann rúmlega 100 000 kirtlaveikisjúklinga. Líflæknir Karls annars, Ríkharð- ur Wiseman, sem talinn var einna fremstur iækna í Evrópu og nefnd- ur er „faðir enskrar læknislist- ar“, lýsir kirtlaveiki i ritum sín- um. Þar hyggur hann „konungs- sn.ertingu“ vera bezta ráðið gegn sjúkleika þessum, og hann segist að auki hafa fregnað um fullan bata kirtlaveikisjúklinga, sem snert höfðu klæðispjötlur, vættar í blóði Karls fyrsta eftir aftöku hans ár- ið 1649. Frá örófi alda var það trúa fólks, að blóð þeirra, sem látizt höfðu með voveiflegum hætti, byggi yfir miklum lækningakrafti. Plinius segir til dæmis, að floga- veikir Rómverjar hafi oftlega drukkið blóð þeirra skylm- ingaþræla, sem féllu í hringleika- húsunum, og þar með fengið bót meina sinna. Þetta ofboðslega læknisráð þekktist einnig á Norð- urlöndum, og allt fram á nítjándu öld mátti sjá stundum sjúklinga, sem dreyptu í blóði glæpamanna að aftökum loknum. H.C.Andersen segir frá slíku a^- viki í ævisögu sinni „Mit Livs Eventyr“, þar sem hann lýsir af- töku á Skelfiskaeyri (Skelskör) ár- ið 1823. Þar voru þrír óbótamenn leiddir til höggs. Ung stúlka, dótt- ir auðugs bónda, unnusti henna”. sem myrt hafði bónda fyrir áeggj- an stúlkunnar, og hjálparmaður skötuhjúanna, vinnukarl, sem gjarnan vildi kvænast ekkjunni. „Allir vildu sjá aftökuna," segir H.C.Andersen, „og menn voru i hátíðarskapi. Skólameistari gaf efri bekkingum leyfi og skipaði okkur að fara á aftökustaðinn. Okkur væri góð áminning að sjá dauða- dómi fullnægt.“ Andersen lýsir af- tökunni, og heldur svo áfram: „Þarna voru karl og kona ásamt flogaveikum syni sínum, og þau létu hann drekka fulla skál af blóði úr líkunum. Bersýnilega voru þau haldin þeirir villutrú, að blóðsop- inn mundi lækna vesalings dreng- inn. Þegar hann hafði lokið úr skál- inni, tóku öll þrjú á rás frá af- tökustaðnum og hlupu másandi, unz drengurinn hné örmagna nið- ur.“ í Frakklandi þótti „konungs- snerting“ einnig gott ráð við kirtla veiki og öðrum sjúkdómum, og hafði svo verið allt frá dögum Kloðvíks kóngs, en hann andaðist árið 511. Þessi sérstæða athöfn var oft lýjandi fyrir konunginn, ekki hvað sízt, ef hann vaý barn að aldri. Sagt er um Lúðvík þrett- ánda, þegar hann hlaut konungs- tign níu ára, að hann hafi orðið að snerta 800 kirtlaveikisjúklinga á einum degi, og skal engan undra, þótt konungur hafi hnigið niður af þreytu um kvöldið. Þegar Lúðvík sextándi var krýndur árið 1775, snerti hann 2400 sjúklinga, en fengu aðeins finim þeirrá.fullan bata. í Frakklandi er síðast getið um „konungssnertingu“ árið 1824. Þá fór Karl tíundi höndum um 121 andlit. Allt fram að sextándu öld verð- ur saga berklaveikinnar einungis rakin eftir beinafundum og frá- sögnum í læknaritum, og fyrir þennan tíma er hvergi að finna tölfræðilegar skrár yfir berkla- sjúklinga. Loks árið 1532 býður Hinrik áttundi Englandskóngur (1509—47), að haldin verði skýrsla um þá, sem fæðast og deyja í rík- inu. Nokkru síðar var einnig farið að geta um dánarorsök í skýrslum þessum, og eru þær sæmileg heim- ild um sögu berkianna í Englandi næstu þrjár aldir. Skýrslurnar eru langt frá því nákvæmar. Þær nefna aðeins hlutfallstölu þeirra, sem látizt hafa úr tilteknum sjúk- dómi, og að auki var algengt, að menn lugu til um dánarorsök í því augnamiði að leyna bólusóttartil- felli. Þá fengu skrásetjarar ríf- lega þóknun, ef þeir skrifuðu „tæring“ í staðinn fyrir „bóla“. Þrátt fyrir þessa annmarka veita skýrslurnar ómetanlegar upplýsing ar. Af þeim má lesa til dæmis. að berklar hafi orðið æ tíðari siúk- dómur í Englandi. í London árið 1799 önduðust 33% hinna látnu úr berklum, og ekki fyrr en á þriðja áratug nítjándu aldar virt- ist sjúkdómurinn örlítið í rénum. 860 TfUiNN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.