Tíminn Sunnudagsblað - 01.10.1967, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 01.10.1967, Blaðsíða 22
Keimildir am iit þeirra þegi um það þunna hljóði Af rithöfundum, sem iátizt hafa úr berklum. eru essir helztir- Bronte-svstur, Katherine Mans- field. R. -U Stevenson. D.H"Law- rence, Edsar Allan Poe, Washing ton irvins Schiller, Balzac, Moli- ere, Prosper Mérimée, Ludvig Hol berg og Eriedrich von Hardenberg (Novalis) Eæreyski rithöfundur- inn Törsen-Frantz Jacobsen skrif- aði skáldsöguna „Barbara“, ér hann lá berklaveikur og beið dauð- ans. Meðal ijóðskálda, sem látizt hafa úr berklum, eru Keats. Shelley. E. B. B’owning og W.E.Henley. Heimspekingar og hugsuðir urðu einnig fyrir barðinu á berkl- um. ti] dæmis Spinoza, Descartes. Ronsseau. Kant. Voltaire og Rusk- in. Pólska tónskáldið Chopin dó úr berklum. Af íslendingum, er orðið hafa fórnarlömb berklaveikinnar, má nefna Tómas Sæmundsson, Jó- hann Jónsson og Guðmund Thor- steinsson Mugg) Þess má og geta, að líkur benda til. að Margrét Halldórsdóttir, kona Brvniólfs hiskups Sveinssonar. hafi dáið úr lerklum og einnig sjö böm þeirra hjóna og dóttursonur. Þórður Daðason Lungnaberklar þyrmdu og ekki lífi lækna fremui en leikmanna. Einna frægastur þeirra lækna, sem létust úr berklum, er Laennec, sá er fann upp hlustunarpípuna. Lungnaberklar réðu einnig niður- lögum berklakönnuðarins Matt- hew Baillie Fjölmargar persónur mannkyns- sögunnar bafa gengið pieð lungna- benkla, og oftlega hefúr sjúkdóm- ur þeirra naft óbein áhrif á rás atburða i dðkomandi ríki og iafn- vel í heiminum öllum Frægasta dæmið um slíkan berklasjúkling er líklega Serbinn Gavrillo Princip, sem myrti Franz Ferdinand erkihertoga i Sara- jevo í júli árið 1914, en morð þetta hratt af stað fyrri heimsstvrjöld sem kunnugt er Princip var lágvaxinn og magur hafði lungnaberkla, og var þvi e'kki talinn fær um að eegna her þjónustu. Hann átti sér eina ósk- Að devja oíslarvættisdauða. Hjálp armaður princips. Chambrinovitch þjáðist einnig af lungnaberklum og þar eð hann vissi, að hon- um mundi kki lengra lífdaga auðið, var hann áfjáður að ljúka „köllunarverki“ sínu. Hugðist hann síðan fremja sjálfsmorð. í fangelsinu dóu báðir félagarnir úr lungnaberklum. Segja má, að óbeint hafi fyrri heimsstyrjóldin verið síðasta her- virki „hvítu plágunnar" á Vestur- löndum. Á þriðja tug aldarinnar tókst manninum að yfirbuga hinn ævaforna óvin, berklaveikina, g gera hana næsta vanmáttuga, þar sem hún hafði áður valdið ógn og skelfingu. Berklasýkillinn hafði tapað orrustunni í Evrópu, og al- menningur gladdist hjartanlega. Öllum gleymdist, að enn hafði ekki tekizt að vinna bug á þeim sýkli, sem telja verður skæðari og misk- unnarlausari en alla aðra óvini mannsins. þeim sýkli, sem kraf izt hefur stærri fórna en nokkur annar sóttarvaldur. Sýkli fégræðg- innar, valdafíkninnar, mannvonzk unnar og grimmdarinar. Sökum þessa varð önnur heimsstyrjöld. (Að mestu endursagt eftir skrif- um Wilhelm Möller-Christensen í bókinni De store sygdomme.) jöm LEIÐRÉTTING í síðasta blaði er prentvilla í fyrirsögn að frásögnum Inga Sig- urðssonar um ferðir hans um Skaftafellssýslu. Greinin nefndist: Undir Hornafjarðarmána. Með einhverj rm hætti hefur þetta orðið: Undir Hornafjarðarmúla, er allir mega raunar þegar sjá, að hlýtur að vera rangt. Prentvilla er einnig i greininni, þar sem segir af því, að séra Skarphéðinn Pétursson hefur sam- ið ritgerð um Jón Arason, „þar sem hann vefengir hefðbundnar skoðanir á biskupi og ferðir hans“. Hér á að standa: „og ferli hans“. BRÚÐKAUPIÐ Framhald af 848. siðu. vild hústrú Margrétar, en því hef- ur hún krafizt þeirra, og því heí- ur Páli tengdasyni hennar verið falið umboð eigna Orms og um- sjá hans, að þegar hér var komið sögu, hefur hún fundið að líf og kraftar voru að fjara út. Hústrú Margrét kemur við mörg bréf fleiri en hér hefur verið frá sagt. Flest þeirra varða eignir hennar hér á landi eða í Noregi, þar sem hún átti líka jarðeignir, kaup, sölu eða leigu. Þetta verður ekki rakið hér. Hins er heldur á- stæða ,til geta, að Þorleifur hirð- stjóri Björnsson leitaði til hennar og kunna mrzlunamanna, er hon- um þótti mest við liggja 1480 að fá vitnisburð um að hafa „hér j-.v- ið og blifið með heiður og æru sem“ réttum höfðingja og ærleg- um höfuðsmanni ber,“ er bann sigldi á konungsfund að fá rétting mála sinna. Er nafn hústrú Mar- grétar þar á blaði á undan öðrum . leikum mönnum. Mætti af því ráða að Þorleifi hirðstjóra hafi þótt mest 'um bað vert að sýna hennar nafn á slíkum vitnisburði. Allar heimildir, er um hústrú Margréti verða fundnar, bera henni það vitni, að hún hafi not- ið virðingar umfram aðrar konur henni' samtiða hér á landi, hún hafi kunnað og borið gæfu til að njóta þess, en aldrei borizt a nema þetta eina unn, er hún gifti dæt- ur sínar allar á einum degi. En sú brúðkaupsveizla, er hún hélt þá, varð svo fræg, að hún þotti síðar ein frásagnarverð allra at- \ burða, er gerðust á því ári hér á landi. *77 R lll f,’ N M~£~! K.U N flí 'K Ó!L^Ö AK m;ó MU’.'H 5|fl F L'E'fi T E /i T 'J S:NÍÚjTiA sifi CTUiK J E U ifi'UÍG.bpRÍR iss K a'h T 1 D L iV ó:Km S 's ! Lausn 35. krossgátu 862 ttB'NN - SUNVUDAGSBLAÐ I

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.