Tíminn Sunnudagsblað - 01.10.1967, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 01.10.1967, Blaðsíða 21
Lesendur kunna að spyrja, hver miuni orsök þessa faraldurs, og þetta er svarið: Árin 1664 til 1666 herjaði skæð plága á London og drap nærfellt 70.000 manns, svo að heii hverfi stóðu auð í borg- inni. Þegar og plágunni lauk, tók fólk úr landsbyggðinni að streyma til London, og er talið, að þangað hafi flutzt um það bil 10 þúsund- ir nýrra íbúa á næstu tíu árum. einkum angt fólk og barnmargar fjölskyldur. íbúðarskonsur hinna látnu fylltust af börnum og ung- mennum, sem voru afar næm fyrir berklasmiti, og með þvi að húsakynnin voru hrörleg og óholl, átti berklasýkillinn þar góða daga og var hægt um að ráðast á varn- arlitla líkami innflytjendanna. Breiddist síðan berklaveikin smám saman út um landið og var skæð ust á árunum 1760 til 1820. Þessi berklafaraldur á Bretlands eyjum virðist hins vegar ekki hafa verið bein afleiðing iðnbyltingar- innar á níunda tug átjándu aldar, og þegar hann loks var i rénum, 1820 tii 1840, skorti mikið á al- mennt hreinlætj í verksmiðju- borgunum, og heilbrigðisþjónusta var með lakasta móti. Kólera og taugaveiki geisuðu hvað eftir ann að á þessum tíma, og dánartala ungbarna og mæðra var mjög há. Skýring á rénun berklaveikinn- ar er þá máskj sú. að sóttnæmi sýklanna minnkaði smám saman, eftir því sem árin liðu, og jafn- framt jukust viðnámsþróttur og 6- næmi á meðal fólksins. Þessi stað- reynd er ekki siður mikilvæg en frásagnir um slæma aðbúð og eymdarleg kjör alþýðunnar, og hún skýrir margt í sögu berklaveik innar á Bretlandseyjum. í öðrum löndum Evrópu var hegðun berklaveikinnar lík þvi. sem gerðist á ensku eyj- unum. Stundum var hún skæð og dró marga til dauða. en svo gátu liðið nokk- ur ár án þess að veikin gerði teljandi usia Þá blossaði hún upp að nýju, og þannig koll af kolli. Virðist sem berklaveikin hafi átt sér fastan samastað í hverju hér- aði, og þaðan hafi hún breiðzt út, þegar viðnámsþróttur manna eftir fyrri faraldur minnkaði. Robert Koch uppgötvaði berkla- sýkilinn árið 1882 eins og fyrr getur, og breyttist þá mjög við- horf manna til berklaveikinnar. Vestrænar þjóðir lögðu brátt tii herferðar gegn berklum, og mun óþarft að rekja þá sögu hér. Hvar- vetna risu upp sóttkvíar og heilsu- hæli fyrir berklasjúklinga: Hið fyrsta í Danmörku var opnað um aldamótin, og hér á íslandi tók 'berklahælið á Vífilsstöðum til starfa árið 1910 og átján árum síð ar Kristneshæli í Eyjafirði. Jafnframt sóttvörnum var einn- ig hafizt handa um að finna lyf gegn berklum. í fyrstunni bar leit- in engan árangur. Árið 1922 tókst þó tveimur frönskum læknum, Calmette og Guérin, að búa til bóluefni gegn berklum, en það var ekki fyrr en 1952, að kom á markaðinn lyf, sem hindrar fjölg- un berklasýkla í líkamanum. Þetta er p.a.s. (paraanimo-salicyl- sýra), og með því hefur lánazt að lækna berklasjúklinga, sem öðrum kosti væru dauðans matur. Segja má nú, að berklaveiki sé orðin fátíður sjúkdómur á Vestur- löndum, og skulu hér nefndar töl- ur, sem sýna þetta mætavel: Árið 1930 dóu 232 úr berklum á íslandi, en árið 1957 dóu einung- is 7 úr veikinni. f Danmorku árið 1890 dóu 300 af hverjum 100.000 íbúum úr berklum. Árið 1923 var þessi tala komin niður í 100, árið 1950 i 18 og árið 1960 í 8. í Bandaríkjum árið 1850 dóu 400 af hverjum 100.000 íbúum úr berklum. Árið 1900 var þessi tala komin niður í 200 og árið 1945 f 50. Árið 1963 höfðu aftur á móti 35 milljónir Bandaríkjamanna tek- ið berklasmit. íbúar Vesturlanda þurfa ekki að Öttast voðahramm berklaveikinn- ar, en þessu er á annan veg far- ið í hinum svonefndu þróunarlönd um. Þar fer berklaveikisjúkling- um æ fjölgandi. og árlega deyja 3 milljónir manna úr berklum í Suður-Ameríku, Afríku og Asíu. 1 upphafi greinarinnar var á það minnzt, að berklar hefðu öðrum sjúkdómum fremur sett mark á bókmenntir og listir, og skal nú að þvi vikið nokkrum orðum. Shakesepare, skáldjöfurinn mikli, er sndaðist árið 1616, var ágætlega Fróður í læknavísindum, og hann ræðir oft um berkla i verkum sínum. Á síðari hluta át- jándu aldar og á nítjándu öld var ekkj fátítt, að kvenhetjur i skáld- sögum þjáðust af tæringu og hlytu af henni bana. Þekktasta dæmið um slika kvenhetju er daðurdrós- in Marie Duplessis í skáldsögunni Kamelíufrúin eftir Dumas yngra, sem út kom 1848. Marie er tæring- arsjúk, og þegar henni verður ljóst að hún muni lifa skemur en flest- ir aðrir, afræður hún að njóta lífs- ins tii fullnustu. Skáldsagan lýsir svo ævi stúlkunnar, unz hún deyr, aðeins 23 ára. Dumas samdi og leikrit eftir sögunni, og eftir leikritinu var klúðrað saman texta og efnisþræði í óperu Verdis, La Traviata 'Kona á villigötum). Mar- ie nefnist þar Violetta Valéry, og í lokaþætti óperunnar liggur hún berklaveik á banabeði, en syngur ekki að síður heil kynstur og býsn Og Violetta er ekki ein um að hafa sungið berklaveik á ópéru- sviði. Mimi, kvenhetjan 1 La Bo- heme eftir Puccini, þjáist líka df berklum og deyr i síðasta þærii, þegar hún hefur sungið frá sér alla von um bata. f skáldsogu Dumas eru berklar taldir arfgengur sjúkdómur Mare hlýtur þá ■ arf frá móður sinni Þessu er -‘innig svo farið 1 La Traviata 'frumsýnd 18531. ig ’i.w- usti Violettu, Alfredo Germont þarf ekkj að óttast smit. þó að hann umgangist allnáið ástmey sína. í La Boheme ífrumsýnd 1896. fjórtán árum eftir uppgötvun Kochs) eru berklar hins vegar orðnir bráðsmitandi sjúkdómur. Ástarspil Puccinis er því öllti vá- legra en harmleikur Verdis. og i augum áhorfenda sýnir unnusti Mimi, Rodolfo, einlægarj ást og meiri sjálfsafneitun en nokkurn tímann Alfredo. Að auki er Pucc- ini raunsæismaður og lætur Mimi hósta og kjöltra í lokaþætti, en slík búkhlióð eru Verdi lítt að skapi, og Violetta verður að um- bera sjúkdóminn I þögn milli þess sem hún svngur. Af berklasjúklingum í íslenzk- um skáldsögum mætti til dæmis geta um Ástu Sóllilju, dóttur Bjarts í Sumarhúsum (Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness). og Vil- disi í skáldsögu Kristmanns Guð- mundssonar Ármann og Vildísi, en þessi saga gerist að mestu á berkla hæli. Nóg um það og hverfum aftur til raunveruleikans. Berklar hafa lagt mörg stór- menni andans að velli, og líkur benda til, að fleiri snillingar hafi þjáðst af sjúkdómi þessum, þó að T I M I N N - SUNNUDAUSBLAl) 861

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.